Frá þorrablóti Grafarvogs um helgina.Alexander Hugi Jósepsson
Þorrablót Fjölnis í Grafarvogi fór fram um helgina. Einvala lið tónlistarfólks skemmti Fjölnisfólki í Egilshöll en þorrablótin í Grafarvogi undanfarin ár hafa vakið mikla lukku.
Fullt var út úr dyrum á Þorrablótinu og um 900 gestir dönsuðu fram á nótt á þessu síðbúna blóti.
Ágústa Johnson í Hreyfingu og Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfisráðherra voru á meðal gesta en Guðlaugur var á sínum tíma formaður Fjölnis. Stórsöngvarinn Jóhann Friðgeir Valdimarsson var á svæðinu sem og Jóhannes Kristjánsson eftirherma.
Alþingiskonan Diljá Mist Einarsdóttir var á svæðinu ásamt Ragnhildi Öldu Vilhjálmsdóttur sem er í baráttu um oddvitasæti hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík. Pólitískan áróður mátti sjá á svæðinu en stuðningsfólk Valgerðar Sigurðardóttur, sem býður fram í þriðja sæti hjá flokknum í borginni, skartaði bolum til stuðnings sinnar konu - eins og sjá má á myndunum að neðan.
Alexander Hugi Jósepsson
Á meðal þeirra sem komu fram á þessum viðburði voru Regína Ósk, Selma Björns, Magni, Hreimur, Eyfi, Stefán Hilmarsson, Auðunn Blöndal og Steindi.
Söngdívurnar Selma Björns og Regína Ósk sáu um að koma fólki í dansgír.Alexander Hugi Jósepsson
Alexander Hugi Jósepsson ljósmyndari var á staðnum og tók skemmtilegar hópmyndir af gestum og auðvitað líka af listamönnunum sem stigu á svið.
Frá Þorrablóti Fjölnis.Alexander Hugi Jósepsson
Fleiri myndir frá þessum viðburði má sjá í myndaalbúminu hér fyrir neðan.
Mörg hundruð manns skemmtu sér inn í nóttina í DHL-höllinni, íþróttahúsi KR-inga, á árlegu þorrablóti. Þrátt fyrir að til veislunnar hefði verið boðað með skömmum fyrirvara fjölmenntu Vesturbæingar og skemmtu sér konunglega.
Eins og fór ekki framhjá neinum þá voru úrslit Söngvakeppninnar á laugardag og Íslendingar völdu framlag landsins til Eurovision í maí. Elín, Sigga og Beta Eyþórsdættur stóðu uppi sem sigurvegarar með lagið Með hækkandi sól.