Vaktin: Sagði Úkraínumenn gera Rússa að fíflum Hólmfríður Gísladóttir, Bjarki Sigurðsson og Samúel Karl Ólason skrifa 3. maí 2022 07:26 Joe Biden í verksmiðju Lockheed Martin í Alabama í kvöld. AP/Evan Vucci Frans páfi segist ekki hafa í hyggju að heimsækja Kænugarð en hann sé viljugur til að hitta Vladimir Pútín Rússlandsforseta. Þetta sagði hann í viðtali við dagblaðið Corriere della Sera, þar sem hann líkti átökunum í Úkraínu við þjóðarmorðið í Rúanda. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. Helstu vendingar: Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, heiðraði í dag starfsmenn vopnaverksmiðju í Bandaríkjunum þar sem svokallaðar Javelin-eldflaugar eru framleiddar. Hann sagði Úkraínumenn nota þær til að gera Rússa að fíflum. Rússar gerðu í kvöld umfangsmiklar eldflaugaárásir á innviði Úkraínu. Talið er að mögulega sé um umfangsmestu eldflaugaárásir stríðsins að ræða. Rafmagnslaust er í Lviv og víðar og er lestarkerfi Úkaínu sagt hafa orðið fyrir töluverðum skemmdum. Eldflaugum var skotið á minnst sex lestarstöðvar í landinu. Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, mun ávarpa úkraínska þingið í dag. Talið er að um 200 almennir borgarar séu enn fastir í Azovstal-verksmiðjunni. Rússar hófu árásir á verksmiðjuna strax og björgunaraðgerðum Sameinuðu þjóðanna lauk í gær. Bandaríkjamenn segja Rússa hyggjast innlima Donbas, það er að segja héruðin Donetsk og Luhansk, með fölsuðum kosningum. Evrópusambandið undirbýr nú refsiaðgerðir sem munu meðal annars felast í banni á kaupum á olíu frá Rússlandi. Þjóðverjar segjast styðja slíkar aðgerðir en Ungverjar og Slóvakar munu mögulega fá undanþágu. Breska varnarmálaráðuneytið segir innrás Rússa í Úkraínu hafa veikt rússneska heraflann til muna og vegna refsiaðgerða bandamanna muni taka langan tíma fyrir hann að ná sér. Ísraelar eru enn æfir yfir staðhæfingu Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, að Adolf Hitler hafi verið með „gyðinga-blóð“ í æðum. Jerusalem Post segir þetta þýða að stjórnvöld í Ísrael geti ekki lengur verið hlutlaus gagnvart átökunum í Úkraínu. Hér má finna vakt gærdagsins.
Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. Helstu vendingar: Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, heiðraði í dag starfsmenn vopnaverksmiðju í Bandaríkjunum þar sem svokallaðar Javelin-eldflaugar eru framleiddar. Hann sagði Úkraínumenn nota þær til að gera Rússa að fíflum. Rússar gerðu í kvöld umfangsmiklar eldflaugaárásir á innviði Úkraínu. Talið er að mögulega sé um umfangsmestu eldflaugaárásir stríðsins að ræða. Rafmagnslaust er í Lviv og víðar og er lestarkerfi Úkaínu sagt hafa orðið fyrir töluverðum skemmdum. Eldflaugum var skotið á minnst sex lestarstöðvar í landinu. Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, mun ávarpa úkraínska þingið í dag. Talið er að um 200 almennir borgarar séu enn fastir í Azovstal-verksmiðjunni. Rússar hófu árásir á verksmiðjuna strax og björgunaraðgerðum Sameinuðu þjóðanna lauk í gær. Bandaríkjamenn segja Rússa hyggjast innlima Donbas, það er að segja héruðin Donetsk og Luhansk, með fölsuðum kosningum. Evrópusambandið undirbýr nú refsiaðgerðir sem munu meðal annars felast í banni á kaupum á olíu frá Rússlandi. Þjóðverjar segjast styðja slíkar aðgerðir en Ungverjar og Slóvakar munu mögulega fá undanþágu. Breska varnarmálaráðuneytið segir innrás Rússa í Úkraínu hafa veikt rússneska heraflann til muna og vegna refsiaðgerða bandamanna muni taka langan tíma fyrir hann að ná sér. Ísraelar eru enn æfir yfir staðhæfingu Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, að Adolf Hitler hafi verið með „gyðinga-blóð“ í æðum. Jerusalem Post segir þetta þýða að stjórnvöld í Ísrael geti ekki lengur verið hlutlaus gagnvart átökunum í Úkraínu. Hér má finna vakt gærdagsins.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Innlent Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira