Mbl.is greindi fyrst frá. Lögreglan óskaði eftir því fyrr í vikunni að sumarbústaðareigendur við sunnanvert Þingvallavatn skoðuðu upptökur úr eftirlitsmyndavélum við sumarbústaði sína milli 12-14 síðastliðinn fimmtudag.
Í frétt mbl um málið segir að sést hafi til vélarinnar fyrir klukkan 12 og mun vélin því hafa farist á tólfta tímanum. Þá segir enn fremur að útlit hafi verið fyrir að flugvélin hafi annaðhvort verið að koma inn til snertilendingar eða til að lenda á vatninu.
Oddur Árnason yfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á Suðurlandi staðfestir í samtali við fréttastofu Vísis að myndbandsupptökur séu til skoðunar. Hann segir að sést hafi til vélarinnar á fleiri en einni upptöku og þær séu mikilvægar fyrir rannsókn málsins. Ekki verði veittar nánari upplýsingar um rannsókn málsins að svo stöddu.