Fjórfaldur heimsmeistari missir af fyrsta kappakstri ársins Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 17. mars 2022 17:46 Sebastian Vettel þarf að sætta sig við að horfa á fyrsta kappakstur ársins í sjónvarpinu. Mark Thompson/Getty Images Sebastian Vettel, fjórfaldur heimsmeistari í Formúlu 1, missir af fyrsta kappakstri ársins eftir að hafa greinst með kórónuveiruna. Tímabilið í Formúlu 1 hefst um helgina, en keppt verður í Barein næstkomandi sunnudag. Æfingar hefjast á morgun og tímatakan fer fram á laugardaginn. Sebastian Vettel getur ekki verið við stýrið á Aston Martin bifreið sinni eftir að ökuþórinn greindist með kórónuveiruna í dag. Nico Hulkenberg mun aka í stað Vettels. Hinn 34 ára Hulkenberg hefur ekki átt fast sæti í Formúlu 1 síðan árið 2019, en hefur hlaupið í skarðið fyrir aðra. Hann keppti í þrígang árið 2020 þegar hann hljóp í skarðið fyrir þá Lance Stroll og Sergio Perez eftir að þeir greindust með kórónuveiruna. Sebastian Vettel er sem áður segir fjórfaldur heimsmeistari í Formúlu 1 og því mikill missir fyrir Aston Martin liðið. Vettel varð heimsmeistari fjögur ár í röð árin 2010-2013. Þá er hann einnig þriðji sigursælasti ökuþór sögunnar í Formúlu 1, en Vettel hefur unnið 53 keppnir á ferlinum. Aðeins Michael Schumacher og Lewis Hamilton hafa unnið fleiri. Formúla Akstursíþróttir Mest lesið Haaland sakaður um að meiða lukkudýrið Enski boltinn Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út Körfubolti Tugþúsundir fögnuðu titlinum í Newcastle Enski boltinn Rashford lauk ævintýri Stefáns Teits og félaga Enski boltinn Stoppaði skyndisókn og stóð á haus Fótbolti Þættirnir um Arnar og Bjarka byrja í kvöld: „Þetta er búið að vera ævintýri“ Fótbolti Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni Körfubolti Dagur Dan fagnaði eftir skelfileg mistök Fótbolti Í beinni: Bournemouth - Man. City | Óvænt úrslit á Vitality? Enski boltinn Sætur sigur Alberts og félaga sem nálgast Meistaradeildarsæti Fótbolti Fleiri fréttir Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Tímabilið í Formúlu 1 hefst um helgina, en keppt verður í Barein næstkomandi sunnudag. Æfingar hefjast á morgun og tímatakan fer fram á laugardaginn. Sebastian Vettel getur ekki verið við stýrið á Aston Martin bifreið sinni eftir að ökuþórinn greindist með kórónuveiruna í dag. Nico Hulkenberg mun aka í stað Vettels. Hinn 34 ára Hulkenberg hefur ekki átt fast sæti í Formúlu 1 síðan árið 2019, en hefur hlaupið í skarðið fyrir aðra. Hann keppti í þrígang árið 2020 þegar hann hljóp í skarðið fyrir þá Lance Stroll og Sergio Perez eftir að þeir greindust með kórónuveiruna. Sebastian Vettel er sem áður segir fjórfaldur heimsmeistari í Formúlu 1 og því mikill missir fyrir Aston Martin liðið. Vettel varð heimsmeistari fjögur ár í röð árin 2010-2013. Þá er hann einnig þriðji sigursælasti ökuþór sögunnar í Formúlu 1, en Vettel hefur unnið 53 keppnir á ferlinum. Aðeins Michael Schumacher og Lewis Hamilton hafa unnið fleiri.
Formúla Akstursíþróttir Mest lesið Haaland sakaður um að meiða lukkudýrið Enski boltinn Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út Körfubolti Tugþúsundir fögnuðu titlinum í Newcastle Enski boltinn Rashford lauk ævintýri Stefáns Teits og félaga Enski boltinn Stoppaði skyndisókn og stóð á haus Fótbolti Þættirnir um Arnar og Bjarka byrja í kvöld: „Þetta er búið að vera ævintýri“ Fótbolti Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni Körfubolti Dagur Dan fagnaði eftir skelfileg mistök Fótbolti Í beinni: Bournemouth - Man. City | Óvænt úrslit á Vitality? Enski boltinn Sætur sigur Alberts og félaga sem nálgast Meistaradeildarsæti Fótbolti Fleiri fréttir Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira