Katrín Tanja vildi ekki vera í liðinu hennar Anníe Mistar: Ekki rétti tíminn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. mars 2022 08:30 Katrín Tanja Davíðsdóttir skipti um þjálfara og breytti æfingum sínum. Hún ætlar sér enn meira en hún hefur afrekað á frábærum ferli sínum. Instagram/@katrintanja Katrín Tanja Davíðsdóttir og Anníe Mist Þórisdóttir eru bestu vinkonur en um leið hafa þær keppt á móti hvor annarri í mörg ár. Í ár gafst þeim tækifæri til að vinna saman í nýja liðinu hjá Anníe en Katrín Tanja var ekki tilbúin að stíga það skref á þessum tímapunkti. Katrín Tanja talaði um samband sitt og Anníe í viðtali við Morning Chalk Up sem og þá ákvörðun að halda áfram að keppa sem einstaklingur á heimsleikunum í CrossFit. Katrín er flutt heim til Íslands og farin að æfa með Anníe undir stjórn þjálfarans Jami Tikkanen hjá CrossFit Reykjavík. View this post on Instagram A post shared by Katri n Tanja Davi ðsdo ttir (@katrintanja) „Við höfum talað um það svo lengi að vera saman í liði og það er lítill draumur hjá okkur að ná að gera það saman,“ sagði Katrín Tanja. „Við erum í raun eins og lið og höfum stutt hvora aðra lengi. Við erum bestu vinkonur og þá líka fyrir utan íþróttina. Hún er besta vinkona mín í öllum heiminum,“ sagði Katrín. „Okkur þykir mjög vænt um hvor aðra og ég vil alveg eins mikið að hún nái árangri eins og ég. Það er mjög sérstakt samband sem við höfum og við erum í mjög erfiðri íþrótt. Að hafa einhvern sem styður þig svona og er líka að ganga í gegnum það sama og þú. Það er mjög sérstakt og ég mun aldrei taka því sem sjálfsögðum hlut,“ sagði Katrín. „Við höfum alltaf sagt að það væri svo gaman að keppa saman í liði en ég er ekki tilbúin í að skipta yfir í liðakeppnina strax. Mér finnst ég geta bætt mig svo mikið. Ef ég skipti yfir í liðakeppnina núna þá myndi ég alltaf vera að velta því fyrir mér hvað ég gæti hafa afrekað,“ sagði Katrín. Auðvitað má ekki heldur líta framhjá því að Anníe er fjórum árum eldri en Katrín Tanja og hefur keppt á ellefu heimsleikum eða tveimur fleiri en Katrín. Katrín Tanja og Anníe Mist.Skjámynd/Youtube „Það er eitt af því sem gerir mig svo spennta að vinna með Jami. Hann er svo öðruvísi og er að taka á svo mörgum hlutum hjá mér. Ekki bara líkamlegum heldur lítil smáatriði. Hann er ótrúlega klár og horfir á alla hluti. Hann er með allt aðra nálgun en ég er vön sem gerir mig svo spennta fyrir því hvað við getum gert saman. Ég verð að komast að því,“ sagði Katrín. Anníe Mist keppir ekki í einstaklingskeppninni í ár en náði samt bestum árangri allra íslensku CrossFit kvennanna á The Open. Hér fyrir ofan má sjá þann hluta viðtalsins sem Katrín talar um sig og Anníe Mist. CrossFit Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Fótbolti Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Handbolti Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Fleiri fréttir Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum „Eigum skilið að finna til“ Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Sjá meira
Katrín Tanja talaði um samband sitt og Anníe í viðtali við Morning Chalk Up sem og þá ákvörðun að halda áfram að keppa sem einstaklingur á heimsleikunum í CrossFit. Katrín er flutt heim til Íslands og farin að æfa með Anníe undir stjórn þjálfarans Jami Tikkanen hjá CrossFit Reykjavík. View this post on Instagram A post shared by Katri n Tanja Davi ðsdo ttir (@katrintanja) „Við höfum talað um það svo lengi að vera saman í liði og það er lítill draumur hjá okkur að ná að gera það saman,“ sagði Katrín Tanja. „Við erum í raun eins og lið og höfum stutt hvora aðra lengi. Við erum bestu vinkonur og þá líka fyrir utan íþróttina. Hún er besta vinkona mín í öllum heiminum,“ sagði Katrín. „Okkur þykir mjög vænt um hvor aðra og ég vil alveg eins mikið að hún nái árangri eins og ég. Það er mjög sérstakt samband sem við höfum og við erum í mjög erfiðri íþrótt. Að hafa einhvern sem styður þig svona og er líka að ganga í gegnum það sama og þú. Það er mjög sérstakt og ég mun aldrei taka því sem sjálfsögðum hlut,“ sagði Katrín. „Við höfum alltaf sagt að það væri svo gaman að keppa saman í liði en ég er ekki tilbúin í að skipta yfir í liðakeppnina strax. Mér finnst ég geta bætt mig svo mikið. Ef ég skipti yfir í liðakeppnina núna þá myndi ég alltaf vera að velta því fyrir mér hvað ég gæti hafa afrekað,“ sagði Katrín. Auðvitað má ekki heldur líta framhjá því að Anníe er fjórum árum eldri en Katrín Tanja og hefur keppt á ellefu heimsleikum eða tveimur fleiri en Katrín. Katrín Tanja og Anníe Mist.Skjámynd/Youtube „Það er eitt af því sem gerir mig svo spennta að vinna með Jami. Hann er svo öðruvísi og er að taka á svo mörgum hlutum hjá mér. Ekki bara líkamlegum heldur lítil smáatriði. Hann er ótrúlega klár og horfir á alla hluti. Hann er með allt aðra nálgun en ég er vön sem gerir mig svo spennta fyrir því hvað við getum gert saman. Ég verð að komast að því,“ sagði Katrín. Anníe Mist keppir ekki í einstaklingskeppninni í ár en náði samt bestum árangri allra íslensku CrossFit kvennanna á The Open. Hér fyrir ofan má sjá þann hluta viðtalsins sem Katrín talar um sig og Anníe Mist.
CrossFit Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Fótbolti Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Handbolti Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Fleiri fréttir Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum „Eigum skilið að finna til“ Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Sjá meira