Óaðfinnanlegur Kyrie skaut Nets í úrslitakeppnina | Minnesota fór á flug í fjórða leikhluta Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 13. apríl 2022 07:31 Kyrie Irving var frábær í nótt. Sarah Stier/Getty Images Tveir leikir í umspili fyrir úrslitakeppni NBA-deildarinnar fóru fram í nótt. Kyrie Irving var frábær í 115-108 sigri Brooklyn Nets á Cleveland Cavaliers. Þá komst Minnesota Timberwolves loks í úrslitakeppnina eftir 109-104 sigur á Los Angeles Clippers. Nets byrjuðu mun betur gegn Cavaliers og kláraðu í raun leikinn strax í fyrsta leikhluta, staðan þá 40-20. Gestirnir gerðu áhlaup í öðrum leikhluta en munurinn var samt sem áður 14 stig í hálfleik. Aðallega þökk sé magnaðri frammistöðu Kyrie. Hann skoraði tvær þriggja stiga körfur undir lok fyrri hálfleiks, þá síðari er hann stökk aftur á bak í engu jafnvægi og klukkan að renna út. Kyrie gerði sér lítið fyrir og skoraði úr öllum skotunum sínum í fyrri hálfleik. Kyrie Irving with a PERFECT first half 20 Pts9-9 FG2-2 3-PT FG(via @NBA)pic.twitter.com/Buk9RMj5GJ— SportsCenter (@SportsCenter) April 13, 2022 Cavaliers gerðu heiðarlega tilraun að endurkomu í fjórða leikhluta en það var of lítið of seint, lokatölur 115-108 og Brooklyn Nets mætir Boston Celtics í úrslitakeppni Austurdeildar NBA. Cleveland mætir Charlotte Hornets eða Atlanta Hawks í leik um áttunda og síðasta sætið í úrslitakeppni Austurdeildarinnar. Kyrie skoraði á endanum 34 stig og gaf 12 stoðsendingar. Þar á eftir kom Kevin Durant með 25 stig og 11 stoðsendingar á meðan Bruce Brown Jr. skoraði 18 stig, tók 9 fráköst og gaf 8 stoðsendingar. Í liði Cavaliers var Darius Garland stigahæstur með 34 stig og Evan Mobley kom þar á eftir með 19 stig og 7 fráköst. @KDTrey5 was locked in on defense for the @BrooklynNets, finishing with 3 blocks and 2 steals to advance to the #NBAPlayoffs presented by Google Pixel.KD: 25 PTS, 5 REB, 11 AST, 2 STL, 3 BLKNETS/CELTICS Game 1: Sunday April 17th, 3:30pm/et on ABC pic.twitter.com/JoNSZQkYIZ— NBA (@NBA) April 13, 2022 Í Minnesota var Los Angeles Clippers í heimsókn. Heimamenn létu sig dreyma um að komast í úrslitakeppnina í aðeins annað skiptið á undanförnum 17 árum. Það tókst með mögnuðum 109-104 sigri þar sem liðið vann fjórða leikhluta með 11 stiga mun og tryggði sér þar með sæti í úrslitakeppninni. Anthony Edwards skoraði 30 stig í liði Minnesota og D‘Angelo Russell skoraði 29 stig ásamt því að gefa sex stoðsendingar. Hjá Clippers skoraði Paul George 34 stig. D'Angelo Russell took control of the @Timberwolves offense late, knocking down the go-ahead 3 late to advance to the #NBAPlayoffs presented by Google Pixel!@Dloading: 29 PTS, 5 REB, 6 AST, 3 STL GM 1: TIMBERWOLVES/GRIZZLIES Saturday, April 16th, 3:30pm/et on ESPN pic.twitter.com/mn8YecUqjs— NBA (@NBA) April 13, 2022 Timberwolves mætir Memphis Grizzlies í úrslitakeppninni á meðan Clippers mæta San Antonio Spurs eða New Orleans Pelicans í leik um áttunda og síðasta sætið í úrslitakeppni Vesturdeildarinnar. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Körfubolti NBA Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Handbolti Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Fleiri fréttir Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Kyrie Irving vill spila með Áströlum á Ólympíuleikunum Tommi vildi ekki meiða Albert Guðmunds og Nablinn harður í horn að taka á vellinum Valdi flottasta búning deildarinnar „Þetta var bara ljótur körfuboltaleikur í alla staði“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 62-66 | Lífsnauðsynlegur sigur gestanna Kristinn Albertsson býður sig fram til formanns KKÍ Helena Sverris hrósar Diljá: „Þá er hún óstöðvandi“ Körfuboltinn vaknaður á Akranesi: Níu sigrar í röð og stefna á Bónus-deildina „Ákefðin er orðin miklu meiri“ eftir þjálfarabreytingar í Keflavík Vilja breyta stjörnuleiknum og spila saman gegn Bandaríkjamönnum Sjá meira
Nets byrjuðu mun betur gegn Cavaliers og kláraðu í raun leikinn strax í fyrsta leikhluta, staðan þá 40-20. Gestirnir gerðu áhlaup í öðrum leikhluta en munurinn var samt sem áður 14 stig í hálfleik. Aðallega þökk sé magnaðri frammistöðu Kyrie. Hann skoraði tvær þriggja stiga körfur undir lok fyrri hálfleiks, þá síðari er hann stökk aftur á bak í engu jafnvægi og klukkan að renna út. Kyrie gerði sér lítið fyrir og skoraði úr öllum skotunum sínum í fyrri hálfleik. Kyrie Irving with a PERFECT first half 20 Pts9-9 FG2-2 3-PT FG(via @NBA)pic.twitter.com/Buk9RMj5GJ— SportsCenter (@SportsCenter) April 13, 2022 Cavaliers gerðu heiðarlega tilraun að endurkomu í fjórða leikhluta en það var of lítið of seint, lokatölur 115-108 og Brooklyn Nets mætir Boston Celtics í úrslitakeppni Austurdeildar NBA. Cleveland mætir Charlotte Hornets eða Atlanta Hawks í leik um áttunda og síðasta sætið í úrslitakeppni Austurdeildarinnar. Kyrie skoraði á endanum 34 stig og gaf 12 stoðsendingar. Þar á eftir kom Kevin Durant með 25 stig og 11 stoðsendingar á meðan Bruce Brown Jr. skoraði 18 stig, tók 9 fráköst og gaf 8 stoðsendingar. Í liði Cavaliers var Darius Garland stigahæstur með 34 stig og Evan Mobley kom þar á eftir með 19 stig og 7 fráköst. @KDTrey5 was locked in on defense for the @BrooklynNets, finishing with 3 blocks and 2 steals to advance to the #NBAPlayoffs presented by Google Pixel.KD: 25 PTS, 5 REB, 11 AST, 2 STL, 3 BLKNETS/CELTICS Game 1: Sunday April 17th, 3:30pm/et on ABC pic.twitter.com/JoNSZQkYIZ— NBA (@NBA) April 13, 2022 Í Minnesota var Los Angeles Clippers í heimsókn. Heimamenn létu sig dreyma um að komast í úrslitakeppnina í aðeins annað skiptið á undanförnum 17 árum. Það tókst með mögnuðum 109-104 sigri þar sem liðið vann fjórða leikhluta með 11 stiga mun og tryggði sér þar með sæti í úrslitakeppninni. Anthony Edwards skoraði 30 stig í liði Minnesota og D‘Angelo Russell skoraði 29 stig ásamt því að gefa sex stoðsendingar. Hjá Clippers skoraði Paul George 34 stig. D'Angelo Russell took control of the @Timberwolves offense late, knocking down the go-ahead 3 late to advance to the #NBAPlayoffs presented by Google Pixel!@Dloading: 29 PTS, 5 REB, 6 AST, 3 STL GM 1: TIMBERWOLVES/GRIZZLIES Saturday, April 16th, 3:30pm/et on ESPN pic.twitter.com/mn8YecUqjs— NBA (@NBA) April 13, 2022 Timberwolves mætir Memphis Grizzlies í úrslitakeppninni á meðan Clippers mæta San Antonio Spurs eða New Orleans Pelicans í leik um áttunda og síðasta sætið í úrslitakeppni Vesturdeildarinnar. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Körfubolti NBA Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Handbolti Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Fleiri fréttir Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Kyrie Irving vill spila með Áströlum á Ólympíuleikunum Tommi vildi ekki meiða Albert Guðmunds og Nablinn harður í horn að taka á vellinum Valdi flottasta búning deildarinnar „Þetta var bara ljótur körfuboltaleikur í alla staði“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 62-66 | Lífsnauðsynlegur sigur gestanna Kristinn Albertsson býður sig fram til formanns KKÍ Helena Sverris hrósar Diljá: „Þá er hún óstöðvandi“ Körfuboltinn vaknaður á Akranesi: Níu sigrar í röð og stefna á Bónus-deildina „Ákefðin er orðin miklu meiri“ eftir þjálfarabreytingar í Keflavík Vilja breyta stjörnuleiknum og spila saman gegn Bandaríkjamönnum Sjá meira