Af hverju lögreglufræði? Þórveig Unnar Traustadóttir skrifar 24. mars 2022 18:31 Fyrir mig var það áhorf á of marga Criminal minds þætti. Ég meina hver vill ekki vera eins gáfaður og Reid eða jafn grjótharður og JJ! Ég skráði mig í lögreglufræði haustið 2018 og ég get auðveldlega sagt að það hafi verið besta ákvörðun lífs míns. Ég var þrítug þegar ég byrjaði námið og hefði ég persónulega ekki viljað vera mikið yngri. Þegar þú ferð í lögregluna þá ert þú lögga alltaf, alls staðar. Sérstaklega í minni sveitarfélögum. Það getur verið erfitt en starfið er svo gefandi að kosturinn við það er meiri en ókosturinn. Ég mæli samt hiklaust með því að prófa að vinna úti á landi. Það er allt önnur lífsreynsla og upplifun en að vinna í stærri sveitarfélögum. Fyrir mér snerist þetta alltaf um að hjálpa fólki. Lögreglufólk hittir oft á fólk þegar það er að upplifa sinn versta dag. Ef þú getur gert þennan ömurlega dag örlítið betri eða allavega bærilegri fyrir fólkið, þá er það góður dagur í vinnunni. Það gerirðu með því að sýna samkennd, virðingu og leyfa fólki að vera allskonar með allskonar tilfinningar. Lögreglufræðináminu er skipt upp í bóklega áfanga í Háskólanum á Akureyri og verklega áfanga í Mennta- og starfsþróunarsetri lögreglunnar sem er staðsett í Reykjavík. Þessi skipting er það sem gerir námið svo skemmtilegt. Þú færð verklega kennslu samhliða bóklegu kennslunni sem brýtur upp önnina og hristir aðeins upp í hlutunum. Þú kynnist allskonar fólki og myndar tengsl við bekkjarfélaga þína sem þú býrð alltaf að. Að mínu leyti er þetta skemmtilegasta vinna sem ég hef unnið og ég mæli hiklaust með henni. Það er ómetanlegt að tilheyra góðum hópi fólks sem heldur vel utan um hvort annað og styður við bakið á hvort öðru. Vinnan er nánast aldrei eins. Hver dagur er óvissuferð. Maður kynnist allskonar fólki. Fær meiri skilning á aðstæðum fólks og uppruna. Vinnan hefur gert mig að betri manneskju og skilningsríkari gagnvart aðstæðum hvers og eins. Lögreglulið á að endurspegla þjóðina og því langar mig að hvetja sem flest að sækja um þetta nám. Því fleiri tungumál sem þið talið því betra. Því ólíkari menningarbakgrunnur sem þið hafið því betra. Það er pláss fyrir öll í lögreglunni með allskonar reynslu, upplifanir og tilfinningar. Því meiri fjölbreytileiki því betra. Hver hefði trúað því að það væri pláss í lögreglunni fyrir femínista að norðan með bleikt hár. Það er um að gera að brjóta upp staðalímynd lögreglunnar og vera allskonar í þessu starfi. Svo er búningurinn ekkert eðlilega töff og það skemmir alls ekki fyrir. Opið er fyrir umsóknir í lögreglufræði við Háskólann á Akureyri til 31. mars. Kynntu þér málið á www.menntaseturlogreglu.is Höfundur er lögreglukona hjá lögreglunni á Norðurlandi eystra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lögreglan Skóla - og menntamál Mest lesið Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Sjá meira
Fyrir mig var það áhorf á of marga Criminal minds þætti. Ég meina hver vill ekki vera eins gáfaður og Reid eða jafn grjótharður og JJ! Ég skráði mig í lögreglufræði haustið 2018 og ég get auðveldlega sagt að það hafi verið besta ákvörðun lífs míns. Ég var þrítug þegar ég byrjaði námið og hefði ég persónulega ekki viljað vera mikið yngri. Þegar þú ferð í lögregluna þá ert þú lögga alltaf, alls staðar. Sérstaklega í minni sveitarfélögum. Það getur verið erfitt en starfið er svo gefandi að kosturinn við það er meiri en ókosturinn. Ég mæli samt hiklaust með því að prófa að vinna úti á landi. Það er allt önnur lífsreynsla og upplifun en að vinna í stærri sveitarfélögum. Fyrir mér snerist þetta alltaf um að hjálpa fólki. Lögreglufólk hittir oft á fólk þegar það er að upplifa sinn versta dag. Ef þú getur gert þennan ömurlega dag örlítið betri eða allavega bærilegri fyrir fólkið, þá er það góður dagur í vinnunni. Það gerirðu með því að sýna samkennd, virðingu og leyfa fólki að vera allskonar með allskonar tilfinningar. Lögreglufræðináminu er skipt upp í bóklega áfanga í Háskólanum á Akureyri og verklega áfanga í Mennta- og starfsþróunarsetri lögreglunnar sem er staðsett í Reykjavík. Þessi skipting er það sem gerir námið svo skemmtilegt. Þú færð verklega kennslu samhliða bóklegu kennslunni sem brýtur upp önnina og hristir aðeins upp í hlutunum. Þú kynnist allskonar fólki og myndar tengsl við bekkjarfélaga þína sem þú býrð alltaf að. Að mínu leyti er þetta skemmtilegasta vinna sem ég hef unnið og ég mæli hiklaust með henni. Það er ómetanlegt að tilheyra góðum hópi fólks sem heldur vel utan um hvort annað og styður við bakið á hvort öðru. Vinnan er nánast aldrei eins. Hver dagur er óvissuferð. Maður kynnist allskonar fólki. Fær meiri skilning á aðstæðum fólks og uppruna. Vinnan hefur gert mig að betri manneskju og skilningsríkari gagnvart aðstæðum hvers og eins. Lögreglulið á að endurspegla þjóðina og því langar mig að hvetja sem flest að sækja um þetta nám. Því fleiri tungumál sem þið talið því betra. Því ólíkari menningarbakgrunnur sem þið hafið því betra. Það er pláss fyrir öll í lögreglunni með allskonar reynslu, upplifanir og tilfinningar. Því meiri fjölbreytileiki því betra. Hver hefði trúað því að það væri pláss í lögreglunni fyrir femínista að norðan með bleikt hár. Það er um að gera að brjóta upp staðalímynd lögreglunnar og vera allskonar í þessu starfi. Svo er búningurinn ekkert eðlilega töff og það skemmir alls ekki fyrir. Opið er fyrir umsóknir í lögreglufræði við Háskólann á Akureyri til 31. mars. Kynntu þér málið á www.menntaseturlogreglu.is Höfundur er lögreglukona hjá lögreglunni á Norðurlandi eystra.
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun