Hópuppsögn Eflingar Ólöf Helga Adolfsdóttir skrifar 26. apríl 2022 10:00 Í nýlegum greinum til stuðnings meirihluta stjórnar er gagnrýni á þá ákvörðun að segja upp öllu starfsfólki félagsins og auglýsa stöður þess lausar til umsóknar, lögð að jöfnu við árás á rétt félagsins til að ráða eigin málefnum. Þetta er sérstök framsetning í ljósi þess að sjálf hafa stéttarfélög það hlutverk að stíga fram til varnar launafólki til að takmarka hvað hægt er að bjóða fólki upp á í krafti hinnar klassísku réttlætingar “ég á þetta svo ég má þetta”. Varla er það orðin málsvörn stéttarfélags. Enginn dregur mér vitanlega í efa lýðræðislegt umboð meirihluta stjórnar Eflingar til að haga skipulagi og starfi félagsins í samræmi við vilja eigenda þess sem eru félagsfólkið sjálft. Enginn dregur í efa rétt meirihluta stjórnar til að kynna og innleiða skipulagsbreytingar á skrifstofu félagsins, jafnvel þótt í því kunni að felast einhverjar uppsagnir vegna starfa sem lögð verða niður, uppsagnir á hluta ráðningarkjara eða vegna þess að semja þurfi um nýjar starfslýsingar og þar með ráðningarkjör. Mistök segir formaður Starfsgreinasambandins Eins og Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, hefur sagt mjög skýrt beinist gagnrýnin að því hvort hópuppsögn alls starfsfólks og auglýsingar allra starfa hafi verið óhjákvæmilegar til að ná markmiðum meirihluta stjórnar um skipulagsbreytingar. Hann kallar aðgerðina “mistök”. Sú gagnrýni er ekki léttvæg því hópuppsagnir eiga að vera síðasta úrræðið þegar allt annað hefur verið reynt til þrautar. Því til ítrekunar gilda um þær sérstök lög þar sem m.a. er gerð krafa um samráð sem miðast að því að komast hjá þeim eða draga úr umfangi þeirra. Hvar og hvernig kannað var hvort ná mætti sama árangri við skipulagsbreytingar á skrifstofunni án hópuppsagnar hefur ekki verið upplýst. Efling er sjálf með sérstakt samkomulag um hópuppsagnir í aðalkjarasamningi sínum við SA 2019-2022 sem staðfestir hversu alvarlegum augum stéttarfélög líta þetta úrræði. Þar segir í inngangi: “Samningsaðilar eru sammála um að æskilegt sé að uppsagnir beinist einungis að þeim starfsmönnum, sem ætlunin er að láti af störfum, en ekki öllum starfsmönnum eða hópum starfsmanna.” Engin skýring hefur fengist á því hvers vegna stéttarfélagið sjálft brýtur svo afgerandi gegn þessu. Ekki bara altæk hópuppsögn heldur auglýsing allra starfa Augljóst er að burtséð frá innra skipulagi skrifstofu Eflingar þá mun stéttarfélagið áfram hafa þörf fyrir fólk með reynslu í túlkun kjarasamninga og aðstoð við félagsfólk í að sækja rétt sinn, vinnustaðaeftirlit, umsýslu sjúkrasjóðs, orlofsmál og margt fleira. Í ljósi þess mannauðs og reynslu sem skrifstofan hefur yfir að ráða er umhugsunarefni að ekki var aðeins ákveðið að segja öllum hópnum upp störfum heldur auglýsa öll störfin í stað þess að bjóða starfsfólki, eða a.m.k. hluta starfsfólks, endurráðningu. Meirihluti stjórnar Eflingar gengur því ekki aðeins mun lengra en samkomulag félagsins við SA um hópuppsagnir gerir ráð fyrir heldur bætir öðru skrefi við með auglýsingu allra starfa, burtséð frá hæfni og reynslu núverandi starfsfólks sem nýtast mun félaginu. Enginn er undanþeginn réttindum á vinnumarkaði Stéttarfélag sem gengur fram með þessum hætti gagnvart öllu sínu starfsfólki hlýtur að þola að aðgerðin sem slík sé gagnrýnd og rædd án þess að það sé lagt að jöfnu við árás á láglaunafólk eða verkalýðsbaráttu almennt. Upphrópanir og ásakanir um slíkt gera ekkert nema drepa á dreif umræðunni um sjálfan kjarna málsins sem er hvort þessi altæka hópuppsögn með auglýsingu allra starfa hafi verið óumflýjanleg og þar með réttmæt í ljósi yfirlýstra markmiða eða ekki. Fordæmið sem gefið er varðar einfaldlega nær allt launafólk í landinu. Enginn aðili með mannaforráð skv. íslenskum vinnurétti og kjarasamningum er undanþeginn því að virða réttindi launafólks og umgangast það valdaójafnvægi sem í ráðningarsambandi getur falist af fyllstu mannvirðingu. Til að gæta þess fjöreggs voru verkalýðsfélög beinlínis stofnuð. Höfundur er ritari Eflingar-stéttarfélags. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólöf Helga Adolfsdóttir Ólga innan Eflingar Stéttarfélög Vinnumarkaður Mest lesið Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Sjá meira
Í nýlegum greinum til stuðnings meirihluta stjórnar er gagnrýni á þá ákvörðun að segja upp öllu starfsfólki félagsins og auglýsa stöður þess lausar til umsóknar, lögð að jöfnu við árás á rétt félagsins til að ráða eigin málefnum. Þetta er sérstök framsetning í ljósi þess að sjálf hafa stéttarfélög það hlutverk að stíga fram til varnar launafólki til að takmarka hvað hægt er að bjóða fólki upp á í krafti hinnar klassísku réttlætingar “ég á þetta svo ég má þetta”. Varla er það orðin málsvörn stéttarfélags. Enginn dregur mér vitanlega í efa lýðræðislegt umboð meirihluta stjórnar Eflingar til að haga skipulagi og starfi félagsins í samræmi við vilja eigenda þess sem eru félagsfólkið sjálft. Enginn dregur í efa rétt meirihluta stjórnar til að kynna og innleiða skipulagsbreytingar á skrifstofu félagsins, jafnvel þótt í því kunni að felast einhverjar uppsagnir vegna starfa sem lögð verða niður, uppsagnir á hluta ráðningarkjara eða vegna þess að semja þurfi um nýjar starfslýsingar og þar með ráðningarkjör. Mistök segir formaður Starfsgreinasambandins Eins og Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, hefur sagt mjög skýrt beinist gagnrýnin að því hvort hópuppsögn alls starfsfólks og auglýsingar allra starfa hafi verið óhjákvæmilegar til að ná markmiðum meirihluta stjórnar um skipulagsbreytingar. Hann kallar aðgerðina “mistök”. Sú gagnrýni er ekki léttvæg því hópuppsagnir eiga að vera síðasta úrræðið þegar allt annað hefur verið reynt til þrautar. Því til ítrekunar gilda um þær sérstök lög þar sem m.a. er gerð krafa um samráð sem miðast að því að komast hjá þeim eða draga úr umfangi þeirra. Hvar og hvernig kannað var hvort ná mætti sama árangri við skipulagsbreytingar á skrifstofunni án hópuppsagnar hefur ekki verið upplýst. Efling er sjálf með sérstakt samkomulag um hópuppsagnir í aðalkjarasamningi sínum við SA 2019-2022 sem staðfestir hversu alvarlegum augum stéttarfélög líta þetta úrræði. Þar segir í inngangi: “Samningsaðilar eru sammála um að æskilegt sé að uppsagnir beinist einungis að þeim starfsmönnum, sem ætlunin er að láti af störfum, en ekki öllum starfsmönnum eða hópum starfsmanna.” Engin skýring hefur fengist á því hvers vegna stéttarfélagið sjálft brýtur svo afgerandi gegn þessu. Ekki bara altæk hópuppsögn heldur auglýsing allra starfa Augljóst er að burtséð frá innra skipulagi skrifstofu Eflingar þá mun stéttarfélagið áfram hafa þörf fyrir fólk með reynslu í túlkun kjarasamninga og aðstoð við félagsfólk í að sækja rétt sinn, vinnustaðaeftirlit, umsýslu sjúkrasjóðs, orlofsmál og margt fleira. Í ljósi þess mannauðs og reynslu sem skrifstofan hefur yfir að ráða er umhugsunarefni að ekki var aðeins ákveðið að segja öllum hópnum upp störfum heldur auglýsa öll störfin í stað þess að bjóða starfsfólki, eða a.m.k. hluta starfsfólks, endurráðningu. Meirihluti stjórnar Eflingar gengur því ekki aðeins mun lengra en samkomulag félagsins við SA um hópuppsagnir gerir ráð fyrir heldur bætir öðru skrefi við með auglýsingu allra starfa, burtséð frá hæfni og reynslu núverandi starfsfólks sem nýtast mun félaginu. Enginn er undanþeginn réttindum á vinnumarkaði Stéttarfélag sem gengur fram með þessum hætti gagnvart öllu sínu starfsfólki hlýtur að þola að aðgerðin sem slík sé gagnrýnd og rædd án þess að það sé lagt að jöfnu við árás á láglaunafólk eða verkalýðsbaráttu almennt. Upphrópanir og ásakanir um slíkt gera ekkert nema drepa á dreif umræðunni um sjálfan kjarna málsins sem er hvort þessi altæka hópuppsögn með auglýsingu allra starfa hafi verið óumflýjanleg og þar með réttmæt í ljósi yfirlýstra markmiða eða ekki. Fordæmið sem gefið er varðar einfaldlega nær allt launafólk í landinu. Enginn aðili með mannaforráð skv. íslenskum vinnurétti og kjarasamningum er undanþeginn því að virða réttindi launafólks og umgangast það valdaójafnvægi sem í ráðningarsambandi getur falist af fyllstu mannvirðingu. Til að gæta þess fjöreggs voru verkalýðsfélög beinlínis stofnuð. Höfundur er ritari Eflingar-stéttarfélags.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun