Ísraelar segja viðræður um vopnahlé þokast í rétta átt Hólmfríður Gísladóttir skrifar 9. mars 2022 13:30 Átökin hafa nú þegar kostað þúsundir manns lífið. epa/Vasyl Zhlobsky Axios hefur eftir háttsettum ísraelskum embættismönnum að viðræður milli Rússa og Úkraínumanna um vopnahlé þokist í rétta átt. Báðir eru sagðir hafa slakað á í afstöðu sinni en utanríkisráðherrar ríkjanna funda í Tyrkalandi á morgun. Heimildarmennirnir, sem Axios segir þekkja vel til viðræðanna, segja breytingu hafa átt sér stað á síðustu 24 klukkustundum; Rússar hafi sagst aðeins vilja afvopna Donbas-héruðin og að Úkraínumenn séu ef til vill reiðubúnir til að hverfa frá möguleikanum á inngöngu í Nató. Vladimir Pútín Rússlandsforseti hafði áður gert það að kröfu að Úkraína afvopnaðist algjörlega og ýjaði að því að koma þyrfti á nýrri stjórn í landinu. Talsmaður stjórnvalda í Moskvu sagði hins vegar í morgun að Rússar gerðu ekki kröfu um að Úkraínustjórn færi frá. Ísraelarnir segja að það verði erfitt fyrir Vólódímír Selenskí, forseta Úkraínu, að sætta sig við úrslitakosti Pútín en á hinn bóginn feli þeir ekki lengur í sér stjórnarskipti né neitt sem ógnar fullveldi landsins. Selenskí eigi tvo kosti í stöðunni; að kyngja ósigri varðandi Donbas-héruðin en binda enda á stríðsátökin eða hafna tilboði Rússa og taka áhættuna á þeim hörmulegu afleiðingum sem stríðið gæti haft í för með sér fyrir Úkraínumenn. Axios hefur eftir heimildarmönnum sínum að vesturveldin hyggist ekki þrýsta á Selenskí að velja annan kostinn fram yfir hinn en vara við því að ef sátt næst ekki nú, muni átökin taka nýja og grimmilegri stefnu. Ef marka má fregnir frá Úkraínu liggur nokkuð á að aðilar nái saman en rafmagn er farið af Tjernobyl-kjarnorkuverinu og hætta á mengun ef viðgerð fer ekki fram innan 48 klukkustunda. Umfjöllun Axios. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Ísrael Mest lesið Farþegaþota brotlenti og hafnaði á hvolfi Erlent Ekkert annað húsnæði komi til greina Innlent Ofbeldi í Breiðholtsskóla: Hélt að málið væri á réttri leið Innlent Evrópa þurfi að vígbúast Erlent Fella fjögurhundruð tré í von um að flugbraut fáist opnuð Innlent Vatnslögn rofnaði við Hörpu Innlent Athygli Bandaríkjanna beinist sífellt meira að Kína Innlent Sagðist ekki muna eftir árásinni en vissi að hann hefði gert eitthvað slæmt Innlent Ragna Árnadóttir hættir á þingi Innlent Fyrsti opinberlega samkynhneigði imaminn skotinn til bana Erlent Fleiri fréttir Farþegaþota brotlenti og hafnaði á hvolfi Evrópa þurfi að vígbúast Skynjar „nýja evrópska staðfestu og alvarleika“ fyrir fundinn í París Páfi sagður þarfnast frekari sjúkrahússlegu vegna sýkingar „Ferðamannaparadísin“ Gasa líklega rædd á fundi Rubio og krónprinsins Rubio mættur til Sádi-Arabíu og Lavrov segir Evrópu ekki eiga neitt erindi Blaðamenn AP í straffi hjá Hvíta húsinu vegna Mexíkóflóa Mette fulltrúi Norðurlanda á neyðarfundi í París Fyrsti opinberlega samkynhneigði imaminn skotinn til bana Reiðubúinn til að senda hermenn til Úkraínu Ísraelar fá sprengjur frá Bandaríkjunum Átján létust í troðningi Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Þremur gíslum sleppt en framtíð vopnahlésins óljós Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Ætla að sleppa þremur gíslum Húðskammaði ráðamenn í Evrópu Vara við fordæmalausu kynferðisofbeldi gegn börnum Leita í neyðarbirgðirnar til að knýja fram verðlækkun á hrísgrjónum Hótar hertum aðgerðum neiti Pútín að semja Segir Úkraínu enn á leið í NATO Segja nánast öllum nýjum starfsmönnum upp Sprengjudróni flaug á steinhvelfingu Tsjernobyl-versins Sjá meira
Heimildarmennirnir, sem Axios segir þekkja vel til viðræðanna, segja breytingu hafa átt sér stað á síðustu 24 klukkustundum; Rússar hafi sagst aðeins vilja afvopna Donbas-héruðin og að Úkraínumenn séu ef til vill reiðubúnir til að hverfa frá möguleikanum á inngöngu í Nató. Vladimir Pútín Rússlandsforseti hafði áður gert það að kröfu að Úkraína afvopnaðist algjörlega og ýjaði að því að koma þyrfti á nýrri stjórn í landinu. Talsmaður stjórnvalda í Moskvu sagði hins vegar í morgun að Rússar gerðu ekki kröfu um að Úkraínustjórn færi frá. Ísraelarnir segja að það verði erfitt fyrir Vólódímír Selenskí, forseta Úkraínu, að sætta sig við úrslitakosti Pútín en á hinn bóginn feli þeir ekki lengur í sér stjórnarskipti né neitt sem ógnar fullveldi landsins. Selenskí eigi tvo kosti í stöðunni; að kyngja ósigri varðandi Donbas-héruðin en binda enda á stríðsátökin eða hafna tilboði Rússa og taka áhættuna á þeim hörmulegu afleiðingum sem stríðið gæti haft í för með sér fyrir Úkraínumenn. Axios hefur eftir heimildarmönnum sínum að vesturveldin hyggist ekki þrýsta á Selenskí að velja annan kostinn fram yfir hinn en vara við því að ef sátt næst ekki nú, muni átökin taka nýja og grimmilegri stefnu. Ef marka má fregnir frá Úkraínu liggur nokkuð á að aðilar nái saman en rafmagn er farið af Tjernobyl-kjarnorkuverinu og hætta á mengun ef viðgerð fer ekki fram innan 48 klukkustunda. Umfjöllun Axios.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Ísrael Mest lesið Farþegaþota brotlenti og hafnaði á hvolfi Erlent Ekkert annað húsnæði komi til greina Innlent Ofbeldi í Breiðholtsskóla: Hélt að málið væri á réttri leið Innlent Evrópa þurfi að vígbúast Erlent Fella fjögurhundruð tré í von um að flugbraut fáist opnuð Innlent Vatnslögn rofnaði við Hörpu Innlent Athygli Bandaríkjanna beinist sífellt meira að Kína Innlent Sagðist ekki muna eftir árásinni en vissi að hann hefði gert eitthvað slæmt Innlent Ragna Árnadóttir hættir á þingi Innlent Fyrsti opinberlega samkynhneigði imaminn skotinn til bana Erlent Fleiri fréttir Farþegaþota brotlenti og hafnaði á hvolfi Evrópa þurfi að vígbúast Skynjar „nýja evrópska staðfestu og alvarleika“ fyrir fundinn í París Páfi sagður þarfnast frekari sjúkrahússlegu vegna sýkingar „Ferðamannaparadísin“ Gasa líklega rædd á fundi Rubio og krónprinsins Rubio mættur til Sádi-Arabíu og Lavrov segir Evrópu ekki eiga neitt erindi Blaðamenn AP í straffi hjá Hvíta húsinu vegna Mexíkóflóa Mette fulltrúi Norðurlanda á neyðarfundi í París Fyrsti opinberlega samkynhneigði imaminn skotinn til bana Reiðubúinn til að senda hermenn til Úkraínu Ísraelar fá sprengjur frá Bandaríkjunum Átján létust í troðningi Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Þremur gíslum sleppt en framtíð vopnahlésins óljós Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Ætla að sleppa þremur gíslum Húðskammaði ráðamenn í Evrópu Vara við fordæmalausu kynferðisofbeldi gegn börnum Leita í neyðarbirgðirnar til að knýja fram verðlækkun á hrísgrjónum Hótar hertum aðgerðum neiti Pútín að semja Segir Úkraínu enn á leið í NATO Segja nánast öllum nýjum starfsmönnum upp Sprengjudróni flaug á steinhvelfingu Tsjernobyl-versins Sjá meira