Sterkur leiðtogi skiptir máli Þorsteinn Hallgrímsson skrifar 3. febrúar 2022 08:31 Kæri lesandi, fram undan er prófkjör hjá stærsta stjórnmálaaflinu í Mosfellsbæ. Það er ánægjulegt að sjá hve margir hæfir einstaklingar, ungir, gamlir, reyndir og óreyndir bjóða sig fram til starfa í bæjarstjórn Mosfellsbæjar. Í þessu prófkjöri er í fyrsta skipti í langan tíma fleiri en einn í framboði í 1. sæti lista Sjálfstæðisflokksins og er það vel. Það skiptir miklu máli að hafa sterkan leiðtoga sem leiðir listann og hefur góða blöndu af þekkingu, reynslu og hæfileikum til þess að gera það. Leiðtoginn þarf að vera góður stjórnandi, vera góður í mannlegum samskiptum, drífandi og hvetjandi, vera góður að fá fólk til að vinna með sér, og draga fram það besta hjá samstarfsfólki sínu. Leiðtoginn þarf að vera góð fyrirmynd, vera heiðarlegur og hafa gott mannorð. Ég hef þekkt Ásgeir Sveinsson um árabil en hann býður sig fram í 1. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Mosfellsbæ og hann hefur alla þessa eiginleika og meira til. Hann hefur setið í bæjarstjórn Mosfellsbæjar á þessu kjörtímabili og einnig gegnt embætti formanns bæjarráðs. Ásgeir hefur starfað af krafti að bæjarmálunum, er vel inni í öllum málaflokkum og margt af því sem hann lagði áherslu á fyrir síðustu kosningar hefur verið framkvæmt á þessu kjörtímabili. Ásgeir hefur mikla reynslu sem leiðtogi og stjórnandi úr atvinnulífinu. Sem farsæll framkvæmdastjóri hjá HJ ehf. í 12 ár skilaði naut hann mikillar velgengni. Verkefnin í þannig starfi eru mörg, ólík og flókin, þar má nefna daglegan rekstur, umsjón með mannauðsmálum, fjármálastjórnun og samningagerð bæði við alþjóðleg fyrirtæki og innlend. Ásgeir hefur einnig mikla reynslu af stjórnun í félagsmálum, var formaður karlahandboltans hjá Aftureldingu 2013–2019 á miklum uppbyggingar- og uppgangstímum. Hann hefur langa reynslu sem handboltaþjálfari hjá Aftureldingu, hefur setið í stjórnum félaga og fyrirtækja og syngur í Karlakór Kjalnesinga. Það eru mörg spennandi verkefni og tækifæri fram undan í Mosfellsbæ. Það skiptir miklu máli fyrir okkur Mosfellinga að sterkur leiðtogi leiði lista Sjálfstæðisflokksins í næstu bæjarstjórnarkosningum. Þess vegna ætla ég að kjósa Ásgeir Sveinsson í 1. sætið og hvet þig, lesandi góður, til að gera slíkt hið sama. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mosfellsbær Sveitarstjórnarkosningar 2022 Skoðun: Kosningar 2022 Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson Skoðun Staðreyndir í útlendingamálum Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Augljós og sýnilegur ávinningur í styttingu biðlista Jóhann F K Arinbjarnarson Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason skrifar Skoðun Augljós og sýnilegur ávinningur í styttingu biðlista Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Staðreyndir í útlendingamálum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um ferðaþjónustuna Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson skrifar Skoðun Þetta kostar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þrífætta svínið og auðlindarentan Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Er nóg að bara brjóta land? Þorvaldur Rúnarsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Að kjósa taktískt Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Að standa vörð um þjóðina Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Náttúran er stærsta kosningamálið Skúli Skúlason skrifar Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Sjá meira
Kæri lesandi, fram undan er prófkjör hjá stærsta stjórnmálaaflinu í Mosfellsbæ. Það er ánægjulegt að sjá hve margir hæfir einstaklingar, ungir, gamlir, reyndir og óreyndir bjóða sig fram til starfa í bæjarstjórn Mosfellsbæjar. Í þessu prófkjöri er í fyrsta skipti í langan tíma fleiri en einn í framboði í 1. sæti lista Sjálfstæðisflokksins og er það vel. Það skiptir miklu máli að hafa sterkan leiðtoga sem leiðir listann og hefur góða blöndu af þekkingu, reynslu og hæfileikum til þess að gera það. Leiðtoginn þarf að vera góður stjórnandi, vera góður í mannlegum samskiptum, drífandi og hvetjandi, vera góður að fá fólk til að vinna með sér, og draga fram það besta hjá samstarfsfólki sínu. Leiðtoginn þarf að vera góð fyrirmynd, vera heiðarlegur og hafa gott mannorð. Ég hef þekkt Ásgeir Sveinsson um árabil en hann býður sig fram í 1. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Mosfellsbæ og hann hefur alla þessa eiginleika og meira til. Hann hefur setið í bæjarstjórn Mosfellsbæjar á þessu kjörtímabili og einnig gegnt embætti formanns bæjarráðs. Ásgeir hefur starfað af krafti að bæjarmálunum, er vel inni í öllum málaflokkum og margt af því sem hann lagði áherslu á fyrir síðustu kosningar hefur verið framkvæmt á þessu kjörtímabili. Ásgeir hefur mikla reynslu sem leiðtogi og stjórnandi úr atvinnulífinu. Sem farsæll framkvæmdastjóri hjá HJ ehf. í 12 ár skilaði naut hann mikillar velgengni. Verkefnin í þannig starfi eru mörg, ólík og flókin, þar má nefna daglegan rekstur, umsjón með mannauðsmálum, fjármálastjórnun og samningagerð bæði við alþjóðleg fyrirtæki og innlend. Ásgeir hefur einnig mikla reynslu af stjórnun í félagsmálum, var formaður karlahandboltans hjá Aftureldingu 2013–2019 á miklum uppbyggingar- og uppgangstímum. Hann hefur langa reynslu sem handboltaþjálfari hjá Aftureldingu, hefur setið í stjórnum félaga og fyrirtækja og syngur í Karlakór Kjalnesinga. Það eru mörg spennandi verkefni og tækifæri fram undan í Mosfellsbæ. Það skiptir miklu máli fyrir okkur Mosfellinga að sterkur leiðtogi leiði lista Sjálfstæðisflokksins í næstu bæjarstjórnarkosningum. Þess vegna ætla ég að kjósa Ásgeir Sveinsson í 1. sætið og hvet þig, lesandi góður, til að gera slíkt hið sama.
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun
Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun
Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir Skoðun