Vaktin: Telja að Rússar muni brátt reyna að stöðva vopnasendingar til Úkraínu Hólmfríður Gísladóttir, Eiður Þór Árnason, Samúel Karl Ólason og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 7. mars 2022 19:50 Úkraínskir hermenn á æfingu í janúar. Hermaðurinn fyrir miðju er með svokallaða NLAW-eldflaug sem hönnuð er til að granda skriðdrekum. AP/Pavlo Palamarchuk „Ef hann verður ekki stöðvaður í Úkraínu mun hann ekki láta staðar numið þar,“ sagði Gitanas Nauseda, forseti Litháen, við utanríkisráðherra Bandaríkjanna þegar þeir funduðu í dag um innrás Rússa í Úkraínu. „Árás á einn er árás á alla,“ var svar Antony Blinken. Erlendir miðlar segja Rússa hafa boðað til tímabundis vopnahlés í dag til að greiða fyrir brottflutningi íbúa frá Kænugarði, Maríupól, Kharkív og Súmí. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist áfram með stöðu mála í Úkraínu. Helstu vendingar: Ríki NATO hafa, ásamt öðrum, sent meira en sautján þúsund eldflaugar sem hannaðar eru til að granda skriðdrekum til Úkraínu. Sérfræðingar telja að Rússar muni brátt beita sér gegn þessum vopnasendingum. Bandaríkjamenn ræða við Pólverja um það að útvega þeim nýjar F-16 orrustuþotur og í staðinn myndu Pólverjar senda gamlar MIG-29 þotur til Úkraínumanna. Rússar virðast ætla að stýra ferðum fólks á flótta. Íbúar í Maríupól og Súmí munu geta valið að fara til Rússlands eða annarra borga í Úkraínu, íbúar í Kænugarði til Hvíta-Rússlands og leiðin frá Kharkív mun liggja til Rússlands. Rússar eru sagðir hafa gert árás á borgina Mykólaív í suðurhluta Úkraínu. Borgarstjórinn borgarinnar segir skotmörk Rússa hafa verið íbúðabyggð. Breska varnarmálaráðuneytið segir rússneskar hersveitir hafa þokast lítið áfram um helgina og það sé afar ólíklegt að innrásaráætlun Rússa sé að ganga eftir. Úkraínski herinn segir Rússa hafa gert árásir á skotmörk í Úkraínu frá Hvíta Rússlandi. Þarlend stjórnvöld hafa ítrekað neitað því að vera viðriðin átökin. Sendinefndir Rússa og Úkraínumanna funduðu í dag, án mikils árangurs. Utanríkisráðherrar ríkjanna hyggjast svo funda í Tyrklandi á fimmtudag. Hér má finna vakt gærdagsins. Staðan í Úkraínu.Vísir
Erlendir miðlar segja Rússa hafa boðað til tímabundis vopnahlés í dag til að greiða fyrir brottflutningi íbúa frá Kænugarði, Maríupól, Kharkív og Súmí. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist áfram með stöðu mála í Úkraínu. Helstu vendingar: Ríki NATO hafa, ásamt öðrum, sent meira en sautján þúsund eldflaugar sem hannaðar eru til að granda skriðdrekum til Úkraínu. Sérfræðingar telja að Rússar muni brátt beita sér gegn þessum vopnasendingum. Bandaríkjamenn ræða við Pólverja um það að útvega þeim nýjar F-16 orrustuþotur og í staðinn myndu Pólverjar senda gamlar MIG-29 þotur til Úkraínumanna. Rússar virðast ætla að stýra ferðum fólks á flótta. Íbúar í Maríupól og Súmí munu geta valið að fara til Rússlands eða annarra borga í Úkraínu, íbúar í Kænugarði til Hvíta-Rússlands og leiðin frá Kharkív mun liggja til Rússlands. Rússar eru sagðir hafa gert árás á borgina Mykólaív í suðurhluta Úkraínu. Borgarstjórinn borgarinnar segir skotmörk Rússa hafa verið íbúðabyggð. Breska varnarmálaráðuneytið segir rússneskar hersveitir hafa þokast lítið áfram um helgina og það sé afar ólíklegt að innrásaráætlun Rússa sé að ganga eftir. Úkraínski herinn segir Rússa hafa gert árásir á skotmörk í Úkraínu frá Hvíta Rússlandi. Þarlend stjórnvöld hafa ítrekað neitað því að vera viðriðin átökin. Sendinefndir Rússa og Úkraínumanna funduðu í dag, án mikils árangurs. Utanríkisráðherrar ríkjanna hyggjast svo funda í Tyrklandi á fimmtudag. Hér má finna vakt gærdagsins. Staðan í Úkraínu.Vísir
Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Úkraína Rússland Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira