Mannréttindi fólks með fötlun Víðir Sigurðsson skrifar 10. maí 2022 18:31 Í vetur hefur endurtekið verið í fréttum frásagnir af Hilmari Kolbeins, fjölfötluðum manni, og glímu hans við Velferðarsvið Reykjavíkurborgar. Sorgleg upplifun Hilmars er því miður ekki einstakt tilfelli. Stefna Reykjavíkurborgar í málefnum fólks með fötlun er skýr. Stefnan byggir á lögum og hugmyndafræðinni um sjálfstætt líf og var samþykkt í borgarstjórn árið 2011. Þjónustan á að vera einstaklingsmiðuð, heildstæð og sveigjanleg og styðja við sjálfstætt og innihaldsríkt líf fatlaðs fólks innan og utan heimilis. Í ágúst 2020 gaf Gæða- og eftirlitsstofnun félagsþjónustu og barnaverndar út gæðaviðmið fyrir félagslega þjónustu við fatlað fólk. Gæðaviðmiðin eru 4, þau byggja á lögum og í þeim eru skilgreindar kröfurnar sem að þjónustan á að uppfylla: 1) Þjónustan gerir notandanum kleift að lifa sjálfstæðu lífi 2) Notandinn tekur þátt í að móta þjónustuna sem að hann fær 3) Notandinn ber traust til þeirra sem að veita honum þjónustuna 4) Þjónustan sem að notandinn fær er örugg og áreiðanleg. Hilmar Kolbeins á eigin íbúð en hann hefur ekki getað búið í henni vegna þess að Velferðarsvið Reykjavíkurborgar hefur ekki uppfyllt þjónustuskyldur sínar gagnvart Hilmari. Undanfarið ár hefur hann dvalið á hjúkrunarheimilum og spítölum á víxl til þess að fá þá umönnun sem að honum ber. Hörmungarsaga Hilmars af samskiptum sínum við Velferðarsvið er mikill álitshnekkir fyrir borgina sem að óþarfi er að tíunda frekar en svo að skv. nýjustu fréttinni þá hafði hann ekki komist í bað í 3 mánuði! Velferðarsvið þrætir fyrir augljós mannréttindabrot sín en það á vitanlega ekki að standa í þrætum við umbjóðendur sína. Andsvar Velferðarsviðs, sem birt var í fréttum 5. maí síðastliðinn, við þessari augljósu hneisu var tilfinningastormur um eigið ágæti. „Starfsfólki Velferðarsviðs er annt um notendur þjónustunnar og leggur sig fram við að koma til móts við óskir og þarfir þeirra. Í þessu máli sem öðrum verður áfram unnið af alúð að því að veita stuðning.“ Mér er til efs að það finnist einhver sem að ekki biðst undan svona alúð! Vert er að hafa í huga að útsvarsgreiðendum í Reykjavík er gert að greiða fyrir auglýsta þjónustu en það er djúpt gap á milli þeirrar þjónustu og þjónustunnar sem að Velferðarsvið veitir „af alúð“. Núverandi framkvæmdarstjóri Þjónustumiðstöðvar Laugardals- og Háaleitishverfis hefur beitt sér með einkar ósmekklegum hætti gegn því að fólk með fötlun fái þá þjónustu og að búið sé að þeim í samræmi við lög og stefnu Reykjavíkurborgar í málefnum fatlaðra. Athafnir framkvæmdarstjórans hafa valdið stórfelldum hörmungum fyrir valdalausa fatlaða einstaklinga í búsetuúrræði sem að hún ber ábyrgð á. Íbúar eru læstir inni, aðstandendur eru blekktir og upplýsingum er haldið frá þeim, dæmi eru um endurtekin alvarleg umferðarslys sem að fylgdu stórfelld eignartjón og haldið er frá lögreglu játningum starfsmanna um að hafa misboðið íbúum kynferðislega. Þetta mál er þekkt í kerfinu og það hefur verið á borði borgarstjóra, Dags B. Eggertssonar síðan 18. mars 2021. Borgarstjóri hefur vísað málinu endurtekið til sviðstjóra Mannauðssviðs og einnig til borgarritara. Málið er vandræðalegt og Reykjavíkurborg til minnkunnar. Sviðsstjóri Mannauðssviðs hringlar með málið fram og til baka. Nú fyrir skömmu segist hún hafa kallað eftir upplýsingum frá Velferðarsviði og að verið sé að leggja lokahönd á rannsókn málsins. Raunverulega skýringin á drætti málsins er augljós spilling og vanhæfni sem að erfitt er að fela eða þagga niður. Framkvæmdarstjórinn reyndi að knýja fram sína eigin stefnu sem að fólst í því að íbúarnir ættu að aðlagast vinnustaðnum og hentisemi einstakra stjórnenda og starfsmanna. Þessi „einkastefna“ framkvæmdarstjórans er augljóslega á skjön við auglýsta þjónustu Reykjavíkurborgar. Vegna hamfaranna sem að geðþótti framkvæmdarstjórans olli þá herma nýlegar fréttir til þess að hún hafi neyðst til að slaka á klónni og að viðurkenna það að íbúinn ætti að njóta vafans. Það sem að gerir einstaka stjórnendum á Velferðarsviði kleyft að framfylgja eigin hentistefnu í málefnum fatlaðra í stað þess að fylgja þeim skýru fyrirmælum sem að koma fram í opinberri stefnu Reykjavíkurborgar, og byggjast á lögum, er áhugaleysi kjörinna borgarfulltrúa á málefnum fatlaðra. Borgarfulltrúar sinna augljóslega ekki eftirlitsskyldu sinni og það þrátt fyrir að vanefndirnar rati endurtekið í fjölmiðla og einnig inná þeirra borð. Þessi skortur á pólitískri eftirfylgd veldur því að hugarfarið er ennþá á Kópavogshæl þrátt fyrir metnaðarfull markmið! Meira síðar, Höfundur er þroskaþjálfi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Málefni fatlaðs fólks Mannréttindi Mest lesið Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Sjá meira
Í vetur hefur endurtekið verið í fréttum frásagnir af Hilmari Kolbeins, fjölfötluðum manni, og glímu hans við Velferðarsvið Reykjavíkurborgar. Sorgleg upplifun Hilmars er því miður ekki einstakt tilfelli. Stefna Reykjavíkurborgar í málefnum fólks með fötlun er skýr. Stefnan byggir á lögum og hugmyndafræðinni um sjálfstætt líf og var samþykkt í borgarstjórn árið 2011. Þjónustan á að vera einstaklingsmiðuð, heildstæð og sveigjanleg og styðja við sjálfstætt og innihaldsríkt líf fatlaðs fólks innan og utan heimilis. Í ágúst 2020 gaf Gæða- og eftirlitsstofnun félagsþjónustu og barnaverndar út gæðaviðmið fyrir félagslega þjónustu við fatlað fólk. Gæðaviðmiðin eru 4, þau byggja á lögum og í þeim eru skilgreindar kröfurnar sem að þjónustan á að uppfylla: 1) Þjónustan gerir notandanum kleift að lifa sjálfstæðu lífi 2) Notandinn tekur þátt í að móta þjónustuna sem að hann fær 3) Notandinn ber traust til þeirra sem að veita honum þjónustuna 4) Þjónustan sem að notandinn fær er örugg og áreiðanleg. Hilmar Kolbeins á eigin íbúð en hann hefur ekki getað búið í henni vegna þess að Velferðarsvið Reykjavíkurborgar hefur ekki uppfyllt þjónustuskyldur sínar gagnvart Hilmari. Undanfarið ár hefur hann dvalið á hjúkrunarheimilum og spítölum á víxl til þess að fá þá umönnun sem að honum ber. Hörmungarsaga Hilmars af samskiptum sínum við Velferðarsvið er mikill álitshnekkir fyrir borgina sem að óþarfi er að tíunda frekar en svo að skv. nýjustu fréttinni þá hafði hann ekki komist í bað í 3 mánuði! Velferðarsvið þrætir fyrir augljós mannréttindabrot sín en það á vitanlega ekki að standa í þrætum við umbjóðendur sína. Andsvar Velferðarsviðs, sem birt var í fréttum 5. maí síðastliðinn, við þessari augljósu hneisu var tilfinningastormur um eigið ágæti. „Starfsfólki Velferðarsviðs er annt um notendur þjónustunnar og leggur sig fram við að koma til móts við óskir og þarfir þeirra. Í þessu máli sem öðrum verður áfram unnið af alúð að því að veita stuðning.“ Mér er til efs að það finnist einhver sem að ekki biðst undan svona alúð! Vert er að hafa í huga að útsvarsgreiðendum í Reykjavík er gert að greiða fyrir auglýsta þjónustu en það er djúpt gap á milli þeirrar þjónustu og þjónustunnar sem að Velferðarsvið veitir „af alúð“. Núverandi framkvæmdarstjóri Þjónustumiðstöðvar Laugardals- og Háaleitishverfis hefur beitt sér með einkar ósmekklegum hætti gegn því að fólk með fötlun fái þá þjónustu og að búið sé að þeim í samræmi við lög og stefnu Reykjavíkurborgar í málefnum fatlaðra. Athafnir framkvæmdarstjórans hafa valdið stórfelldum hörmungum fyrir valdalausa fatlaða einstaklinga í búsetuúrræði sem að hún ber ábyrgð á. Íbúar eru læstir inni, aðstandendur eru blekktir og upplýsingum er haldið frá þeim, dæmi eru um endurtekin alvarleg umferðarslys sem að fylgdu stórfelld eignartjón og haldið er frá lögreglu játningum starfsmanna um að hafa misboðið íbúum kynferðislega. Þetta mál er þekkt í kerfinu og það hefur verið á borði borgarstjóra, Dags B. Eggertssonar síðan 18. mars 2021. Borgarstjóri hefur vísað málinu endurtekið til sviðstjóra Mannauðssviðs og einnig til borgarritara. Málið er vandræðalegt og Reykjavíkurborg til minnkunnar. Sviðsstjóri Mannauðssviðs hringlar með málið fram og til baka. Nú fyrir skömmu segist hún hafa kallað eftir upplýsingum frá Velferðarsviði og að verið sé að leggja lokahönd á rannsókn málsins. Raunverulega skýringin á drætti málsins er augljós spilling og vanhæfni sem að erfitt er að fela eða þagga niður. Framkvæmdarstjórinn reyndi að knýja fram sína eigin stefnu sem að fólst í því að íbúarnir ættu að aðlagast vinnustaðnum og hentisemi einstakra stjórnenda og starfsmanna. Þessi „einkastefna“ framkvæmdarstjórans er augljóslega á skjön við auglýsta þjónustu Reykjavíkurborgar. Vegna hamfaranna sem að geðþótti framkvæmdarstjórans olli þá herma nýlegar fréttir til þess að hún hafi neyðst til að slaka á klónni og að viðurkenna það að íbúinn ætti að njóta vafans. Það sem að gerir einstaka stjórnendum á Velferðarsviði kleyft að framfylgja eigin hentistefnu í málefnum fatlaðra í stað þess að fylgja þeim skýru fyrirmælum sem að koma fram í opinberri stefnu Reykjavíkurborgar, og byggjast á lögum, er áhugaleysi kjörinna borgarfulltrúa á málefnum fatlaðra. Borgarfulltrúar sinna augljóslega ekki eftirlitsskyldu sinni og það þrátt fyrir að vanefndirnar rati endurtekið í fjölmiðla og einnig inná þeirra borð. Þessi skortur á pólitískri eftirfylgd veldur því að hugarfarið er ennþá á Kópavogshæl þrátt fyrir metnaðarfull markmið! Meira síðar, Höfundur er þroskaþjálfi.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun