Vilja nú fjörutíu milljónum meira fyrir hús sem var keypt í júlí Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 16. mars 2022 12:58 Eignin er í slæmu ásigkomulagi en hefur þó hækkað um rúmar tuttugu milljónir króna í verði frá því hún var sett á sölu í október. Vísir/Vilhelm Hús á Lindarbraut á Seltjarnarnesi, sem hefur verið á sölu í fimm mánuði, hefur hækkað um rúmar tuttugu milljónir króna í verði frá því það var sett á sölu. Húsið er 183,4 fermetrar og er til sölu fyrir 192 milljónir króna. Húsið var fyrst sett á sölu í október og var uppsett verð 170 milljónir. Húsið var byggt árið 1973 og eru þar fimm svefnherbergi, þvottahús og bílskúr, þar sem gert er ráð fyrir tveimur stúdíóíbúðum. Um er að ræða einbýlishús á einni hæð. Fermetraverð hússins var um 927 þúsund krónur á hvern fermetra í október en er nú komið upp í tæpar 1,05 milljónir króna. Skráningu hússins á fasteignavef Vísis fylgja ekki myndir innan úr húsinu, en nokkrar utan af því. Eins og sjá má á myndinni þarfnast eignin töluverðs viðhalds.Vísir/Vilhelm Vísir fjallaði um söluna í október og sagði þá í auglýsingunni að öll eignin þarfnaðist endurbóta, garðurinn væri í órækt og áhugasamir hvattir til ítarlegrar skoðunar á eigininni. Í nýrri auglýsingu segir að kominn sé tími á ýmist viðhald á eigninni. Netverjar hafa einhverjir furðað sig á hækkuninni, enda einsdæmi að hús sem ekki selst og er í slæmu ásigkomulagi hækki svo mikið í verði á svo stuttum tíma. Þetta er svo furðulegt. Það þarf greinilega að taka þetta hús allt í gegn. Ég væri svo til í að vita hvað gengur á þarna. Húsið selst ekki. Best að hækka verðið. Repeat.— Theodór Ingi (@TeddiLeBig) March 15, 2022 Athygli er vakin á því í umræðu á Twitter að eigandi hússins keypti það í júlí í fyrra. Þá var kaupverðið 156 milljónir króna. Verðið hefur því hækkað um 36 milljónir frá því í júlí 2021. „Ég tek eftir því að þetta hús kemur aftur og aftur inn og er alltaf að hækka í verði,“ segir Theódór Ingi Ólafsson áhugamaður um fasteignir í samtali við Vísi. Hann segist ekki hafa tekið eftir því að aðrar eignir hafi hækkað svo í verði þrátt fyrir að hafa ekki selst. „Yfirleitt þegar íbúðir og hús hafa verið lengi á sölu finnst mér þær yfirleitt lækka í verði eftir því sem tíminn líður,“ segir Theódór. „Sérstaklega hús í slæmu ásigkomulagi.“ Hér má sjá auglýsinguna sem var tekin út eftir að fréttastofa hafði samband við fasteignasalann.Vísir/skjáskot Fréttastofa leitaði svara um hækkandi verð eignarinnar hjá fasteignasalanum, sem tók eignina út af fasteignavefnum samstundis. Fasteignamarkaður Seltjarnarnes Tengdar fréttir Vísitala íbúðaverðs hækkað um 22,5 prósent síðastliðið ár Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu var 844,0 stig í febrúar og hækkar um 2,5% á milli mánaða. Þetta er meiri hækkun en í janúar og desember þegar vísitalan hækkaði um 1,7% og 1,8% frá fyrri mánuði. 15. mars 2022 18:20 Sigvaldahús í Skerjafirði á markaði í tæpt ár hefur lækkað um sextíu milljónir Einbýlishús við Skildinganes í Skerjafirði, sem var teiknað af Sigvalda Thordarson arkítekt, hefur verið á sölu síðan í maí í fyrra og hefur ásett verð lækkað um 57 milljónir króna. 9. mars 2022 22:31 Kalla eftir róttækum breytingum til að hraða uppbyggingu íbúða Ef ætlunin er að byggja meira en 3.500 íbúðir á ári til þess að svala árlegri íbúðaþörf þarf grundvallarbreytingu í meðferð skipulagsmála og mikla einföldun á regluverki. Skipulagsferlar, eins og þeir eru í dag, koma í veg fyrir að byggðar verði nægilega margar íbúðir á næstu árum. 9. mars 2022 17:27 Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Flóðin á Spáni hafa áhrif á jólahefð Íslendinga Fékk 542 þúsund króna rukkun fyrir hreindýrakjötið Sektuð vegna fullyrðinga um aukinn hárvöxt og minni hrukkur EasyJet lengir flugtímabil frá London til Akureyrar Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Sjá meira
Húsið var fyrst sett á sölu í október og var uppsett verð 170 milljónir. Húsið var byggt árið 1973 og eru þar fimm svefnherbergi, þvottahús og bílskúr, þar sem gert er ráð fyrir tveimur stúdíóíbúðum. Um er að ræða einbýlishús á einni hæð. Fermetraverð hússins var um 927 þúsund krónur á hvern fermetra í október en er nú komið upp í tæpar 1,05 milljónir króna. Skráningu hússins á fasteignavef Vísis fylgja ekki myndir innan úr húsinu, en nokkrar utan af því. Eins og sjá má á myndinni þarfnast eignin töluverðs viðhalds.Vísir/Vilhelm Vísir fjallaði um söluna í október og sagði þá í auglýsingunni að öll eignin þarfnaðist endurbóta, garðurinn væri í órækt og áhugasamir hvattir til ítarlegrar skoðunar á eigininni. Í nýrri auglýsingu segir að kominn sé tími á ýmist viðhald á eigninni. Netverjar hafa einhverjir furðað sig á hækkuninni, enda einsdæmi að hús sem ekki selst og er í slæmu ásigkomulagi hækki svo mikið í verði á svo stuttum tíma. Þetta er svo furðulegt. Það þarf greinilega að taka þetta hús allt í gegn. Ég væri svo til í að vita hvað gengur á þarna. Húsið selst ekki. Best að hækka verðið. Repeat.— Theodór Ingi (@TeddiLeBig) March 15, 2022 Athygli er vakin á því í umræðu á Twitter að eigandi hússins keypti það í júlí í fyrra. Þá var kaupverðið 156 milljónir króna. Verðið hefur því hækkað um 36 milljónir frá því í júlí 2021. „Ég tek eftir því að þetta hús kemur aftur og aftur inn og er alltaf að hækka í verði,“ segir Theódór Ingi Ólafsson áhugamaður um fasteignir í samtali við Vísi. Hann segist ekki hafa tekið eftir því að aðrar eignir hafi hækkað svo í verði þrátt fyrir að hafa ekki selst. „Yfirleitt þegar íbúðir og hús hafa verið lengi á sölu finnst mér þær yfirleitt lækka í verði eftir því sem tíminn líður,“ segir Theódór. „Sérstaklega hús í slæmu ásigkomulagi.“ Hér má sjá auglýsinguna sem var tekin út eftir að fréttastofa hafði samband við fasteignasalann.Vísir/skjáskot Fréttastofa leitaði svara um hækkandi verð eignarinnar hjá fasteignasalanum, sem tók eignina út af fasteignavefnum samstundis.
Fasteignamarkaður Seltjarnarnes Tengdar fréttir Vísitala íbúðaverðs hækkað um 22,5 prósent síðastliðið ár Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu var 844,0 stig í febrúar og hækkar um 2,5% á milli mánaða. Þetta er meiri hækkun en í janúar og desember þegar vísitalan hækkaði um 1,7% og 1,8% frá fyrri mánuði. 15. mars 2022 18:20 Sigvaldahús í Skerjafirði á markaði í tæpt ár hefur lækkað um sextíu milljónir Einbýlishús við Skildinganes í Skerjafirði, sem var teiknað af Sigvalda Thordarson arkítekt, hefur verið á sölu síðan í maí í fyrra og hefur ásett verð lækkað um 57 milljónir króna. 9. mars 2022 22:31 Kalla eftir róttækum breytingum til að hraða uppbyggingu íbúða Ef ætlunin er að byggja meira en 3.500 íbúðir á ári til þess að svala árlegri íbúðaþörf þarf grundvallarbreytingu í meðferð skipulagsmála og mikla einföldun á regluverki. Skipulagsferlar, eins og þeir eru í dag, koma í veg fyrir að byggðar verði nægilega margar íbúðir á næstu árum. 9. mars 2022 17:27 Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Flóðin á Spáni hafa áhrif á jólahefð Íslendinga Fékk 542 þúsund króna rukkun fyrir hreindýrakjötið Sektuð vegna fullyrðinga um aukinn hárvöxt og minni hrukkur EasyJet lengir flugtímabil frá London til Akureyrar Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Sjá meira
Vísitala íbúðaverðs hækkað um 22,5 prósent síðastliðið ár Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu var 844,0 stig í febrúar og hækkar um 2,5% á milli mánaða. Þetta er meiri hækkun en í janúar og desember þegar vísitalan hækkaði um 1,7% og 1,8% frá fyrri mánuði. 15. mars 2022 18:20
Sigvaldahús í Skerjafirði á markaði í tæpt ár hefur lækkað um sextíu milljónir Einbýlishús við Skildinganes í Skerjafirði, sem var teiknað af Sigvalda Thordarson arkítekt, hefur verið á sölu síðan í maí í fyrra og hefur ásett verð lækkað um 57 milljónir króna. 9. mars 2022 22:31
Kalla eftir róttækum breytingum til að hraða uppbyggingu íbúða Ef ætlunin er að byggja meira en 3.500 íbúðir á ári til þess að svala árlegri íbúðaþörf þarf grundvallarbreytingu í meðferð skipulagsmála og mikla einföldun á regluverki. Skipulagsferlar, eins og þeir eru í dag, koma í veg fyrir að byggðar verði nægilega margar íbúðir á næstu árum. 9. mars 2022 17:27