Telja Úkraínumenn geta haldið aftur af Rússum við Kænugarð Samúel Karl Ólason skrifar 10. mars 2022 23:55 Úkraínskir hermenn og flóttafólk á ferðinni nærri Kænugarði. AP/Efrem Lukatsky Þó þeir hafi sótt lítillega fram í dag er sókn Rússa að Kænugarði talin vera strand, ef svo má að orði komast. Hugveitan Institute for the Study of War segir auknar líkur á því að Úkraínumenn geti varist sókn Rússa að höfuðborginni, áður en þeim tekst að umkringja hana. Þrátt fyrir að rússneski herinn hafi varið nokkrum dögum í endurskipulagningu og birgðadreifingu norður af Kænugarði, stöðvuðu Úkraínumenn sóknir þeirra á síðustu dögum og segir ISW það til marks um að raunveruleg geta heraflans á svæðinu sé minni en fjöldi hermanna gefi í skyn. Þá eru Úkraínumenn sagðir hafa valdið rússneskri skriðdreka-herdeild miklum skaða austur af Kænugarði í dag. Hér má sjá myndefni frá Radio Free Europe sem á að hafa verið tekið eftir að Úkraínumenn sigruðu herdeildina sem nefnd er hér að ofan. Svipaða sögu er að segja af sóknum Rússa að Tsjernihív og Súmí, samkvæmt ISW, og gengur þeim lítið að sækja fram þar. Rússum hefur heldur ekki tekist að sækja fram hjá Míkolaív í suðurhluta-Úkraínu og ná fótfestu á vesturbakka árinnar sem borgin stendur við. ISW telur þó að Rússar geti gert öflugar sóknir í Suður- og Austur-Úkraínu á komandi dögum en óljóst sé hvort það geti skilað miklum árangri, sé mið tekið af frammistöðu rússneska hersins hingað til. Ennfremur segir í greiningu hugveitunnar að flugher og loftvarnir Úkraínumanna hafi komið verulega niður á fremstu sveitum Rússa. Flugher Rússland geti ekki stutt þær og því séu þær viðkvæmar gagnvart loftárásum og stórskotaliðsárásum Úkraínumanna. The likelihood is increasing that #Ukrainian forces could fight to a standstill the #Russian ground forces attempting to encircle and take #Kyiv. Read the latest report from @TheStudyofWar and @criticalthreats https://t.co/wD6Mq7Lhj3 pic.twitter.com/bfBpmtBszg— ISW (@TheStudyofWar) March 10, 2022 Embættismenn í Bandaríkjunum sögðu blaðamönnum í kvöld að enn sem komið er hefðu Rússar ekki gert tilraunir til að stöðva vopnasendingar til Úkraínumanna. Þær eru margar og virðist hafa fjölgað. Ekki er búist við því að Rússar láti þær sig engu varða til lengdar. Sjá enga lausn Þá segjast embættismenn beggja vegna við Atlantshafið ekki sjá fyrir endann á átökunum í Úkraínu. Þetta sögðu þeir í samtali við Washington Post og eru langvarandi átök talin það líklegasta í stöðunni. Þeim munu fylgja tilheyrandi eyðilegging og dauðsföll en Rússar sitja nú um nokkrar borgir Úkraínu og eru sagðir gera linnulausar loft- og stórskotaliðsárásir á þær. Hér að neðan má sjá annað myndband sem Radio Free Europe birti í kvöld. Það sýnir úkraínska hermenn gera gagnárás gegn Rússum norður af Kænugarði. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Flóttamenn Tengdar fréttir Hátt í tvö hundruð hafa boðið húsnæði fyrir flóttafólkið Landsmenn hafa keppst við að bjóða flóttafólki frá Úkraínu húsnæði eftir að opnað var fyrir skráningu hjá Fjölmenningarsetri í gær. 10. mars 2022 20:32 Átakanlegt viðtal: Úkraínumenn þjakaðir af samviskubiti gagnvart heimalandinu Úkraínskar mæðgur sem hafa búið hér á landi um árabil hafa hafið söfnun fyrir fólk í vanda í heimalandinu. 10. mars 2022 20:30 Martröð í Mariupol: Föllnum hrúgað í fjöldagröf milli sprengjuárása Íbúar í Mariupol í Úkraínu eru að niðurlotum komnir vegna stöðugra loftárása og skorts á öllum helstu lífsnauðsynjum. Á milli loftárása reynir fólk að ná sér í vatn úr brunnum og koma hinum látnu fyrir í fjöldagröfum. Engin handbær niðurstaða varð á fundi utanríkisráðherra Úkraínu og Rússlands í dag. 10. mars 2022 19:21 Rauði krossinn sendir 70 milljónir til mannúðaraðgerða í Úkraínu og nágrannaríkjum Rauði krossinn á Íslandi tilkynnti Alþjóða Rauða krossinum í gær um 70 milljónir króna til mannúðaraðstoðar í Úkraínu vegna átakanna þar í landi og til aðstoðar flóttafólki í nágrannaríkjum. Framlagið er afrakstur neyðarsöfnunar Rauða krossins þar sem nú hafa tæplega 40 milljónir króna safnast auk 30 milljóna króna framlags frá utanríkisráðuneytinu. 10. mars 2022 14:48 Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Innlent Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Innlent Kosningavaka Stöðvar 2 og Vísis Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Innlent Fleiri fréttir Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Sjá meira
Þrátt fyrir að rússneski herinn hafi varið nokkrum dögum í endurskipulagningu og birgðadreifingu norður af Kænugarði, stöðvuðu Úkraínumenn sóknir þeirra á síðustu dögum og segir ISW það til marks um að raunveruleg geta heraflans á svæðinu sé minni en fjöldi hermanna gefi í skyn. Þá eru Úkraínumenn sagðir hafa valdið rússneskri skriðdreka-herdeild miklum skaða austur af Kænugarði í dag. Hér má sjá myndefni frá Radio Free Europe sem á að hafa verið tekið eftir að Úkraínumenn sigruðu herdeildina sem nefnd er hér að ofan. Svipaða sögu er að segja af sóknum Rússa að Tsjernihív og Súmí, samkvæmt ISW, og gengur þeim lítið að sækja fram þar. Rússum hefur heldur ekki tekist að sækja fram hjá Míkolaív í suðurhluta-Úkraínu og ná fótfestu á vesturbakka árinnar sem borgin stendur við. ISW telur þó að Rússar geti gert öflugar sóknir í Suður- og Austur-Úkraínu á komandi dögum en óljóst sé hvort það geti skilað miklum árangri, sé mið tekið af frammistöðu rússneska hersins hingað til. Ennfremur segir í greiningu hugveitunnar að flugher og loftvarnir Úkraínumanna hafi komið verulega niður á fremstu sveitum Rússa. Flugher Rússland geti ekki stutt þær og því séu þær viðkvæmar gagnvart loftárásum og stórskotaliðsárásum Úkraínumanna. The likelihood is increasing that #Ukrainian forces could fight to a standstill the #Russian ground forces attempting to encircle and take #Kyiv. Read the latest report from @TheStudyofWar and @criticalthreats https://t.co/wD6Mq7Lhj3 pic.twitter.com/bfBpmtBszg— ISW (@TheStudyofWar) March 10, 2022 Embættismenn í Bandaríkjunum sögðu blaðamönnum í kvöld að enn sem komið er hefðu Rússar ekki gert tilraunir til að stöðva vopnasendingar til Úkraínumanna. Þær eru margar og virðist hafa fjölgað. Ekki er búist við því að Rússar láti þær sig engu varða til lengdar. Sjá enga lausn Þá segjast embættismenn beggja vegna við Atlantshafið ekki sjá fyrir endann á átökunum í Úkraínu. Þetta sögðu þeir í samtali við Washington Post og eru langvarandi átök talin það líklegasta í stöðunni. Þeim munu fylgja tilheyrandi eyðilegging og dauðsföll en Rússar sitja nú um nokkrar borgir Úkraínu og eru sagðir gera linnulausar loft- og stórskotaliðsárásir á þær. Hér að neðan má sjá annað myndband sem Radio Free Europe birti í kvöld. Það sýnir úkraínska hermenn gera gagnárás gegn Rússum norður af Kænugarði.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Flóttamenn Tengdar fréttir Hátt í tvö hundruð hafa boðið húsnæði fyrir flóttafólkið Landsmenn hafa keppst við að bjóða flóttafólki frá Úkraínu húsnæði eftir að opnað var fyrir skráningu hjá Fjölmenningarsetri í gær. 10. mars 2022 20:32 Átakanlegt viðtal: Úkraínumenn þjakaðir af samviskubiti gagnvart heimalandinu Úkraínskar mæðgur sem hafa búið hér á landi um árabil hafa hafið söfnun fyrir fólk í vanda í heimalandinu. 10. mars 2022 20:30 Martröð í Mariupol: Föllnum hrúgað í fjöldagröf milli sprengjuárása Íbúar í Mariupol í Úkraínu eru að niðurlotum komnir vegna stöðugra loftárása og skorts á öllum helstu lífsnauðsynjum. Á milli loftárása reynir fólk að ná sér í vatn úr brunnum og koma hinum látnu fyrir í fjöldagröfum. Engin handbær niðurstaða varð á fundi utanríkisráðherra Úkraínu og Rússlands í dag. 10. mars 2022 19:21 Rauði krossinn sendir 70 milljónir til mannúðaraðgerða í Úkraínu og nágrannaríkjum Rauði krossinn á Íslandi tilkynnti Alþjóða Rauða krossinum í gær um 70 milljónir króna til mannúðaraðstoðar í Úkraínu vegna átakanna þar í landi og til aðstoðar flóttafólki í nágrannaríkjum. Framlagið er afrakstur neyðarsöfnunar Rauða krossins þar sem nú hafa tæplega 40 milljónir króna safnast auk 30 milljóna króna framlags frá utanríkisráðuneytinu. 10. mars 2022 14:48 Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Innlent Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Innlent Kosningavaka Stöðvar 2 og Vísis Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Innlent Fleiri fréttir Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Sjá meira
Hátt í tvö hundruð hafa boðið húsnæði fyrir flóttafólkið Landsmenn hafa keppst við að bjóða flóttafólki frá Úkraínu húsnæði eftir að opnað var fyrir skráningu hjá Fjölmenningarsetri í gær. 10. mars 2022 20:32
Átakanlegt viðtal: Úkraínumenn þjakaðir af samviskubiti gagnvart heimalandinu Úkraínskar mæðgur sem hafa búið hér á landi um árabil hafa hafið söfnun fyrir fólk í vanda í heimalandinu. 10. mars 2022 20:30
Martröð í Mariupol: Föllnum hrúgað í fjöldagröf milli sprengjuárása Íbúar í Mariupol í Úkraínu eru að niðurlotum komnir vegna stöðugra loftárása og skorts á öllum helstu lífsnauðsynjum. Á milli loftárása reynir fólk að ná sér í vatn úr brunnum og koma hinum látnu fyrir í fjöldagröfum. Engin handbær niðurstaða varð á fundi utanríkisráðherra Úkraínu og Rússlands í dag. 10. mars 2022 19:21
Rauði krossinn sendir 70 milljónir til mannúðaraðgerða í Úkraínu og nágrannaríkjum Rauði krossinn á Íslandi tilkynnti Alþjóða Rauða krossinum í gær um 70 milljónir króna til mannúðaraðstoðar í Úkraínu vegna átakanna þar í landi og til aðstoðar flóttafólki í nágrannaríkjum. Framlagið er afrakstur neyðarsöfnunar Rauða krossins þar sem nú hafa tæplega 40 milljónir króna safnast auk 30 milljóna króna framlags frá utanríkisráðuneytinu. 10. mars 2022 14:48