Framsókn til framtíðar í menntamálum í Fjarðabyggð Birgir Jónsson skrifar 9. maí 2022 14:16 Börnin okkar eru það dýrmætasta sem við eigum. Það er mikilvægt að við hlustum á þau og að ákvarðanir séu teknar út frá því sem er þeim fyrir bestu þannig að hvert og eitt barn geti blómstrað. Í það eina skipti sem ég útskrifaði nemendur úr 10. bekk sagði ég við þau að mikilvægt væri að þau fetuðu þá braut sem hjarta þeirra segði þeim að fara. Þau gætu allt sem þau ætluðu sér. Við þurfum að tryggja að aðstæður þeirra séu góðar, og þau fái stuðning við hæfi, þá eru börnunum okkar allir vegir færir. Á síðustu árum hefur ýmislegt verið gert í Fjarðabyggð til að bæta þjónustu og aðstæður barna og ungmenna. Mætti þar til að mynda nefna stækkun leikskóla, átak varðandi starfsumhverfi starfsfólks leikskólanna, tæknivæðingu í grunnskólunum, gjaldfrjálsar skólamáltíðir, iðn- og tækninám í samstarfi við VA, uppbyggingu skólaþjónustunnar í kjölfar þess þegar Skólaskrifstofa Austurlands var lögð niður, snemmtæka íhlutun þar sem Sprettsteymi voru sett á laggirnar, endurskipulagning var gerð á félagsmiðstöðvunum og sumarfrístund fyrir nemendur í 1.-4. bekk var komið á. Þetta er allt saman gott, en mjög mikilvægt er að halda áfram á þessari braut og gera enn betur. Aukum sérfræðiaðstoð í skólunum Samfélagið er að breytast og þar með samsetning og þarfir nemendahópa í skólunum okkar. Í skólum Fjarðabyggðar höfum við á að skipa frábæru fagfólki sem vinnur stórkostlegt starf á degi hverjum. En það er ljóst af samtölum við starfsfólk skólanna að þörf er á auknum sérhæfðum stuðningi, t.d. á sviði talmeinafræði, sálfræði og iðjuþjálfun. Einnig er aukin þörf fyrir að sérfræðingar á þessum sviðum komi meira inn í skólana og vinni við hliðina á starfsfólkinu sem þar er. Nýlega kom út tilviksrannsókn sem framkvæmd var af Háskólanum á Akureyri þar sem skólaþjónusta í nokkrum sveitarfélögum var skoðuð. Kom þar í ljós að mikið ákall er, bæði frá starfsfólki skólaþjónustu og starfsfólki skólanna, að meiri tíma skólaþjónustunnar sé eytt á gólfinu með starfsfólki og nemendum enda hlýtur það að vera börnunum fyrir bestu þannig að hvert og eitt barn fái sem heildstæðasta og besta þjónustu. Það er afar brýnt að við skoðum hvernig við viljum hafa okkar skólaþjónustu, þar þurfum við að fá sérfræðingana í skólaþjónustunni að borðinu ásamt starfsfólkinu í skólunum. Við þurfum að marka okkur stefnu og haga síðan vinnunni eftir henni þannig að þekking sérfræðinganna nýtist sem best. Börn eru mismunandi og hafa mismunandi þjónustuþarfir. Því meiri þjónustu sem þau þurfa, því meira fjármagn þarf að fylgja. Til þess að útdeila fjármagni til skóla er notast við svokallað úthlutunarlíkan þar sem reiknað er út frá nokkrum þáttum hvaða fjármagn hver skóli fær. Nýlega endurskoðaði Reykjavíkurborg sitt líkan og í þeirri endurskoðun voru markmiðin þau að tryggja það að hverju barni fylgdi það fjármagn sem þyrfti, fjármagnið færi á réttan stað þannig að tryggt væri að þörf þeirra verði mætt. Að auki fengu skólarnir nokkurn sveigjanleika inn í líkanið, sá sveigjanleiki var falinn í því að skólarnir geta nú ráðið sérfræðing miðað við þá þörf sem þeir hafa. Ef einn skóla vantaði talmeinafræðing þá myndi hann geta ráðið talmeinafræðing, ef annan skóla vantaði frekar sálfræðing þá gæti hann ráðið sálfræðing og ef þriðja skólann vantaði iðjuþjálfa eða þroskaþjálfa þá gæti hann gert það. Það er komið að þeim tímapunkti að Fjarðabyggð þurfi að fara gagnrýnið í gegnum sitt úthlutunarlíkan, þannig að tryggt sé að þörfum allra nemenda verði mætt á sem bestan hátt. Sækjum fram! Við þurfum að vera óhrædd við að endurskoða hlutina og stöðugt að leyta leiða til að bæta þjónustuna til barnanna okkar. Ég hef í mínum störfum verið óhræddur við það, ávalt með það markmið í huga að gera það sem er best fyrir þau. Menntamál eru stór þáttur í rekstri sveitarfélaga. Það er mikilvægt að huga vel að þeim og leita sífellt leiða til bæta þá þjónustu sem þar er veitt, börnunum okkar til heilla. Höfum í hug að hver króna sem sett er í þennan málaflokk til að bæta og efla þjónustuna mun að lokum skila sér margfalt tilbaka. Framsókn í Fjarðabyggð vill sækja fram í þessum málaflokki og ég get lofað ykkur hér að með því að greiða okkur atkvæði þann 14. maí mun ég leggja allt mitt til þessara mála, börnunum okkar til heilla. Höfundur er framhaldsskólakennari og situr í 3. sæti á lista Framsóknar í Fjarðabyggð fyrir sveitastjórnarkosningarnar þann 14. maí. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Framsóknarflokkurinn Fjarðabyggð Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Sjá meira
