Rússi og Úkraínumaður brjóta saman páskaegg Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 24. apríl 2022 23:01 Fjöldi úkraínskra flóttamanna kom saman í Neskirkju í dag til að fagna páskunum sem eru haldnir hátíðlegir í Rétttrúnaðarkirkjunni í dag. Óttar fékk að fylgjast með og læra inn á alvöru úkraínskar páskahefðir. Í rétttrúnaðarkirkjunni er páskadagur í dag og var honum fagnað víða um Úkraínu. Páskarnir í ár falla þó í skuggann á skelfilegu stríði við Rússa en í dag eru einmitt sléttir tveir mánuðir frá því að innrás Rússa í landið hófst. Víða um landið mátti því heyra sprengjugnýinn við páskamessuna. Á meðan héldu úkraínskir flóttamenn á Íslandi páskana hátíðlega í Neskirkju. Mikilvægasta hátíð Úkraínu Anastasiia Krasnoselska kom til landsins í byrjun mánaðarins en hún flúði frá heimili sínu í Kænugarði. „Þetta er mikilvæg hátíð, líka fyrir þá sem sækja ekki kirkju reglulaga. Þetta er fjölskylduhefð. Til að halda í hefðina fara margir til kirkju og borða hefðbundinn mat. Alvöruegg, ekki súkkulaðiegg eins og á Íslandi, máluð í mismunandi litum. Svo þetta er mikilvæg hátíð í Úkraínu,“ segir Anastasiia. Anastasiia flúði heimili sitt í Kænugarði og kom til Íslands í byrjun apríl.vísir/ívar Biskup Íslands hélt ræðu fyrir hópinn áður en hann safnaðist saman í safnaðarhúsinu til að gæða sér á ýmsum páskaréttum eftir langa föstu. „Aðalhefðirnar eru egg og brauð sem kallast „ paska“. Fólk bakar það alltaf og þeir sem geta það ekki kaupa það. Og eggin eru yfirleitt skreytt. Við dóttir mín búum á hóteli hérna á Íslandi og í gær tókst okkur að skreyta eggin með því litla sem við höfum hérna á Íslandi, til dæmis með blaðaúrklippum. Svo okkur tókst að gera smáhluta af Úkraínu hérna á Íslandi,“ segir Anastasiia. Eggjastríð sem Úkraína vann Sergej Kjartan Artamonov, sem kemur frá Úkraínu, og Anastasía Dodonova, sem er frá Rússlandi, hafa búið á Íslandi í nokkur ár og eru ein þeirra sem skipulögðu daginn í dag. Þau sýna okkur eina helstu páskahefð sína í myndbandinu hér að ofan þar sem þau brjóta saman páskaegg. „Þetta er bara hefð sem við gerum á páskunum,“ segir Sergej. Anastasía og Sergej brjóta páskaeggin að úkraínskum sið. „Þetta er svona eggstríð og sá sem er búinn að vinna þetta stríð hann þarf að fara til annarrar manneskju og gera aftur,“ segir Anastasía. „Og úkraínska hliðin hefur sigrað!“ segir Sergej og hlær. Já, úkraínska hliðin vann þennan bardaga og nú verður Anastasía, sem tapaði að borða sitt egg á meðan Sergej fer um salinn og finnur sér nýjan mótherja. Reykjavík Flóttafólk á Íslandi Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Páskar Mest lesið Stórskemmdi grasflötina við Höfða Innlent Trump fetar í fótspor Breivik Erlent Inga sagði hrútspungafýluna flæða úr Hádegismóum Innlent Trump titlar sig konung Erlent Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Erlent Alvarlegt umferðarslys á Þingvallavegi Innlent Uppsagnarákvæði stendur í fólki Innlent Traustið við frostmark Innlent Níu ofbeldismál innan íþróttahreyfingar til lögreglu í fyrra Innlent Allt tiltækt lið kallað út vegna elds í Hamborgarafabrikkunni Innlent Fleiri fréttir Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Bandaríkjamenn og Rússar funda með Evrópu á hliðarlínunni Farþegaþota brotlenti og hafnaði á hvolfi Evrópa þurfi að vígbúast Skynjar „nýja evrópska staðfestu og alvarleika“ fyrir fundinn í París Páfi sagður þarfnast frekari sjúkrahússlegu vegna sýkingar Sjá meira
