Frelsari Verkalýðsins Gunnar Karl Ólafsson skrifar 9. febrúar 2022 13:01 Síðustu vikur hefur ömurleg birtingarmynd ofbeldis og ósanninda fengið að lifa óáreitt. Sólveig Anna hefur ekki sparað stóru orðin og þar er mörgum spurningum ósvarað. Fjölmiðlum hefur ekki tekist að sinna hlutverki sínu sem skildi þar sem að Sólveig hafnar ítrekað viðtölum hjá flest öllum miðlum landsins. Stundin hefur gefið henni mikla einhliða umfjöllun þar sem hún þarf ekki að svara einni gagnrýnni spurningu. Bjöguð er sú mynd sem að Sólveig teiknar upp sannleikurinn er greinilega ekki að vefjast fyrir henni. Hún hefur getað treyst því að enginn innan hreyfingarinnar svari hennar árásum og það sem er alvarlegast í þessu er að fólk er farið að taka bjöguðu myndinni sem sannleika. Það fær ekki lengur að standa án leiðréttingar. Sólveig hefur ranglega haldið því fram að enginn hafi náð betri árangri og samningum í verkalýðshreyfingunni síðan hún tók við og verkalýðshreyfingin hafi verið vakin af værum blundi. Hún hefur barist hátt og snjallt, en hverju hefur það skilað? Ef að við skoðum tímabilið frá því að kjarasamningar 2015 voru undirritaðir að þá var mánaðarleg aukning hærri nánast allt samningstímabilið. Kaupmáttaraukningin var einnig mun hærri. Þetta má skoða gaumgæfilega í gögnum frá hagstofu íslands. Þeir sem komu að þeim samningum unnu mikla vinnu með djarfar hugmyndir um bætt kjör láglaunafólks og vann að því saman sem heild. Þegar samningarnir voru í höfn fóru þeir aðilar ekki að hampa sjálfum sér eða persónu sinni fyrir þann árangur. Létu verkinn tala fyrir sig og hömpuðu samstilltri hreyfingu. Þeir samningar eru óumdeilanlega betri fyrir láglaunafólk landsins en lífskjarasamningarnir 2019. Verkalýðsbaráttan er ekki ein manneskja og það er enginn einn frelsari verkalýðsins. Saga hreyfingarinnar er sönnun þess hvað við getum gert þegar við tökum höndum saman. Myndin sem Sólveig teiknar upp af hreyfingunni er vægast sagt ógeðfelld árás á rúmlega 300 starfsmenn hreyfingarinnar. Þar reynir hún á ótrúverðugan máta að búa til gjá milli félaganna og félagsmanna og auglýsir sig svo sem lausnina á þeirri gjá. Deilt og drottnað er taktíkin, hún er frelsarinn og ekki skal hlustað á neitt annað. Til þess að trúa málflutningi Sólveigar og hennar fólks þarf maður að fara í ansi mikla hugarleikfimi. Fyrst þurfum við að trúa því að allt starfsfólk skrifstofu Eflingar sé ómögulegt fyrir að dirfast að biðja um mannsæmandi starfsumhverfi. Síðan að trúnaðarmenn skrifstofu Eflingar séu óheiðarlegir og illa innrættir fyrir að voga sér að sinna skyldu sinni og koma á framfæri áhyggjum starfsfólks. Eftir það skulum við einnig trúa því að starfsfólk ASÍ sinni ekki skyldum sínum og sé undir þumli auðvaldsins fyrir að reyna að hjálpa félaginu á fætur eftir afsögn stjórnenda. Einnig þurfum við að trúa því að sálfræðistofa hafi unnið óháða úttekt í annarlegum tilgangi. Síðast þurfum við svo að trúa því að stjórnir, trúnaðarmenn, starfsfólk og aðrir sem gegna trúnaðarstörfum allra félaganna beri ekki hag félagsmanna fyrir brjósti og vinni ekki í þágu þeirra. Til að ljúka þessu langar mér að senda styrk til þess starfsfólks sem hefur þurft að líða andlegt ofbeldi, gaslýsingar og linnulausar árásir. Frásagnir og vitnisburðir starfsfólks sem maður hefur talað við eða lesið um eru hræðilegar. Það gerði allt sem í þeirra valdi stóð til þess að vinna með og bæta vinnustaðinn innanhúss. Þeim var launað með herskáustu árás sem hefur átt sér stað á íslenskum vinnumarkaði og er það sorglegt að hún gerist innan verkalýðshreyfingarinnar. Þrátt fyrir þetta allt er ég er bjartsýnn á framtíð hreyfingarinnar og enginn efi er um að við munum halda áfram kröftugu starfi í þágu launafólks. Höfundur starfar innan hreyfingarinnar. Tengd skjöl Verkamaður_-_Hagstofa_Íslands_-_LokaXLSX47KBSækja skjal Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stéttarfélög Mest lesið Hvað er borgaraleg pólitík? Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun „Þetta er ekki hægt, en það verður samt að gera þetta“ Arnar Þór Jónsson Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Jólaskreytingafyllerí: Eru takmörk fyrir því hversu langt má ganga í jólaskreytingum? Hildur Ýr Viðarsdóttir Skoðun Milljónerí Hannes Örn Blandon Skoðun Mýtan um sæstreng! Andrés Pétursson Skoðun Samviskufrelsi heilbrigðisstarfsmanna ekki vandamál þegar kemur að dánaraðstoð Ingrid Kuhlman Skoðun Bíp Bíp Bíp Ágúst Mogensen Skoðun Kvennaárið 2025 Drífa Snædal Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kosningum lokið og hvað nú? Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun „Þetta er ekki hægt, en það verður samt að gera þetta“ Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Mýtan um sæstreng! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Kvennaárið 2025 Drífa Snædal skrifar Skoðun Bíp Bíp Bíp Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Samviskufrelsi heilbrigðisstarfsmanna ekki vandamál þegar kemur að dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Milljónerí Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Jólaskreytingafyllerí: Eru takmörk fyrir því hversu langt má ganga í jólaskreytingum? Hildur Ýr Viðarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er borgaraleg pólitík? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn verðmætasköpunar Sigríður Mogensen skrifar Skoðun Þorlákshöfn - byggð á tímamótum Anna Kristín Karlsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunamál fyrirtækjanna í stjórnarsáttmála Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar Skoðun Lýðræði hinna sterku Jón Páll Hreinsson skrifar Skoðun Bleikir hvolpar Darri Gunnarsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Lifandi dauð! Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Það hafa allir sjötta skilningarvit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Skoðun mín á alþingiskosningum 2024 Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar Skoðun Hlustið á fólkið í skólunum? Dóra Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægasta atkvæðið Kristbjörg Þórisdóttir skrifar Skoðun Nálgunarbann Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Sjá meira
Síðustu vikur hefur ömurleg birtingarmynd ofbeldis og ósanninda fengið að lifa óáreitt. Sólveig Anna hefur ekki sparað stóru orðin og þar er mörgum spurningum ósvarað. Fjölmiðlum hefur ekki tekist að sinna hlutverki sínu sem skildi þar sem að Sólveig hafnar ítrekað viðtölum hjá flest öllum miðlum landsins. Stundin hefur gefið henni mikla einhliða umfjöllun þar sem hún þarf ekki að svara einni gagnrýnni spurningu. Bjöguð er sú mynd sem að Sólveig teiknar upp sannleikurinn er greinilega ekki að vefjast fyrir henni. Hún hefur getað treyst því að enginn innan hreyfingarinnar svari hennar árásum og það sem er alvarlegast í þessu er að fólk er farið að taka bjöguðu myndinni sem sannleika. Það fær ekki lengur að standa án leiðréttingar. Sólveig hefur ranglega haldið því fram að enginn hafi náð betri árangri og samningum í verkalýðshreyfingunni síðan hún tók við og verkalýðshreyfingin hafi verið vakin af værum blundi. Hún hefur barist hátt og snjallt, en hverju hefur það skilað? Ef að við skoðum tímabilið frá því að kjarasamningar 2015 voru undirritaðir að þá var mánaðarleg aukning hærri nánast allt samningstímabilið. Kaupmáttaraukningin var einnig mun hærri. Þetta má skoða gaumgæfilega í gögnum frá hagstofu íslands. Þeir sem komu að þeim samningum unnu mikla vinnu með djarfar hugmyndir um bætt kjör láglaunafólks og vann að því saman sem heild. Þegar samningarnir voru í höfn fóru þeir aðilar ekki að hampa sjálfum sér eða persónu sinni fyrir þann árangur. Létu verkinn tala fyrir sig og hömpuðu samstilltri hreyfingu. Þeir samningar eru óumdeilanlega betri fyrir láglaunafólk landsins en lífskjarasamningarnir 2019. Verkalýðsbaráttan er ekki ein manneskja og það er enginn einn frelsari verkalýðsins. Saga hreyfingarinnar er sönnun þess hvað við getum gert þegar við tökum höndum saman. Myndin sem Sólveig teiknar upp af hreyfingunni er vægast sagt ógeðfelld árás á rúmlega 300 starfsmenn hreyfingarinnar. Þar reynir hún á ótrúverðugan máta að búa til gjá milli félaganna og félagsmanna og auglýsir sig svo sem lausnina á þeirri gjá. Deilt og drottnað er taktíkin, hún er frelsarinn og ekki skal hlustað á neitt annað. Til þess að trúa málflutningi Sólveigar og hennar fólks þarf maður að fara í ansi mikla hugarleikfimi. Fyrst þurfum við að trúa því að allt starfsfólk skrifstofu Eflingar sé ómögulegt fyrir að dirfast að biðja um mannsæmandi starfsumhverfi. Síðan að trúnaðarmenn skrifstofu Eflingar séu óheiðarlegir og illa innrættir fyrir að voga sér að sinna skyldu sinni og koma á framfæri áhyggjum starfsfólks. Eftir það skulum við einnig trúa því að starfsfólk ASÍ sinni ekki skyldum sínum og sé undir þumli auðvaldsins fyrir að reyna að hjálpa félaginu á fætur eftir afsögn stjórnenda. Einnig þurfum við að trúa því að sálfræðistofa hafi unnið óháða úttekt í annarlegum tilgangi. Síðast þurfum við svo að trúa því að stjórnir, trúnaðarmenn, starfsfólk og aðrir sem gegna trúnaðarstörfum allra félaganna beri ekki hag félagsmanna fyrir brjósti og vinni ekki í þágu þeirra. Til að ljúka þessu langar mér að senda styrk til þess starfsfólks sem hefur þurft að líða andlegt ofbeldi, gaslýsingar og linnulausar árásir. Frásagnir og vitnisburðir starfsfólks sem maður hefur talað við eða lesið um eru hræðilegar. Það gerði allt sem í þeirra valdi stóð til þess að vinna með og bæta vinnustaðinn innanhúss. Þeim var launað með herskáustu árás sem hefur átt sér stað á íslenskum vinnumarkaði og er það sorglegt að hún gerist innan verkalýðshreyfingarinnar. Þrátt fyrir þetta allt er ég er bjartsýnn á framtíð hreyfingarinnar og enginn efi er um að við munum halda áfram kröftugu starfi í þágu launafólks. Höfundur starfar innan hreyfingarinnar. Tengd skjöl Verkamaður_-_Hagstofa_Íslands_-_LokaXLSX47KBSækja skjal
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Jólaskreytingafyllerí: Eru takmörk fyrir því hversu langt má ganga í jólaskreytingum? Hildur Ýr Viðarsdóttir Skoðun
Samviskufrelsi heilbrigðisstarfsmanna ekki vandamál þegar kemur að dánaraðstoð Ingrid Kuhlman Skoðun
Skoðun Samviskufrelsi heilbrigðisstarfsmanna ekki vandamál þegar kemur að dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Jólaskreytingafyllerí: Eru takmörk fyrir því hversu langt má ganga í jólaskreytingum? Hildur Ýr Viðarsdóttir skrifar
Skoðun Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar
Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Jólaskreytingafyllerí: Eru takmörk fyrir því hversu langt má ganga í jólaskreytingum? Hildur Ýr Viðarsdóttir Skoðun
Samviskufrelsi heilbrigðisstarfsmanna ekki vandamál þegar kemur að dánaraðstoð Ingrid Kuhlman Skoðun