Strætó tekur vel í hugmyndir um frestun bílprófs Smári Jökull Jónsson skrifar 29. janúar 2022 14:32 Tillögurnar sem nefndar eru í skýrslunni eru enn á hugmyndastigi og aðeins dæmi um aðgerðir sem sveitarfélög gætu gripið til. Vísir/Vilhelm Flest ungmenni bíða ekki lengi með það að taka bílprófið þegar þau fá aldur til. Nú gæti sá möguleiki komið upp að hægt verði að fresta töku bílprófs um þrjú ár og fá í staðinn árskort í Strætó. Hugmyndin er ein nokkurra sem birtast í skýrslunni Kolefnisfótspor höfuðborgarsvæðisins en sagt er frá málinu í Fréttablaðinu. Meðal þess sem stungið er upp á er að byggja upp öflugri og jafnvel gjaldfrjálsar almenningssamgöngur, gera samkomulag við stóra vinnustaði um ívilnanir ef gerðir eru vistvænir samgöngusamningar og að fara í auglýsinga- og ímyndarherferð til að auka hlutdeild virkra samgöngumáta. Í Fréttablaðinu er vitnað í Jón Kjartan Ágústsson, svæðisskipulagsstjóra höfuðborgarsvæðisins, sem segir að tillögurnar séu enn á hugmyndastigi og ekki eiginleg aðgerðaáætlun heldur dæmi um aðgerðir sem sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu gætu gripið til. Guðmundur Heiðar Helgason upplýsingafulltrúi Strætó segir hugmyndina góða en að ákvörðunin sé pólitísk.Vísir/Vilhelm Guðmundur Heiðar Helgason, upplýsingafulltrúi Strætó, segir að hugmyndin hafi ekki komið til umræðu innan veggja Strætó og sé væntanlega eitthvað sem skýrsluhöfundum hefur einfaldlega dottið í hug. „Mér finnst þetta skemmtileg hugmynd og svo er alltaf spurning um útfærslu. Þetta þyrfti að vera pólitísk ákvörðun og það þyrfti að fylgja fjármagn til þess að greiða fyrir kortin,“ sagði Guðmundur í samtali við fréttastofu. Svipað og prófað hefur verið áður Þá bendir Guðmundur á að svipaðar útfærslur hafi verið prófaðar fyrir um það bil 15 árum síðan þegar háskólanemar fengu frítt strætókort. „Árangurinn þá var ekkert sérstakur og það voru ákveðin vonbrigði hvernig það var nýtt. Það koma auðvitað fram fleiri hugmyndir í þessari skýrslu til dæmis með gjaldfrjáls bílastæði. Við teljum það eitt að hafa frítt í Strætó leysi ekki málin ef þú ert lengur að ferðast með strætó en í bíl,“ segir Guðmundur og bætir við að áhugavert sé að horfa til framtíðar hvað þetta varðar. „Þetta er sérstaklega góð hugmynd ef maður horfir til framtíðar varðandi hugmyndir um Borgarlínu og leiðarkerfi Strætó þar sem við horfum fram á betra aðgengi og styttri ferðatíma.“ „Okkar sýn er að ef þú styttir ferðatíma og vagnar festast ekki í umferð þá þyrfti það að vera hluti af þessu, það dugir ekki til að hafa frítt.“ Strætó Umhverfismál Umferð Mest lesið Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Innlent Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Erlent Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Erlent Minnist móður sinnar sem lést í morgun Innlent Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Innlent Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Erlent Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Innlent Sólmyrkvi á laugardaginn Innlent Fleiri fréttir Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sigaði löggunni á blaðbera Gengur þreyttur en stoltur frá borði „Þetta er yfirþyrmandi tilfinning“ Blöskranleg greiðsla, nýr rektor og partí fyrir kvöldsvæfa Ekki hægt að segja félagslega kjörnum formanni upp Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Upphæðin kom Þórarni í opna skjöldu Treystir því að stjórnvöld setji ekki fólk á götuna Óboðin ungmenni hótuðu börnum á skólatíma við Seljaskóla Vildi afnema reglur um formann en fær tíu mánaða biðlaun Samgöngustofa gefur grænt ljós á flugbrautina Fréttastjóra RÚV blöskrar ófrægingarherferð vegna fréttaflutnings Bannað að heita Gríndal og Illuminati Njósnahópar hafi stóraukið virkni sína á Íslandi Umsagnir íbúa fjarlægðar úr skipulagsgátt Skipulagsstofnunar Njósnir Kínverja á Íslandi viðkvæmt mál sem nauðsynlegt sé að ræða Ekki við stjórn Sameykis að sakast og fátt annað í stöðunni Segir ekkert eðlilegt við starfslokasamning Sameykis Barnavernd með í för þegar lögregla stöðvaði ræktun í Mosfellsbæ Minnist móður sinnar sem lést í morgun Sólveig Anna segir sjálftöku Þórarins skefjalausa Nýbakaðir foreldrar sjúkir í nafnið Aþenu Kynna nýjan rektor í dag að loknu kjöri Fjarlægja plasthanska af dælum og gefa fjölnota í staðinn Öflugir Austfirðingar spara borginni hundruð milljóna Sjá meira
Hugmyndin er ein nokkurra sem birtast í skýrslunni Kolefnisfótspor höfuðborgarsvæðisins en sagt er frá málinu í Fréttablaðinu. Meðal þess sem stungið er upp á er að byggja upp öflugri og jafnvel gjaldfrjálsar almenningssamgöngur, gera samkomulag við stóra vinnustaði um ívilnanir ef gerðir eru vistvænir samgöngusamningar og að fara í auglýsinga- og ímyndarherferð til að auka hlutdeild virkra samgöngumáta. Í Fréttablaðinu er vitnað í Jón Kjartan Ágústsson, svæðisskipulagsstjóra höfuðborgarsvæðisins, sem segir að tillögurnar séu enn á hugmyndastigi og ekki eiginleg aðgerðaáætlun heldur dæmi um aðgerðir sem sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu gætu gripið til. Guðmundur Heiðar Helgason upplýsingafulltrúi Strætó segir hugmyndina góða en að ákvörðunin sé pólitísk.Vísir/Vilhelm Guðmundur Heiðar Helgason, upplýsingafulltrúi Strætó, segir að hugmyndin hafi ekki komið til umræðu innan veggja Strætó og sé væntanlega eitthvað sem skýrsluhöfundum hefur einfaldlega dottið í hug. „Mér finnst þetta skemmtileg hugmynd og svo er alltaf spurning um útfærslu. Þetta þyrfti að vera pólitísk ákvörðun og það þyrfti að fylgja fjármagn til þess að greiða fyrir kortin,“ sagði Guðmundur í samtali við fréttastofu. Svipað og prófað hefur verið áður Þá bendir Guðmundur á að svipaðar útfærslur hafi verið prófaðar fyrir um það bil 15 árum síðan þegar háskólanemar fengu frítt strætókort. „Árangurinn þá var ekkert sérstakur og það voru ákveðin vonbrigði hvernig það var nýtt. Það koma auðvitað fram fleiri hugmyndir í þessari skýrslu til dæmis með gjaldfrjáls bílastæði. Við teljum það eitt að hafa frítt í Strætó leysi ekki málin ef þú ert lengur að ferðast með strætó en í bíl,“ segir Guðmundur og bætir við að áhugavert sé að horfa til framtíðar hvað þetta varðar. „Þetta er sérstaklega góð hugmynd ef maður horfir til framtíðar varðandi hugmyndir um Borgarlínu og leiðarkerfi Strætó þar sem við horfum fram á betra aðgengi og styttri ferðatíma.“ „Okkar sýn er að ef þú styttir ferðatíma og vagnar festast ekki í umferð þá þyrfti það að vera hluti af þessu, það dugir ekki til að hafa frítt.“
Strætó Umhverfismál Umferð Mest lesið Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Innlent Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Erlent Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Erlent Minnist móður sinnar sem lést í morgun Innlent Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Innlent Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Erlent Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Innlent Sólmyrkvi á laugardaginn Innlent Fleiri fréttir Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sigaði löggunni á blaðbera Gengur þreyttur en stoltur frá borði „Þetta er yfirþyrmandi tilfinning“ Blöskranleg greiðsla, nýr rektor og partí fyrir kvöldsvæfa Ekki hægt að segja félagslega kjörnum formanni upp Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Upphæðin kom Þórarni í opna skjöldu Treystir því að stjórnvöld setji ekki fólk á götuna Óboðin ungmenni hótuðu börnum á skólatíma við Seljaskóla Vildi afnema reglur um formann en fær tíu mánaða biðlaun Samgöngustofa gefur grænt ljós á flugbrautina Fréttastjóra RÚV blöskrar ófrægingarherferð vegna fréttaflutnings Bannað að heita Gríndal og Illuminati Njósnahópar hafi stóraukið virkni sína á Íslandi Umsagnir íbúa fjarlægðar úr skipulagsgátt Skipulagsstofnunar Njósnir Kínverja á Íslandi viðkvæmt mál sem nauðsynlegt sé að ræða Ekki við stjórn Sameykis að sakast og fátt annað í stöðunni Segir ekkert eðlilegt við starfslokasamning Sameykis Barnavernd með í för þegar lögregla stöðvaði ræktun í Mosfellsbæ Minnist móður sinnar sem lést í morgun Sólveig Anna segir sjálftöku Þórarins skefjalausa Nýbakaðir foreldrar sjúkir í nafnið Aþenu Kynna nýjan rektor í dag að loknu kjöri Fjarlægja plasthanska af dælum og gefa fjölnota í staðinn Öflugir Austfirðingar spara borginni hundruð milljóna Sjá meira