Í rétttrúnaðarkirkjunni er páskadagur í dag og var honum fagnað víða um Úkraínu. Páskarnir í ár falla þó í skuggann á skelfilegu stríði við Rússa en í dag eru einmitt sléttir tveir mánuðir frá því að innrás Rússa í landið hófst. Víða um landið mátti því heyra sprengjugnýinn við páskamessuna. Á meðan héldu úkraínskir flóttamenn á Íslandi páskana hátíðlega í Neskirkju. Mikilvægasta hátíð Úkraínu Anastasiia Krasnoselska kom til landsins í byrjun mánaðarins en hún flúði frá heimili sínu í Kænugarði. „Þetta er mikilvæg hátíð, líka fyrir þá sem sækja ekki kirkju reglulaga. Þetta er fjölskylduhefð. Til að halda í hefðina fara margir til kirkju og borða hefðbundinn mat. Alvöruegg, ekki súkkulaðiegg eins og á Íslandi, máluð í mismunandi litum. Svo þetta er mikilvæg hátíð í Úkraínu,“ segir Anastasiia. Anastasiia flúði heimili sitt í Kænugarði og kom til Íslands í byrjun apríl.vísir/ívar Biskup Íslands hélt ræðu fyrir hópinn áður en hann safnaðist saman í safnaðarhúsinu til að gæða sér á ýmsum páskaréttum eftir langa föstu. „Aðalhefðirnar eru egg og brauð sem kallast „ paska“. Fólk bakar það alltaf og þeir sem geta það ekki kaupa það. Og eggin eru yfirleitt skreytt. Við dóttir mín búum á hóteli hérna á Íslandi og í gær tókst okkur að skreyta eggin með því litla sem við höfum hérna á Íslandi, til dæmis með blaðaúrklippum. Svo okkur tókst að gera smáhluta af Úkraínu hérna á Íslandi,“ segir Anastasiia. Eggjastríð sem Úkraína vann Sergej Kjartan Artamonov, sem kemur frá Úkraínu, og Anastasía Dodonova, sem er frá Rússlandi, hafa búið á Íslandi í nokkur ár og eru ein þeirra sem skipulögðu daginn í dag. Þau sýna okkur eina helstu páskahefð sína í myndbandinu hér að ofan þar sem þau brjóta saman páskaegg. „Þetta er bara hefð sem við gerum á páskunum,“ segir Sergej. Anastasía og Sergej brjóta páskaeggin að úkraínskum sið. „Þetta er svona eggstríð og sá sem er búinn að vinna þetta stríð hann þarf að fara til annarrar manneskju og gera aftur,“ segir Anastasía. „Og úkraínska hliðin hefur sigrað!“ segir Sergej og hlær. Já, úkraínska hliðin vann þennan bardaga og nú verður Anastasía, sem tapaði að borða sitt egg á meðan Sergej fer um salinn og finnur sér nýjan mótherja.
Reykjavík Flóttafólk á Íslandi Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Páskar Mest lesið Stórskemmdi grasflötina við Höfða Innlent Trump fetar í fótspor Breivik Erlent Inga sagði hrútspungafýluna flæða úr Hádegismóum Innlent Trump titlar sig konung Erlent Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Erlent Alvarlegt umferðarslys á Þingvallavegi Innlent Uppsagnarákvæði stendur í fólki Innlent Traustið við frostmark Innlent Níu ofbeldismál innan íþróttahreyfingar til lögreglu í fyrra Innlent Allt tiltækt lið kallað út vegna elds í Hamborgarafabrikkunni Innlent Fleiri fréttir Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Bandaríkjamenn og Rússar funda með Evrópu á hliðarlínunni Farþegaþota brotlenti og hafnaði á hvolfi Evrópa þurfi að vígbúast Skynjar „nýja evrópska staðfestu og alvarleika“ fyrir fundinn í París Páfi sagður þarfnast frekari sjúkrahússlegu vegna sýkingar Sjá meira