Íslendingar eyddu tveimur milljörðum í skipulögð ferðalög í mars Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 7. apríl 2022 22:20 Íslendingar eru farnir að streyma til útlanda og erlendir ferðamenn hingað til lands. Vísir/Vilhelm Íslendingar eyddu að minnsta kosti tveimur milljörðum króna í skipulagðar utanlandsferðir í marsmánuði. Það er sexfallt meiri upphæð en í sama mánuði í fyrra. Innlend kortavelta í verslun dróst saman um tæp 3,7 prósent milli ára á meðan þjónustutengd kortavelta jókst um rúm 30,3 prósent miðað við breytilegt verðlag. Þetta kemur fram í nýrri samantekt frá Rannsóknarsetri verslunarinnar. Þar má sjá að innlend kortavelta dróst nokkuð saman, eins og áður segir, en Íslendingar virðast hafa hlaupið til nú í vor eftir að takmörkunum sökum heimsfaraldurs hefur verið aflétt víðast hvar. Íslendingar eyddu rúmum 1,9 milljörðum króna hjá ferðaskrifstofum og í skipulagðar ferðir í síðasta mánuði. Það er 37,3 prósentum meira en mánuðinn á undan og 511,6 prósenta aukning frá því í sama mánuði í fyrra. Sjá má á töflu í samantektinni að heildarvelta innlendra greiðslukorta í verslunum og þjónustu erlendis nam rúmum 15,5 milljörðum króna í febrúar síðastliðnum sem er hækkun um rúma 6,6 milljarða króna að raunvirði frá fyrra ári. Fram kemur í skýrslunni að skýr merki um ferðatakmarkanir Covid heimsfaraldurs megi greina frá febrúar 2020 en vísitalan sýni að þau áhrif hafi gengið til baka í nóvember 2021 þegar vísitalan náði sínu fyrra horfi. Þá má greina af tölunum að erlendir ferðamenn séu að snúa aftur til landsins en kortavelta erlendra ferðamanna hér á landi nam tæpum 14 milljörðum króna í mars og jókst um 40 prósent milli mánaða. Veltan rúmlega sjöfaldaðist á milli ára miðað við breytilegt verðlag. Erlendir ferðamenn eyddu rúmum 2,8 milljörðum króna í gistiþjónustu hér á landi í mars sem er 1636,6 prósenta aukning frá því í febrúar og 42,8 prósenta aukning frá því í mars í fyrra. Þá eyddu þeir rúmum 2,1 milljarði króna í veitingaþjónustu, sem er 1267,8 prósenta aukning frá því í febrúar og 36,3 prósenta aukning frá því í mars í fyrra. Þá kemur fram að ferðamenn frá Bandaríkjunum séu ábyrgir fyrir 33,9 prósentum af allri erlendri kortaveltu hérlandis í mars. Bretar komi næstir með 15,5 prósent og Þjóðverjar með 6,7 prósent. Ferðamennska á Íslandi Ferðalög Tengdar fréttir Ferðamenn byrjaðir að streyma til landsins og bílaleigur hafa vart undan Bílaleigur hafa vart undan við að bæta í bílaflotann nú þegar ferðamönnum hefur fjölgað eftir afléttingar sóttvarnaaðgerða. Þá eru hótelbókanir komnar yfir sjötíu prósent í sumar. Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar spáir góði sumri og að fjöldi ferðamanna verði aftur kominn í hátt í tvær milljónir á næstu tveimur árum. 6. apríl 2022 21:21 Mest lesið Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Viðskipti innlent Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur Samstarf „Væri samt mjög til í að vera betri söngvari“ Atvinnulíf BYKO opnar nýja og glæsilega timburverslun Samstarf Gerðu tungumálarassíu hjá reiðhjólaverslunum Neytendur „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Atvinnulíf Fjórðungur Z-kynslóðarinnar hyggst flytja til útlanda Atvinnulíf Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Viðskipti innlent „Þetta er afnotagjald“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gerðu tungumálarassíu hjá reiðhjólaverslunum Svara Melabúðinni: „Verðtökufólki hefur sannarlega verið vísað á dyr“ Þrjú hundruð á biðlista og hækkuð áskriftargjöld Indó ríður aftur á vaðið Óskiljanlegt að ASÍ beini spjótum sínum að lítilli hverfisverslun Meina verðlagseftirlitsmönnum inngöngu Þröng á þingi og þriggja tíma ferð vegna þrjátíu prósenta afsláttar Margir gangi í gildru netsvindlara í óðagoti Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Verð enn lægst í Prís Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Varað við svörtum eldhúsáhöldum IKEA innkallar útiljósaseríur og útiljós Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Rukkað því fólk hékk í rennunni Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Skilar samkeppnin okkur samkeppnishæfu matarverði? Norskir komast í Víking gylltan Auðveldara verði að breyta atvinnuhúsnæði í íbúðir E. coli í frönskum osti Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Stytta skammarkrókinn til muna Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Loforð um milljarða í vasa neytenda „fuglar í skógi“ Sendi kærustuna með fiðluna svo hann kæmist í flugið Tappareglurnar innsiglaðar með lögum Greiði milljarða í arð í stað þess að lækka vexti til almennings Sjá meira
