Ellefu MR-ingar röðuðu sér í sautján efstu sætin Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. mars 2022 11:05 Keppendur í húsakynnum HR um helgina þegar gögnin voru afhent. Aðsend Ellefu nemendur við Menntaskólann í Reykjavík höfnuðu í efstu sautján sætunum í Stærðfræðikeppni framhaldsskólanema sem fram fór um helgina. Þrjátíu keppendur mættu til leiks og fór svo að Benedikt Vilji Magnússon úr MR sigraði með 52 stigum af 60 mögulegum. Í 2. sæti var Sverrir Hákonarson, nemandi við Verzlunarskóla Íslands, með 49 stig, í 3. sæti með 40 stig var Selma Rebekka Kattoll úr Menntaskólanum í Reykjavík og í 4. sæti með 39 stig var Ragna María Sverrisdóttir úr Verzlunarskóla Íslands. Nemendur í 17 efstu sætunum munu taka þátt í Norrænu stærðfræðikeppninni fyrir Íslands hönd þann 4. apríl næstkomandi. Til að taka þátt í Ólympíukeppninni í stærðfræði þurfa nemendur að standa sig vel í forkeppni og vera yngri en 20 ára þegar keppnin fer fram í júlí. Þremur nemendum hefur nú þegar verið boðið að taka sæti í sex manna liði Íslands fyrir Ólympíukeppnina í Osló í Noregi í ár en það eru þau Benedikt Vilji, Sverrir og Ragna María. Selma Rebekka verður því miður nýorðin tvítug þegar keppnin fer fram. Ragna María er á fyrsta ári í Verzlunarskólanum og verður spennandi að fylgjast með henni í framtíðinni. Hvaða þrír nemendur til viðbótar bætast í sex manna lið Íslands mun ráðast að lokinni Norrænu keppninni. Það getur verið gott að gæða sér á skúffuköku og mjólk á milli þess sem hann reiknar stærðfræði.Aðsend Úrslit voru tilkynnt í verðlaunahófi í Háskólanum í Reykjavík sunnudaginn 6. mars. Farið var yfir stærðfræðikeppnisárið og viðurkenningar afhentar, en efstu keppendur hlutu auk þess peningaverðlaun; 50 þúsund fyrir 1. sæti, 30 þúsund fyrir 2. sæti og 20 þúsund fyrir 3. sæti. Keppnin er undirbúin í sjálfboðaliðastarfi nefndar á vegum Stærðfræðafélags Íslands og Félags raungreinakennara og fyrir úrslitakeppnina lagði Háskólinn í Reykjavík til húsnæði og kaffiveitingar. Alls 215 nemendur víðs vegar af landinu úr 16 framhaldsskólum tóku þátt í forkeppninni í ár, en þeim rétt rúmlega fjörutíu sem bestum árangri náðu þá var boðið til leiks í úrslitum. Hafa þeir nemendur fengið send æfingardæmi í vetur, til undirbúnings fyrir úrslitarimmuna. Lokakeppnin samanstóð af sex verkefnum sem nemendur fengu fjóra tíma til að glíma við. Bestum árangri náðu þau í dæmi 3 en það var á þessa leið: Hver er mesti fjöldi búta sem fæst þegar hringskífu er skipt með 6 beinum línum? Vitanlega þurfti rökstuðningur að fylgja svarinu. Í efstu 17 sætunum voru eftirfarandi nemendur sem taka munu þátt í Norrænu stærðfræðikeppninni þann fyrsta apríl: 1. Benedikt Vilji Magnússon - Menntaskólanum í Reykjavík 2. Sverrir Hákonarson - Verzlunarskóli Íslands 3. Selma Rebekka Kattoll - Menntaskólanum í Reykjavík 4. Ragna María Sverrisdóttir - Verzlunarskóli Íslands 5. Kirill Zolotuskiy - Menntaskólanum í Reykjavík 6. Kristján Dagur Jónsson - Menntaskólanum í Reykjavík 7. Hrafnkell Hvanndal Halldórsson - Menntaskólanum í Reykjavík 8.-9. Gústav Nilsson - Verzlunarskóla Íslands 8.-9. Arnar Dór Vignisson - Menntaskólanum í Reykjavík 10. Viktor Már Guðmundsson - Menntaskólanum í Reykjavík 11. Einar Andri Víðisson - Menntaskólanum í Reykjavík 12.-14. Ísak Norðfjörð - Menntaskólanum í Reykjavík 12.-14. Freyr Víkingur Einarsson - Menntaskólanum við Hamrahlíð 12.-14. Ingi Hrannar-Pálmason - Menntaskólanum á Akureyri 15.-16. Veigar Elí Grétarsson - Verzlunarskóla Íslands 15.-16. Matthías Andri Hrafnkelsson - Menntaskólanum í Reykjavík 17. Matthildur Peta Jónsdóttir - Menntaskólanum í Reykjavík Skóla - og menntamál Framhaldsskólar Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Kardínálarnir hittast til að skipuleggja útför Frans páfa Erlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Fleiri fréttir Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Sjá meira
Í 2. sæti var Sverrir Hákonarson, nemandi við Verzlunarskóla Íslands, með 49 stig, í 3. sæti með 40 stig var Selma Rebekka Kattoll úr Menntaskólanum í Reykjavík og í 4. sæti með 39 stig var Ragna María Sverrisdóttir úr Verzlunarskóla Íslands. Nemendur í 17 efstu sætunum munu taka þátt í Norrænu stærðfræðikeppninni fyrir Íslands hönd þann 4. apríl næstkomandi. Til að taka þátt í Ólympíukeppninni í stærðfræði þurfa nemendur að standa sig vel í forkeppni og vera yngri en 20 ára þegar keppnin fer fram í júlí. Þremur nemendum hefur nú þegar verið boðið að taka sæti í sex manna liði Íslands fyrir Ólympíukeppnina í Osló í Noregi í ár en það eru þau Benedikt Vilji, Sverrir og Ragna María. Selma Rebekka verður því miður nýorðin tvítug þegar keppnin fer fram. Ragna María er á fyrsta ári í Verzlunarskólanum og verður spennandi að fylgjast með henni í framtíðinni. Hvaða þrír nemendur til viðbótar bætast í sex manna lið Íslands mun ráðast að lokinni Norrænu keppninni. Það getur verið gott að gæða sér á skúffuköku og mjólk á milli þess sem hann reiknar stærðfræði.Aðsend Úrslit voru tilkynnt í verðlaunahófi í Háskólanum í Reykjavík sunnudaginn 6. mars. Farið var yfir stærðfræðikeppnisárið og viðurkenningar afhentar, en efstu keppendur hlutu auk þess peningaverðlaun; 50 þúsund fyrir 1. sæti, 30 þúsund fyrir 2. sæti og 20 þúsund fyrir 3. sæti. Keppnin er undirbúin í sjálfboðaliðastarfi nefndar á vegum Stærðfræðafélags Íslands og Félags raungreinakennara og fyrir úrslitakeppnina lagði Háskólinn í Reykjavík til húsnæði og kaffiveitingar. Alls 215 nemendur víðs vegar af landinu úr 16 framhaldsskólum tóku þátt í forkeppninni í ár, en þeim rétt rúmlega fjörutíu sem bestum árangri náðu þá var boðið til leiks í úrslitum. Hafa þeir nemendur fengið send æfingardæmi í vetur, til undirbúnings fyrir úrslitarimmuna. Lokakeppnin samanstóð af sex verkefnum sem nemendur fengu fjóra tíma til að glíma við. Bestum árangri náðu þau í dæmi 3 en það var á þessa leið: Hver er mesti fjöldi búta sem fæst þegar hringskífu er skipt með 6 beinum línum? Vitanlega þurfti rökstuðningur að fylgja svarinu. Í efstu 17 sætunum voru eftirfarandi nemendur sem taka munu þátt í Norrænu stærðfræðikeppninni þann fyrsta apríl: 1. Benedikt Vilji Magnússon - Menntaskólanum í Reykjavík 2. Sverrir Hákonarson - Verzlunarskóli Íslands 3. Selma Rebekka Kattoll - Menntaskólanum í Reykjavík 4. Ragna María Sverrisdóttir - Verzlunarskóli Íslands 5. Kirill Zolotuskiy - Menntaskólanum í Reykjavík 6. Kristján Dagur Jónsson - Menntaskólanum í Reykjavík 7. Hrafnkell Hvanndal Halldórsson - Menntaskólanum í Reykjavík 8.-9. Gústav Nilsson - Verzlunarskóla Íslands 8.-9. Arnar Dór Vignisson - Menntaskólanum í Reykjavík 10. Viktor Már Guðmundsson - Menntaskólanum í Reykjavík 11. Einar Andri Víðisson - Menntaskólanum í Reykjavík 12.-14. Ísak Norðfjörð - Menntaskólanum í Reykjavík 12.-14. Freyr Víkingur Einarsson - Menntaskólanum við Hamrahlíð 12.-14. Ingi Hrannar-Pálmason - Menntaskólanum á Akureyri 15.-16. Veigar Elí Grétarsson - Verzlunarskóla Íslands 15.-16. Matthías Andri Hrafnkelsson - Menntaskólanum í Reykjavík 17. Matthildur Peta Jónsdóttir - Menntaskólanum í Reykjavík
Skóla - og menntamál Framhaldsskólar Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Kardínálarnir hittast til að skipuleggja útför Frans páfa Erlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Fleiri fréttir Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent