Trommari Foo Fighters látinn aðeins fimmtugur Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 26. mars 2022 08:48 Hawkins hafði verið trommari Foo Fighters frá árinu 1997. Getty/Rich Fury Taylor Hawkins, trommari rokkhljómsveitarinnar Foo Fighters, er látinn fimmtugur að aldri. Hljómsveitin tilkynnti fráfall hans í gærkvöldi. „Fjölskyldan sem Foo Fighters er er miður sín vegna hörmulegs andláts okkar heittelskaða Taylor Hawkins, sem lést langt fyrir aldur fram,“ segir í tísti sveitarinnar. Þar segir að andi Hawkins og smitandi hlátur hans muni lifa með sveitinni það sem eftir er. Ekki er ljóst hver orsök andlátsins voru. „Hugur okkar og hjarta eru hjá eiginkonu hans, börnum og fjölskyldu. Við viljum biðja ykkur að virða friðhelgi þeirra á þessum erfiðu tímum.“ pic.twitter.com/ffPHhUKRT4— Foo Fighters (@foofighters) March 26, 2022 Hljómsveitin hefur verið á tónleikaferðalagi um Suður-Ameríku og átti að spila á Estereo Picnic tónlistarhátíðinni í Bogotá í Kólumbíu í gærkvöldi. Tónlistarhátíðin gaf út yfirlýsingu á Facebook þar sem það var tilkynnt að sveitin myndi ekki koma fram á hátíðinni vegna fráfalls Hawkins. Aðdáendur sveitarinnar komu saman fyrir utan hótelið, sem sveitin hafði gist á í Kólumbíu, til að minnast Hawkins, sem hafði fundist látinn á hótelherbergi sínu. Eftir hátíðina í Bogotá átti Foo Fighters að spila á Lollapalooza hátíðinni í Sao Paulo í Brasilíu í kvöld áður en tónleikaferð þeirra yrði haldið áfram í Bandaríkjunum. Hawkins hafði verið trommari sveitarinnar í 25 ár af þeim 28 árum sem sveitin hefur verið starfandi. Hann tók við keflinu af fyrsta trommara sveitarinnar William Goldsmith árið 1997. Andlát Hollywood Bandaríkin Mest lesið Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Tíska og hönnun Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Lífið Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Lífið Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Lífið Fleiri fréttir Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
„Fjölskyldan sem Foo Fighters er er miður sín vegna hörmulegs andláts okkar heittelskaða Taylor Hawkins, sem lést langt fyrir aldur fram,“ segir í tísti sveitarinnar. Þar segir að andi Hawkins og smitandi hlátur hans muni lifa með sveitinni það sem eftir er. Ekki er ljóst hver orsök andlátsins voru. „Hugur okkar og hjarta eru hjá eiginkonu hans, börnum og fjölskyldu. Við viljum biðja ykkur að virða friðhelgi þeirra á þessum erfiðu tímum.“ pic.twitter.com/ffPHhUKRT4— Foo Fighters (@foofighters) March 26, 2022 Hljómsveitin hefur verið á tónleikaferðalagi um Suður-Ameríku og átti að spila á Estereo Picnic tónlistarhátíðinni í Bogotá í Kólumbíu í gærkvöldi. Tónlistarhátíðin gaf út yfirlýsingu á Facebook þar sem það var tilkynnt að sveitin myndi ekki koma fram á hátíðinni vegna fráfalls Hawkins. Aðdáendur sveitarinnar komu saman fyrir utan hótelið, sem sveitin hafði gist á í Kólumbíu, til að minnast Hawkins, sem hafði fundist látinn á hótelherbergi sínu. Eftir hátíðina í Bogotá átti Foo Fighters að spila á Lollapalooza hátíðinni í Sao Paulo í Brasilíu í kvöld áður en tónleikaferð þeirra yrði haldið áfram í Bandaríkjunum. Hawkins hafði verið trommari sveitarinnar í 25 ár af þeim 28 árum sem sveitin hefur verið starfandi. Hann tók við keflinu af fyrsta trommara sveitarinnar William Goldsmith árið 1997.
Andlát Hollywood Bandaríkin Mest lesið Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Tíska og hönnun Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Lífið Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Lífið Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Lífið Fleiri fréttir Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira