Leiknum lauk með 2-2 jafntefli en lengi vel stefndi í óvæntan sigur heimamanna.
Brasilíumaðurinn Vagner Love, sem gekk nýverið í raðir Midtjylland, bjargaði stigi fyrir liðið með því að skora jöfnunarmark þegar þrjár mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma.
Engu að síður svekkjandi úrslit fyrir Midtjylland sem er í harðri baráttu við FCK um toppsætið og er nú þremur stigum á eftir Kaupmannahafnarliðinu.