Innlend kortavelta í verslun dróst saman um tæp 3,7 prósent milli ára á meðan þjónustutengd kortavelta jókst um rúm 30,3 prósent miðað við breytilegt verðlag. Þetta kemur fram í nýrri samantekt frá Rannsóknarsetri verslunarinnar. Þar má sjá að innlend kortavelta dróst nokkuð saman, eins og áður segir, en Íslendingar virðast hafa hlaupið til nú í vor eftir að takmörkunum sökum heimsfaraldurs hefur verið aflétt víðast hvar. Íslendingar eyddu rúmum 1,9 milljörðum króna hjá ferðaskrifstofum og í skipulagðar ferðir í síðasta mánuði. Það er 37,3 prósentum meira en mánuðinn á undan og 511,6 prósenta aukning frá því í sama mánuði í fyrra. Sjá má á töflu í samantektinni að heildarvelta innlendra greiðslukorta í verslunum og þjónustu erlendis nam rúmum 15,5 milljörðum króna í febrúar síðastliðnum sem er hækkun um rúma 6,6 milljarða króna að raunvirði frá fyrra ári. Fram kemur í skýrslunni að skýr merki um ferðatakmarkanir Covid heimsfaraldurs megi greina frá febrúar 2020 en vísitalan sýni að þau áhrif hafi gengið til baka í nóvember 2021 þegar vísitalan náði sínu fyrra horfi. Þá má greina af tölunum að erlendir ferðamenn séu að snúa aftur til landsins en kortavelta erlendra ferðamanna hér á landi nam tæpum 14 milljörðum króna í mars og jókst um 40 prósent milli mánaða. Veltan rúmlega sjöfaldaðist á milli ára miðað við breytilegt verðlag. Erlendir ferðamenn eyddu rúmum 2,8 milljörðum króna í gistiþjónustu hér á landi í mars sem er 1636,6 prósenta aukning frá því í febrúar og 42,8 prósenta aukning frá því í mars í fyrra. Þá eyddu þeir rúmum 2,1 milljarði króna í veitingaþjónustu, sem er 1267,8 prósenta aukning frá því í febrúar og 36,3 prósenta aukning frá því í mars í fyrra. Þá kemur fram að ferðamenn frá Bandaríkjunum séu ábyrgir fyrir 33,9 prósentum af allri erlendri kortaveltu hérlandis í mars. Bretar komi næstir með 15,5 prósent og Þjóðverjar með 6,7 prósent.
Ferðamennska á Íslandi Ferðalög Tengdar fréttir Ferðamenn byrjaðir að streyma til landsins og bílaleigur hafa vart undan Bílaleigur hafa vart undan við að bæta í bílaflotann nú þegar ferðamönnum hefur fjölgað eftir afléttingar sóttvarnaaðgerða. Þá eru hótelbókanir komnar yfir sjötíu prósent í sumar. Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar spáir góði sumri og að fjöldi ferðamanna verði aftur kominn í hátt í tvær milljónir á næstu tveimur árum. 6. apríl 2022 21:21 Mest lesið Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Viðskipti innlent Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur Samstarf „Væri samt mjög til í að vera betri söngvari“ Atvinnulíf BYKO opnar nýja og glæsilega timburverslun Samstarf Gerðu tungumálarassíu hjá reiðhjólaverslunum Neytendur „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Atvinnulíf Fjórðungur Z-kynslóðarinnar hyggst flytja til útlanda Atvinnulíf Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Viðskipti innlent „Þetta er afnotagjald“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gerðu tungumálarassíu hjá reiðhjólaverslunum Svara Melabúðinni: „Verðtökufólki hefur sannarlega verið vísað á dyr“ Þrjú hundruð á biðlista og hækkuð áskriftargjöld Indó ríður aftur á vaðið Óskiljanlegt að ASÍ beini spjótum sínum að lítilli hverfisverslun Meina verðlagseftirlitsmönnum inngöngu Þröng á þingi og þriggja tíma ferð vegna þrjátíu prósenta afsláttar Margir gangi í gildru netsvindlara í óðagoti Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Verð enn lægst í Prís Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Varað við svörtum eldhúsáhöldum IKEA innkallar útiljósaseríur og útiljós Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Rukkað því fólk hékk í rennunni Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Skilar samkeppnin okkur samkeppnishæfu matarverði? Norskir komast í Víking gylltan Auðveldara verði að breyta atvinnuhúsnæði í íbúðir E. coli í frönskum osti Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Stytta skammarkrókinn til muna Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Loforð um milljarða í vasa neytenda „fuglar í skógi“ Sendi kærustuna með fiðluna svo hann kæmist í flugið Tappareglurnar innsiglaðar með lögum Greiði milljarða í arð í stað þess að lækka vexti til almennings Sjá meira
Ferðamenn byrjaðir að streyma til landsins og bílaleigur hafa vart undan Bílaleigur hafa vart undan við að bæta í bílaflotann nú þegar ferðamönnum hefur fjölgað eftir afléttingar sóttvarnaaðgerða. Þá eru hótelbókanir komnar yfir sjötíu prósent í sumar. Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar spáir góði sumri og að fjöldi ferðamanna verði aftur kominn í hátt í tvær milljónir á næstu tveimur árum. 6. apríl 2022 21:21