Börnin okkar eru það dýrmætasta sem við eigum. Það er mikilvægt að við hlustum á þau og að ákvarðanir séu teknar út frá því sem er þeim fyrir bestu þannig að hvert og eitt barn geti blómstrað. Í það eina skipti sem ég útskrifaði nemendur úr 10. bekk sagði ég við þau að mikilvægt væri að þau fetuðu þá braut sem hjarta þeirra segði þeim að fara. Þau gætu allt sem þau ætluðu sér. Við þurfum að tryggja að aðstæður þeirra séu góðar, og þau fái stuðning við hæfi, þá eru börnunum okkar allir vegir færir. Á síðustu árum hefur ýmislegt verið gert í Fjarðabyggð til að bæta þjónustu og aðstæður barna og ungmenna. Mætti þar til að mynda nefna stækkun leikskóla, átak varðandi starfsumhverfi starfsfólks leikskólanna, tæknivæðingu í grunnskólunum, gjaldfrjálsar skólamáltíðir, iðn- og tækninám í samstarfi við VA, uppbyggingu skólaþjónustunnar í kjölfar þess þegar Skólaskrifstofa Austurlands var lögð niður, snemmtæka íhlutun þar sem Sprettsteymi voru sett á laggirnar, endurskipulagning var gerð á félagsmiðstöðvunum og sumarfrístund fyrir nemendur í 1.-4. bekk var komið á. Þetta er allt saman gott, en mjög mikilvægt er að halda áfram á þessari braut og gera enn betur. Aukum sérfræðiaðstoð í skólunum Samfélagið er að breytast og þar með samsetning og þarfir nemendahópa í skólunum okkar. Í skólum Fjarðabyggðar höfum við á að skipa frábæru fagfólki sem vinnur stórkostlegt starf á degi hverjum. En það er ljóst af samtölum við starfsfólk skólanna að þörf er á auknum sérhæfðum stuðningi, t.d. á sviði talmeinafræði, sálfræði og iðjuþjálfun. Einnig er aukin þörf fyrir að sérfræðingar á þessum sviðum komi meira inn í skólana og vinni við hliðina á starfsfólkinu sem þar er. Nýlega kom út tilviksrannsókn sem framkvæmd var af Háskólanum á Akureyri þar sem skólaþjónusta í nokkrum sveitarfélögum var skoðuð. Kom þar í ljós að mikið ákall er, bæði frá starfsfólki skólaþjónustu og starfsfólki skólanna, að meiri tíma skólaþjónustunnar sé eytt á gólfinu með starfsfólki og nemendum enda hlýtur það að vera börnunum fyrir bestu þannig að hvert og eitt barn fái sem heildstæðasta og besta þjónustu. Það er afar brýnt að við skoðum hvernig við viljum hafa okkar skólaþjónustu, þar þurfum við að fá sérfræðingana í skólaþjónustunni að borðinu ásamt starfsfólkinu í skólunum. Við þurfum að marka okkur stefnu og haga síðan vinnunni eftir henni þannig að þekking sérfræðinganna nýtist sem best. Börn eru mismunandi og hafa mismunandi þjónustuþarfir. Því meiri þjónustu sem þau þurfa, því meira fjármagn þarf að fylgja. Til þess að útdeila fjármagni til skóla er notast við svokallað úthlutunarlíkan þar sem reiknað er út frá nokkrum þáttum hvaða fjármagn hver skóli fær. Nýlega endurskoðaði Reykjavíkurborg sitt líkan og í þeirri endurskoðun voru markmiðin þau að tryggja það að hverju barni fylgdi það fjármagn sem þyrfti, fjármagnið færi á réttan stað þannig að tryggt væri að þörf þeirra verði mætt. Að auki fengu skólarnir nokkurn sveigjanleika inn í líkanið, sá sveigjanleiki var falinn í því að skólarnir geta nú ráðið sérfræðing miðað við þá þörf sem þeir hafa. Ef einn skóla vantaði talmeinafræðing þá myndi hann geta ráðið talmeinafræðing, ef annan skóla vantaði frekar sálfræðing þá gæti hann ráðið sálfræðing og ef þriðja skólann vantaði iðjuþjálfa eða þroskaþjálfa þá gæti hann gert það. Það er komið að þeim tímapunkti að Fjarðabyggð þurfi að fara gagnrýnið í gegnum sitt úthlutunarlíkan, þannig að tryggt sé að þörfum allra nemenda verði mætt á sem bestan hátt. Sækjum fram! Við þurfum að vera óhrædd við að endurskoða hlutina og stöðugt að leyta leiða til að bæta þjónustuna til barnanna okkar. Ég hef í mínum störfum verið óhræddur við það, ávalt með það markmið í huga að gera það sem er best fyrir þau. Menntamál eru stór þáttur í rekstri sveitarfélaga. Það er mikilvægt að huga vel að þeim og leita sífellt leiða til bæta þá þjónustu sem þar er veitt, börnunum okkar til heilla. Höfum í hug að hver króna sem sett er í þennan málaflokk til að bæta og efla þjónustuna mun að lokum skila sér margfalt tilbaka. Framsókn í Fjarðabyggð vill sækja fram í þessum málaflokki og ég get lofað ykkur hér að með því að greiða okkur atkvæði þann 14. maí mun ég leggja allt mitt til þessara mála, börnunum okkar til heilla. Höfundur er framhaldsskólakennari og situr í 3. sæti á lista Framsóknar í Fjarðabyggð fyrir sveitastjórnarkosningarnar þann 14. maí.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun