Íslendingar eyddu tveimur milljörðum í skipulögð ferðalög í mars Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 7. apríl 2022 22:20 Íslendingar eru farnir að streyma til útlanda og erlendir ferðamenn hingað til lands. Vísir/Vilhelm Íslendingar eyddu að minnsta kosti tveimur milljörðum króna í skipulagðar utanlandsferðir í marsmánuði. Það er sexfallt meiri upphæð en í sama mánuði í fyrra. Innlend kortavelta í verslun dróst saman um tæp 3,7 prósent milli ára á meðan þjónustutengd kortavelta jókst um rúm 30,3 prósent miðað við breytilegt verðlag. Þetta kemur fram í nýrri samantekt frá Rannsóknarsetri verslunarinnar. Þar má sjá að innlend kortavelta dróst nokkuð saman, eins og áður segir, en Íslendingar virðast hafa hlaupið til nú í vor eftir að takmörkunum sökum heimsfaraldurs hefur verið aflétt víðast hvar. Íslendingar eyddu rúmum 1,9 milljörðum króna hjá ferðaskrifstofum og í skipulagðar ferðir í síðasta mánuði. Það er 37,3 prósentum meira en mánuðinn á undan og 511,6 prósenta aukning frá því í sama mánuði í fyrra. Sjá má á töflu í samantektinni að heildarvelta innlendra greiðslukorta í verslunum og þjónustu erlendis nam rúmum 15,5 milljörðum króna í febrúar síðastliðnum sem er hækkun um rúma 6,6 milljarða króna að raunvirði frá fyrra ári. Fram kemur í skýrslunni að skýr merki um ferðatakmarkanir Covid heimsfaraldurs megi greina frá febrúar 2020 en vísitalan sýni að þau áhrif hafi gengið til baka í nóvember 2021 þegar vísitalan náði sínu fyrra horfi. Þá má greina af tölunum að erlendir ferðamenn séu að snúa aftur til landsins en kortavelta erlendra ferðamanna hér á landi nam tæpum 14 milljörðum króna í mars og jókst um 40 prósent milli mánaða. Veltan rúmlega sjöfaldaðist á milli ára miðað við breytilegt verðlag. Erlendir ferðamenn eyddu rúmum 2,8 milljörðum króna í gistiþjónustu hér á landi í mars sem er 1636,6 prósenta aukning frá því í febrúar og 42,8 prósenta aukning frá því í mars í fyrra. Þá eyddu þeir rúmum 2,1 milljarði króna í veitingaþjónustu, sem er 1267,8 prósenta aukning frá því í febrúar og 36,3 prósenta aukning frá því í mars í fyrra. Þá kemur fram að ferðamenn frá Bandaríkjunum séu ábyrgir fyrir 33,9 prósentum af allri erlendri kortaveltu hérlandis í mars. Bretar komi næstir með 15,5 prósent og Þjóðverjar með 6,7 prósent. Ferðamennska á Íslandi Ferðalög Tengdar fréttir Ferðamenn byrjaðir að streyma til landsins og bílaleigur hafa vart undan Bílaleigur hafa vart undan við að bæta í bílaflotann nú þegar ferðamönnum hefur fjölgað eftir afléttingar sóttvarnaaðgerða. Þá eru hótelbókanir komnar yfir sjötíu prósent í sumar. Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar spáir góði sumri og að fjöldi ferðamanna verði aftur kominn í hátt í tvær milljónir á næstu tveimur árum. 6. apríl 2022 21:21 Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Flóðin á Spáni hafa áhrif á jólahefð Íslendinga Fékk 542 þúsund króna rukkun fyrir hreindýrakjötið Sektuð vegna fullyrðinga um aukinn hárvöxt og minni hrukkur EasyJet lengir flugtímabil frá London til Akureyrar Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Sjá meira
Innlend kortavelta í verslun dróst saman um tæp 3,7 prósent milli ára á meðan þjónustutengd kortavelta jókst um rúm 30,3 prósent miðað við breytilegt verðlag. Þetta kemur fram í nýrri samantekt frá Rannsóknarsetri verslunarinnar. Þar má sjá að innlend kortavelta dróst nokkuð saman, eins og áður segir, en Íslendingar virðast hafa hlaupið til nú í vor eftir að takmörkunum sökum heimsfaraldurs hefur verið aflétt víðast hvar. Íslendingar eyddu rúmum 1,9 milljörðum króna hjá ferðaskrifstofum og í skipulagðar ferðir í síðasta mánuði. Það er 37,3 prósentum meira en mánuðinn á undan og 511,6 prósenta aukning frá því í sama mánuði í fyrra. Sjá má á töflu í samantektinni að heildarvelta innlendra greiðslukorta í verslunum og þjónustu erlendis nam rúmum 15,5 milljörðum króna í febrúar síðastliðnum sem er hækkun um rúma 6,6 milljarða króna að raunvirði frá fyrra ári. Fram kemur í skýrslunni að skýr merki um ferðatakmarkanir Covid heimsfaraldurs megi greina frá febrúar 2020 en vísitalan sýni að þau áhrif hafi gengið til baka í nóvember 2021 þegar vísitalan náði sínu fyrra horfi. Þá má greina af tölunum að erlendir ferðamenn séu að snúa aftur til landsins en kortavelta erlendra ferðamanna hér á landi nam tæpum 14 milljörðum króna í mars og jókst um 40 prósent milli mánaða. Veltan rúmlega sjöfaldaðist á milli ára miðað við breytilegt verðlag. Erlendir ferðamenn eyddu rúmum 2,8 milljörðum króna í gistiþjónustu hér á landi í mars sem er 1636,6 prósenta aukning frá því í febrúar og 42,8 prósenta aukning frá því í mars í fyrra. Þá eyddu þeir rúmum 2,1 milljarði króna í veitingaþjónustu, sem er 1267,8 prósenta aukning frá því í febrúar og 36,3 prósenta aukning frá því í mars í fyrra. Þá kemur fram að ferðamenn frá Bandaríkjunum séu ábyrgir fyrir 33,9 prósentum af allri erlendri kortaveltu hérlandis í mars. Bretar komi næstir með 15,5 prósent og Þjóðverjar með 6,7 prósent.
Ferðamennska á Íslandi Ferðalög Tengdar fréttir Ferðamenn byrjaðir að streyma til landsins og bílaleigur hafa vart undan Bílaleigur hafa vart undan við að bæta í bílaflotann nú þegar ferðamönnum hefur fjölgað eftir afléttingar sóttvarnaaðgerða. Þá eru hótelbókanir komnar yfir sjötíu prósent í sumar. Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar spáir góði sumri og að fjöldi ferðamanna verði aftur kominn í hátt í tvær milljónir á næstu tveimur árum. 6. apríl 2022 21:21 Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Flóðin á Spáni hafa áhrif á jólahefð Íslendinga Fékk 542 þúsund króna rukkun fyrir hreindýrakjötið Sektuð vegna fullyrðinga um aukinn hárvöxt og minni hrukkur EasyJet lengir flugtímabil frá London til Akureyrar Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Sjá meira
Ferðamenn byrjaðir að streyma til landsins og bílaleigur hafa vart undan Bílaleigur hafa vart undan við að bæta í bílaflotann nú þegar ferðamönnum hefur fjölgað eftir afléttingar sóttvarnaaðgerða. Þá eru hótelbókanir komnar yfir sjötíu prósent í sumar. Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar spáir góði sumri og að fjöldi ferðamanna verði aftur kominn í hátt í tvær milljónir á næstu tveimur árum. 6. apríl 2022 21:21