Vaktin: Rússar sóttu ekkert fram í dag Hólmfríður Gísladóttir, Tryggvi Páll Tryggvason og Samúel Karl Ólason skrifa 2. maí 2022 06:51 Lík rússnesks hermanns nærri braki þyrlu sem skotin var niður nærri Makariv í norðurhluta Úkraínu. Getty/Wolfgang Schwan Um hundrað almennum borgurum var bjargað frá Azovstal-verksmiðjunni í Maríupól í gær. „Tveir mánuðir af myrkri. Þegar við vorum komin í rútuna sagði ég við eiginmann minn: „Vasya, þurfum við ekki lengur að nota vasaljós til að fara á klósettið?“ segir ein þeirra sem var bjargað. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. Helstu vendingar: Rússar virðiast ekki hafa reynt að sækja fram á neinni víglínu í Úkraínu í dag. Úkraínumenn eru hins vegar sagðir hafa gert vel heppnaðar gagnárásir í bæði norðri og suðri. Bandaríkjamenn segjast hafa ábyrgar heimildir fyrir því að Rússar ætli sér að reyna að innlima Donetsk og Luhansk um miðjan maí. Einnig standi til að reyna að innlima Kherson-hérað í suðurhluta Úkraínu. Brottflutningur þeirra borgara sem hafst hafa við í stálverksmiðju í Maríupol gengur hægt. Þau sem hafa verið fluttir á brott þaðan eru afar fegin að vera laus úr byrginu. Oleg Y. Tinkov, stofnandi eins stærsta banka Rússlands, segir líf sitt í hættu eftir að hann gagnrýndi innrás Rússa í Úkraínu í febrúar. Tinkov, sem var þá metinn á 9 milljarða dollara, vill ekki gefa upp hvar hann dvelur en segist hafa verið tilneyddur til að selja hlut sinn í Tinkoff eftir að stjórnvöld í Moskvu hótuðu að þjóðnýta bankann í kjölfar gagnrýninnar. Breska varnarmálaráðuneytið segir fjórðung þeirra 120 hersveita sem Rússar sendu til Úkraínu nú óbardagahæfar. Rússar hefðu sent um það bil 65 prósent landhersins til að taka þátt í innrásinni og það muni taka mörg ár að endurnýja liðsaflann. Evrópusambandið er að skoða að hætta olíuviðskiptum við Rússa fyrir árslok. Yfirhershöfðinginn Valery Gerasimov er sagður hafa heimsótt framlínu Rússa í austurhluta Úkraínu í gær. Fregnir herma að skömmu eftir að hann yfirgaf svæðið hafi Úkraínumenn gert árás á skóla í Izium, sem Rússar voru að nota sem bækistöð. Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar bandaríska þingsins, mun funda með Andrzej Duda, forseta Póllands, í dag. Pelosi heimsótti Vólódímír Selenskí Úkraínuforseta í Kænugarði í gær. Adam Schiff, formaður leyniþjónustunefndar neðri deildar Bandaríkjaþings, segir aðeins tímaspursmál hvenær Joe Biden Bandaríkjaforseti ferðast til Úkraínu. Selenskí segir árásir Rússa á íbúðahverfi og vöruhús þar sem matvæli eru geymd sönnun þess að stríði snúist um útrýmingu Úkraínumanna. Rússar segjast hafa ráðist á flugvöll nærri Odesu á laugardag. Þar hafi þeir eyðilagt flugbraut og flugskýli þar sem Úkraínumenn geymdu vopn frá Evrópu og Bandaríkjunum. Vakt gærdagsins.
Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. Helstu vendingar: Rússar virðiast ekki hafa reynt að sækja fram á neinni víglínu í Úkraínu í dag. Úkraínumenn eru hins vegar sagðir hafa gert vel heppnaðar gagnárásir í bæði norðri og suðri. Bandaríkjamenn segjast hafa ábyrgar heimildir fyrir því að Rússar ætli sér að reyna að innlima Donetsk og Luhansk um miðjan maí. Einnig standi til að reyna að innlima Kherson-hérað í suðurhluta Úkraínu. Brottflutningur þeirra borgara sem hafst hafa við í stálverksmiðju í Maríupol gengur hægt. Þau sem hafa verið fluttir á brott þaðan eru afar fegin að vera laus úr byrginu. Oleg Y. Tinkov, stofnandi eins stærsta banka Rússlands, segir líf sitt í hættu eftir að hann gagnrýndi innrás Rússa í Úkraínu í febrúar. Tinkov, sem var þá metinn á 9 milljarða dollara, vill ekki gefa upp hvar hann dvelur en segist hafa verið tilneyddur til að selja hlut sinn í Tinkoff eftir að stjórnvöld í Moskvu hótuðu að þjóðnýta bankann í kjölfar gagnrýninnar. Breska varnarmálaráðuneytið segir fjórðung þeirra 120 hersveita sem Rússar sendu til Úkraínu nú óbardagahæfar. Rússar hefðu sent um það bil 65 prósent landhersins til að taka þátt í innrásinni og það muni taka mörg ár að endurnýja liðsaflann. Evrópusambandið er að skoða að hætta olíuviðskiptum við Rússa fyrir árslok. Yfirhershöfðinginn Valery Gerasimov er sagður hafa heimsótt framlínu Rússa í austurhluta Úkraínu í gær. Fregnir herma að skömmu eftir að hann yfirgaf svæðið hafi Úkraínumenn gert árás á skóla í Izium, sem Rússar voru að nota sem bækistöð. Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar bandaríska þingsins, mun funda með Andrzej Duda, forseta Póllands, í dag. Pelosi heimsótti Vólódímír Selenskí Úkraínuforseta í Kænugarði í gær. Adam Schiff, formaður leyniþjónustunefndar neðri deildar Bandaríkjaþings, segir aðeins tímaspursmál hvenær Joe Biden Bandaríkjaforseti ferðast til Úkraínu. Selenskí segir árásir Rússa á íbúðahverfi og vöruhús þar sem matvæli eru geymd sönnun þess að stríði snúist um útrýmingu Úkraínumanna. Rússar segjast hafa ráðist á flugvöll nærri Odesu á laugardag. Þar hafi þeir eyðilagt flugbraut og flugskýli þar sem Úkraínumenn geymdu vopn frá Evrópu og Bandaríkjunum. Vakt gærdagsins.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Fleiri fréttir Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Sjá meira