Gerum rétt í Reykjavík og frelsum menntun barna frá greiðsluseðlunum Líf Magneudóttir skrifar 3. maí 2022 12:31 Öll börn eiga rétt á menntun óháð tekjum foreldra þeirra. Þess vegna er ekki rétt að láta þau borga skólagjöld í leikskólum. Það er heldur ekki rétt að láta þau borga fyrir skólamáltíðir. Við Vinstri græn viljum gera það sem er rétt. Þess vegna höfum við unnið að því í borgarstjórn Reykjavíkur að gera menntun barna gjaldfrjálsa bæði í leik- og grunnskólum og frístundaheimilum. Frá árinu 2014 höfum við átt aðild að meirihlutasamstarfi í borgarstjórn þar sem við höfum barist fyrir því að gera menntun barna gjaldfrjálsa. Þrátt fyrir að samstarfsflokkar okkar deili ekki með okkur þessari stefnu hefur okkur engu að síður tekist að sannfæra þau um að stíga nokkur mikilvæg skref í þessa átt. Það er ekki tilviljun að leikskólagjöld í Reykjavík eru þau lægstu á landinu. Sem dæmi má nefna að leikskólagjöld fyrir eitt barn eru 14.300 krónum lægri í Reykjavík en í nágrannasveitarfélaginu Garðabæ. Það eru 143 þúsund krónur á ári. Í Reykjavík borga foreldrar margra barna aðeins eitt námsgjald þvert á skólastig (leikskóli og frístund) öfugt við flest önnur sveitarfélög. Eins greiða foreldrar margra barna aðeins skólamáltíðir fyrir tvö börn þvert á skólastig. Allt þetta er tilkomið vegna skýrrar stefnu okkar Vinstri grænna og baráttu. Þessari réttlætisbaráttu okkar er hins vegar ekki lokið. Við viljum ganga lengra og tryggja öllum börnum í Reykjavík gjaldfrjálsa menntun. Til þess þurfum við fleiri borgarfulltrúa og að raddir þeirra ómi í borgarstjórn. Með einn borgarfulltrúa í tólf fulltrúa meirihluta hefur okkur tekist að færast nær markmiði okkar um endurgjaldslausa menntun. Með hverju atkvæði og hverjum borgarfulltrúa sem við bætum við okkur munum við færast nær því markmiði. Gerum það sem er rétt fyrir börn og foreldra þeirra og stuðlum að jafnrétti til náms óháð öllum tekjum reykvískra heimila. Verið með okkur í liði í þessu réttlætismáli og setjum X við V 14. maí. Þá rennur upp sá dagur að öll börn sitja við sama borð. Höfundur er oddviti Vinstri grænna í borgarstjórn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Líf Magneudóttir Skoðun: Kosningar 2022 Reykjavík Vinstri græn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Borgarstjórn Skóla - og menntamál Leikskólar Grunnskólar Mest lesið Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Skoðun Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Sjá meira
Öll börn eiga rétt á menntun óháð tekjum foreldra þeirra. Þess vegna er ekki rétt að láta þau borga skólagjöld í leikskólum. Það er heldur ekki rétt að láta þau borga fyrir skólamáltíðir. Við Vinstri græn viljum gera það sem er rétt. Þess vegna höfum við unnið að því í borgarstjórn Reykjavíkur að gera menntun barna gjaldfrjálsa bæði í leik- og grunnskólum og frístundaheimilum. Frá árinu 2014 höfum við átt aðild að meirihlutasamstarfi í borgarstjórn þar sem við höfum barist fyrir því að gera menntun barna gjaldfrjálsa. Þrátt fyrir að samstarfsflokkar okkar deili ekki með okkur þessari stefnu hefur okkur engu að síður tekist að sannfæra þau um að stíga nokkur mikilvæg skref í þessa átt. Það er ekki tilviljun að leikskólagjöld í Reykjavík eru þau lægstu á landinu. Sem dæmi má nefna að leikskólagjöld fyrir eitt barn eru 14.300 krónum lægri í Reykjavík en í nágrannasveitarfélaginu Garðabæ. Það eru 143 þúsund krónur á ári. Í Reykjavík borga foreldrar margra barna aðeins eitt námsgjald þvert á skólastig (leikskóli og frístund) öfugt við flest önnur sveitarfélög. Eins greiða foreldrar margra barna aðeins skólamáltíðir fyrir tvö börn þvert á skólastig. Allt þetta er tilkomið vegna skýrrar stefnu okkar Vinstri grænna og baráttu. Þessari réttlætisbaráttu okkar er hins vegar ekki lokið. Við viljum ganga lengra og tryggja öllum börnum í Reykjavík gjaldfrjálsa menntun. Til þess þurfum við fleiri borgarfulltrúa og að raddir þeirra ómi í borgarstjórn. Með einn borgarfulltrúa í tólf fulltrúa meirihluta hefur okkur tekist að færast nær markmiði okkar um endurgjaldslausa menntun. Með hverju atkvæði og hverjum borgarfulltrúa sem við bætum við okkur munum við færast nær því markmiði. Gerum það sem er rétt fyrir börn og foreldra þeirra og stuðlum að jafnrétti til náms óháð öllum tekjum reykvískra heimila. Verið með okkur í liði í þessu réttlætismáli og setjum X við V 14. maí. Þá rennur upp sá dagur að öll börn sitja við sama borð. Höfundur er oddviti Vinstri grænna í borgarstjórn.
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar