Oddvitaáskorunin: Batt spottann í drifskaftið Samúel Karl Ólason skrifar 3. maí 2022 09:00 Guðmundur með Barack Obama, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna. Vísir stendur fyrir Oddvitaáskoruninni 2022 þar sem skorað er á oddvita allra flokka í sveitarfélögum um land allt að taka þátt. Áskorunin felur í sér stutta kynningu og að svara nokkrum léttum spurningum. Guðmundur Árni Stefánsson leiðir lista Samfylkingarinnar í Hafnarfirði í komandi sveitarstjórnarkosningum. Ég hef fengið það traust að leiða framboðs vegna komandi bæjarstjórnarkosninga í Hafnarfirði fyrir Samfylkinguna - jafnaðarmannaflokk Íslands. Umliðin rúm 16 ár hef ég starfað í utanríkisþjónustunni sem sendiherra, m.a. í Stokkhólmi, Washington, Nýju Delí og nú síðast á slóðum Vestur- Íslendinga í Winnipeg í Kanada. Þessara starfa hef ég notið til fullnustu og öðlast vini og nýja reynslu. Ég hef ákveðið að verða við þessu kalli og er þess fullviss, að með góðri liðsheild, skýrri stefnu og markvissum vinnubrögðum geti Samfylkingin orðið stærsti flokkur bæjarins. Það er sannarlega verk að vinna í Hafnarfirði og í mörg horn að líta. Átta ára þreytuleg valdatíð Sjálfstæðisflokksins í bænum kallar á ný vinnubrögð þar sem verkin þurfa að tala í samráði við ólíka hópa og einstaklinga. Ég veit að Samfylkingin er tilbúin í þau verk. Málaflokkarnir þar sem þarf að taka á eru um allt; má nefna mál sem varða skipulag, félagsmál, atvinnumál, leikskóla, grunnskóla, íþróttir, umhverfismál, jafnrétti, húsnæði fyrir alla, svo fátt eitt sé talið. Það er mikilvægt að allir Hafnfirðingar geti verið stoltir af bænum sínum. Það kallar á ný vinnubrögð, opið stjórnkerfi, kraftmikla uppbyggingu og virka aðkomu bæjarbúa að endurbótum. Ég hætti í pólitík 2005. Hafði þá setið í bæjarstjórn í Hafnarfirði í 12 ár, þar af bæjarstjóri í 7 ár. Og síðan þingmaður í 13 ár, þar af ráðherra í hálft annað ár. Ég hef því allnokkra reynslu að baki, en einnig kem ég að þessum verkum fullur af krafti og eftirvæntingu eftir að hafa sinnt öðrum störfum um árabil. Það er verk að vinna. Hafnarfjörður hefur alla burði til að vera fyrirmyndarsveitarfélag, en snúa þarf vörn í sókn. Ég vil gjarnan taka þátt í þeirri uppbyggingu með ungum jafnt sem eldri Hafnfirðingum á næstu árum. Guðmundur Árni er fæddur í Hafnarfirði 31. október 1955 Maki (26. mars 1977): Jóna Dóra Karlsdóttir (fædd 1. janúar 1956) húsmóðir. Börn: Fannar Karl (fæddur 1976, dáinn 1985), Brynjar Freyr (fæddur 1980, dáinn 1985), Margrét Hildur (1981), Heimir Snær (1984), Fannar Freyr (1986), Brynjar Ásgeir (1992). Klippa: Oddvitaáskorun - Guðmundur Árni Stefánsson Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi? Hraunið í Hafnarfirði. Er eitthvað lítilvægt sem fer þó í taugarnar á þér í þínu sveitarfélagi sem þú vilt að sé lagað? Hægagangur og ákvörðunarfælni núverandi yfirstjórnar bæjarins. Og svo hik og klúður þegar loksins er tekin ákvörðun. En þetta horfir allt til bóta með nýrri bæjarstjórn undir forystu jafnaðarmanna!! Guðmundur var lögregluþjónn. Hvert er þitt uppáhalds áhugamál sem gæti þótt skrítið? Pólitík og aftur pólitík!! Það finnst mörgum stórskrýtið hversu stjórnmálin eru mér kær, en fyrir mér er pólitík hluti af lífinu. Hver eru þín minnistæðustu samskipti við lögregluna? Þegar ég sjálfur lögregluþjónn í nokkur ár um tvítugsaldurinn. Það voru góð ár. Ég var milt yfirvald! Hvað færðu þér á pizzu? Pepperoni stendur uppúr. Hvaða lag peppar þig mest? Þau eru úti um allt. Sum koma og fara. Bjöggi smellur ágætlega inn með Gullvagninn okkar! Og nýlega lagið hans Frikka Dórs, Einn dans við mig! Hvað getur þú tekið margar armbeygjur? Þeim hefur farið fækkandi því miður. Var óstöðvandi í þeim efnum sem öðrum þegar ég var í handboltanum með sigurliði FH í gamla daga. Þá sagi þjálfarinn: „Og taka nú armbeygjur!“ Og maður spurði: „Hversu margar viltu?” Göngutúr eða skokk? Langir göngutúrar. Helst með golfbolta nærri. Hef aldrei nennt skokkinu. En hlaup (helst með bolta) voru í toppsæti fyrrum. Guðmundur og félagarnir fylgjast með boltanum. Uppáhalds brandari? Hafnarfjarðarbrandararnir eru vitaskuld efstir á blaði, sannir og lognir. Þessi sígildur: Hvað stendur á botni Suðurbæjarlaugar í Hafnarfirði? Svar: Bannað að reykja! Hvað er þitt draumafríi? Slappa af og njóta á ströndinni á Góa á Indlandi. Ægifagurt og tíminn þar lýtur öðrum lögmálum. Er varla til. Hef upplifað þá dýrð í fríum, þegar ég bjó og starfaði sem sendiherra á Indlandi. Hvort fannst þér 2020 eða 2021 vera verra ár? Það sér ekki á svörtu. Glasið var hálftómt bæði þessi ár. Guðmundur og barnabörnin. Uppáhalds tónlistarmaður? Bo, Bjöggi Halldórs, kemur sterkur inn! Svo eru þeir auðvitað fjölmargir aðrir ofarlega á baugi. Íslenskir sem útlendir. Og ótrúlega margir ungir tónlistarmenn sem hafa stimplað sig inn. Tónlistin virðist endalaus uppspretta gleði og ánægju. Hvað er það skrýtnasta sem þú manst eftir að hafa gert? Það er úr mörgu að velja. Margt minnistætt. Bílar og ég eigum mátulega vel saman. Átti alltaf druslur, sem áttu til að stoppa í tíma og ótíma. Og ég vissi þá ekkert hvað átti að gera. Sparkaði stundum í dekkin til að gera eitthvað. En ég toppaði mig, þegar ég var með rafmagnslausan bíl og bað kunningja minn um drátt. Batt spottann í drifskaftið á mínum bíl!! Hann uppgötvaði ruglið sem betur fer. Guðmundur í handboltanum í gamla daga. Ef það væri gerð kvikmynd um ævi þína, hver ætti að leika þig? Má vera íslenskur eða útlenskur. Liam Neeson væri góður - hann myndi gera úr mér góðviljaðan slagsmálahund, sem aldrei tapar! Svo kæmi Tryggvi Rafnsson leikari og kosningastjóri, Hafnfirðingur ársins 2021, einnig sterklega til greina. Hefur þú verið í verbúð? Nei, en kom inn í slíkar vistarverur með skipstjóranum afa mínum, þegar ég var strákur. Áhrifamesta kvikmyndin? „Schindlers list“ með Liam Neeson, sem fjallar um hrikalega grimmd styrjalda og hið góða sem fyrirfinnst mitt í millum. Baráttu góðs og ills. Áttu eftir að sakna Nágranna? Nei, ég geri það svo sannarlega ekki. Sonur minn Fannar Freyr sér alfarið um það. Hann hefur varla misst úr þátt síðustu 23 árin! Fjölskylda Guðmundar. Ef þú yrðir að flytja úr þínu sveitarfélagi, hvert myndir þú helst vilja fara? Ef ég ætti að flytja til útlanda, þá held ég að Stokkhólmur í Svíþjóð yrði fyrir valinu. Bjó þar og starfaði í sex ár og leið vel. Uppáhalds „guilty pleasure“ lag? (skammast þín smá fyrir að hafa gaman af því – sakbitin sæla) Sumar Elton John melódíur. En gamlir smellir eins og „Ég er á leiðinni“ með Brunaliðinu rifjar um gamlar minningar. Er maður annars ekki alltaf á leiðinni? Vísir skorar á oddvita stjórnmálaflokka út um allt land að taka þátt í Oddvitaáskoruninni til að kynna sig og sín málefni. Nánari upplýsingar er hægt að nálgast með því að senda póst á [email protected] og [email protected]. Fyrri Oddvitaáskoranir má skoða á síðunni visir.is/p/oddvitaaskorun. Oddvitaáskorunin Hafnarfjörður Sveitarstjórnarkosningar 2022 Samfylkingin Mest lesið Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Lífið Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Lífið Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Lífið Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Lífið Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Lífið Rislítil ástarsaga Gagnrýni Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Lífið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Lífið Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Lífið Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Lífið Fleiri fréttir Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta „Ég held ég sé með niðurgang“ Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Sjá meira
Guðmundur Árni Stefánsson leiðir lista Samfylkingarinnar í Hafnarfirði í komandi sveitarstjórnarkosningum. Ég hef fengið það traust að leiða framboðs vegna komandi bæjarstjórnarkosninga í Hafnarfirði fyrir Samfylkinguna - jafnaðarmannaflokk Íslands. Umliðin rúm 16 ár hef ég starfað í utanríkisþjónustunni sem sendiherra, m.a. í Stokkhólmi, Washington, Nýju Delí og nú síðast á slóðum Vestur- Íslendinga í Winnipeg í Kanada. Þessara starfa hef ég notið til fullnustu og öðlast vini og nýja reynslu. Ég hef ákveðið að verða við þessu kalli og er þess fullviss, að með góðri liðsheild, skýrri stefnu og markvissum vinnubrögðum geti Samfylkingin orðið stærsti flokkur bæjarins. Það er sannarlega verk að vinna í Hafnarfirði og í mörg horn að líta. Átta ára þreytuleg valdatíð Sjálfstæðisflokksins í bænum kallar á ný vinnubrögð þar sem verkin þurfa að tala í samráði við ólíka hópa og einstaklinga. Ég veit að Samfylkingin er tilbúin í þau verk. Málaflokkarnir þar sem þarf að taka á eru um allt; má nefna mál sem varða skipulag, félagsmál, atvinnumál, leikskóla, grunnskóla, íþróttir, umhverfismál, jafnrétti, húsnæði fyrir alla, svo fátt eitt sé talið. Það er mikilvægt að allir Hafnfirðingar geti verið stoltir af bænum sínum. Það kallar á ný vinnubrögð, opið stjórnkerfi, kraftmikla uppbyggingu og virka aðkomu bæjarbúa að endurbótum. Ég hætti í pólitík 2005. Hafði þá setið í bæjarstjórn í Hafnarfirði í 12 ár, þar af bæjarstjóri í 7 ár. Og síðan þingmaður í 13 ár, þar af ráðherra í hálft annað ár. Ég hef því allnokkra reynslu að baki, en einnig kem ég að þessum verkum fullur af krafti og eftirvæntingu eftir að hafa sinnt öðrum störfum um árabil. Það er verk að vinna. Hafnarfjörður hefur alla burði til að vera fyrirmyndarsveitarfélag, en snúa þarf vörn í sókn. Ég vil gjarnan taka þátt í þeirri uppbyggingu með ungum jafnt sem eldri Hafnfirðingum á næstu árum. Guðmundur Árni er fæddur í Hafnarfirði 31. október 1955 Maki (26. mars 1977): Jóna Dóra Karlsdóttir (fædd 1. janúar 1956) húsmóðir. Börn: Fannar Karl (fæddur 1976, dáinn 1985), Brynjar Freyr (fæddur 1980, dáinn 1985), Margrét Hildur (1981), Heimir Snær (1984), Fannar Freyr (1986), Brynjar Ásgeir (1992). Klippa: Oddvitaáskorun - Guðmundur Árni Stefánsson Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi? Hraunið í Hafnarfirði. Er eitthvað lítilvægt sem fer þó í taugarnar á þér í þínu sveitarfélagi sem þú vilt að sé lagað? Hægagangur og ákvörðunarfælni núverandi yfirstjórnar bæjarins. Og svo hik og klúður þegar loksins er tekin ákvörðun. En þetta horfir allt til bóta með nýrri bæjarstjórn undir forystu jafnaðarmanna!! Guðmundur var lögregluþjónn. Hvert er þitt uppáhalds áhugamál sem gæti þótt skrítið? Pólitík og aftur pólitík!! Það finnst mörgum stórskrýtið hversu stjórnmálin eru mér kær, en fyrir mér er pólitík hluti af lífinu. Hver eru þín minnistæðustu samskipti við lögregluna? Þegar ég sjálfur lögregluþjónn í nokkur ár um tvítugsaldurinn. Það voru góð ár. Ég var milt yfirvald! Hvað færðu þér á pizzu? Pepperoni stendur uppúr. Hvaða lag peppar þig mest? Þau eru úti um allt. Sum koma og fara. Bjöggi smellur ágætlega inn með Gullvagninn okkar! Og nýlega lagið hans Frikka Dórs, Einn dans við mig! Hvað getur þú tekið margar armbeygjur? Þeim hefur farið fækkandi því miður. Var óstöðvandi í þeim efnum sem öðrum þegar ég var í handboltanum með sigurliði FH í gamla daga. Þá sagi þjálfarinn: „Og taka nú armbeygjur!“ Og maður spurði: „Hversu margar viltu?” Göngutúr eða skokk? Langir göngutúrar. Helst með golfbolta nærri. Hef aldrei nennt skokkinu. En hlaup (helst með bolta) voru í toppsæti fyrrum. Guðmundur og félagarnir fylgjast með boltanum. Uppáhalds brandari? Hafnarfjarðarbrandararnir eru vitaskuld efstir á blaði, sannir og lognir. Þessi sígildur: Hvað stendur á botni Suðurbæjarlaugar í Hafnarfirði? Svar: Bannað að reykja! Hvað er þitt draumafríi? Slappa af og njóta á ströndinni á Góa á Indlandi. Ægifagurt og tíminn þar lýtur öðrum lögmálum. Er varla til. Hef upplifað þá dýrð í fríum, þegar ég bjó og starfaði sem sendiherra á Indlandi. Hvort fannst þér 2020 eða 2021 vera verra ár? Það sér ekki á svörtu. Glasið var hálftómt bæði þessi ár. Guðmundur og barnabörnin. Uppáhalds tónlistarmaður? Bo, Bjöggi Halldórs, kemur sterkur inn! Svo eru þeir auðvitað fjölmargir aðrir ofarlega á baugi. Íslenskir sem útlendir. Og ótrúlega margir ungir tónlistarmenn sem hafa stimplað sig inn. Tónlistin virðist endalaus uppspretta gleði og ánægju. Hvað er það skrýtnasta sem þú manst eftir að hafa gert? Það er úr mörgu að velja. Margt minnistætt. Bílar og ég eigum mátulega vel saman. Átti alltaf druslur, sem áttu til að stoppa í tíma og ótíma. Og ég vissi þá ekkert hvað átti að gera. Sparkaði stundum í dekkin til að gera eitthvað. En ég toppaði mig, þegar ég var með rafmagnslausan bíl og bað kunningja minn um drátt. Batt spottann í drifskaftið á mínum bíl!! Hann uppgötvaði ruglið sem betur fer. Guðmundur í handboltanum í gamla daga. Ef það væri gerð kvikmynd um ævi þína, hver ætti að leika þig? Má vera íslenskur eða útlenskur. Liam Neeson væri góður - hann myndi gera úr mér góðviljaðan slagsmálahund, sem aldrei tapar! Svo kæmi Tryggvi Rafnsson leikari og kosningastjóri, Hafnfirðingur ársins 2021, einnig sterklega til greina. Hefur þú verið í verbúð? Nei, en kom inn í slíkar vistarverur með skipstjóranum afa mínum, þegar ég var strákur. Áhrifamesta kvikmyndin? „Schindlers list“ með Liam Neeson, sem fjallar um hrikalega grimmd styrjalda og hið góða sem fyrirfinnst mitt í millum. Baráttu góðs og ills. Áttu eftir að sakna Nágranna? Nei, ég geri það svo sannarlega ekki. Sonur minn Fannar Freyr sér alfarið um það. Hann hefur varla misst úr þátt síðustu 23 árin! Fjölskylda Guðmundar. Ef þú yrðir að flytja úr þínu sveitarfélagi, hvert myndir þú helst vilja fara? Ef ég ætti að flytja til útlanda, þá held ég að Stokkhólmur í Svíþjóð yrði fyrir valinu. Bjó þar og starfaði í sex ár og leið vel. Uppáhalds „guilty pleasure“ lag? (skammast þín smá fyrir að hafa gaman af því – sakbitin sæla) Sumar Elton John melódíur. En gamlir smellir eins og „Ég er á leiðinni“ með Brunaliðinu rifjar um gamlar minningar. Er maður annars ekki alltaf á leiðinni? Vísir skorar á oddvita stjórnmálaflokka út um allt land að taka þátt í Oddvitaáskoruninni til að kynna sig og sín málefni. Nánari upplýsingar er hægt að nálgast með því að senda póst á [email protected] og [email protected]. Fyrri Oddvitaáskoranir má skoða á síðunni visir.is/p/oddvitaaskorun.
Vísir skorar á oddvita stjórnmálaflokka út um allt land að taka þátt í Oddvitaáskoruninni til að kynna sig og sín málefni. Nánari upplýsingar er hægt að nálgast með því að senda póst á [email protected] og [email protected]. Fyrri Oddvitaáskoranir má skoða á síðunni visir.is/p/oddvitaaskorun.
Oddvitaáskorunin Hafnarfjörður Sveitarstjórnarkosningar 2022 Samfylkingin Mest lesið Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Lífið Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Lífið Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Lífið Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Lífið Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Lífið Rislítil ástarsaga Gagnrýni Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Lífið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Lífið Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Lífið Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Lífið Fleiri fréttir Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta „Ég held ég sé með niðurgang“ Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Sjá meira