Þurfa allir að eiga húsnæði? Bergljót Kristinsdóttir skrifar 13. maí 2022 12:11 Íslendingar skera sig úr hópi annarra Evrópubúa með því að flestir telja nauðsynlegt að eiga sitt eigið húsnæði. Þetta sjónarmið er mögulega að breytast með yngri kynslóðum sem hafa kynnst öðrum sjónarmiðum. Í flestum borgum Evrópu er hlutfall leiguíbúða mun hærra en hér þekkist og krafa um húsnæðiseign ekki eins sjálfsögð og hérlendis. Í Berlín er t.d. um 80% íbúða leiguhúsnæði. Þar eru líka gerðar kröfur til húsnæðiseigenda sem koma í veg fyrir óheft leiguverð. T.d. má ekki hækka leigu nema gerðar séu lagfæringar eða breytingar á húsnæðinu sem gera það verðmætara. Af hverju? Allir vilja öruggt þak yfir höfuðið. Skiljanlega. Hérlendis hafa húseigendum á hinum almenna leigumarkaði aldrei verið sett skilyrði sem koma í veg fyrir óheft leiguverð og leigjendur hafa lítið búsetuöryggi. Eðlileg afleiðing þess er að fólk keppist við að eignast sitt eigið húsnæði þar sem það situr sjálft við stjórnvölinn oft án þess að geta það með góðu móti fjárhagslega. Gamla sjálfstæðishugsjónin að vera sinn eigin herra er þrautseig í minni þjóðarinnar. Er betra að eiga húsnæði? Þjóðin hefur breyst frá því að vera þúsundþjalasmiðir sem byggðu sín hús og sinntu öllu viðhaldi, allt frá málningu til pípulagna, í það að sérhæfa sig innan einnar faggreinar og láta aðra sérfræðinga um að sinna þeim málum sem ekki eru á þekkingarsviði hvers og eins. Þessi breyting hefur það í för með sér að flestum ætti að vera þægð í því að þurfa ekki að hafa áhyggjur af viðhaldi húseigna. Betra að láta sérfræðingana um viðhaldið og að fylgjast með þörf á viðhaldi sem skiptir ekki minna máli. Leigufélög eða búseturéttaríbúðir þar sem séð er um allt viðhald eru góður kostur fyrir þá sem ekki eru þúsundþjalasmiðir. Við eigum að þora að byggja upp sterk óhagnaðardrifin leigufélög sem sinna þörfum íbúanna. Sunnuhlíðarsamtökin í Kópavogi eru dæmi um óhagnaðardrifin búseturéttarsamtök fyrir eldra fólk. Þar er alltaf langur biðlisti fólks sem bíður þess að komast í öruggt skjól án þess að hafa áhyggjur af viðhaldi. Staðan í Kópavogi Meirihluti sjálfstæðis- og framsóknarmanna hefur verið nær óslitið við völd í Kópavogi í 32 ár. Þeir eru enn fastir hugsunarhætti Bjarts í Sumarhúsum þar sem öllu skipti að vera sjálfs síns herra. Þar á bæ er staðhæft að allir vilji eignast sitt eigið húsnæði. Ef hamrað er nógu lengi á sömu tuggunni og ekkert gert til að breyta hugsunarhætti þá er eðlilegt að almenningur telji það hið eina rétta. En með breyttri samsetningu þjóðfélagsins þurfum við að líta til annarra kosta sem eru jafnvel betri. Óhagnaðardrifið búseturéttar- og leigukerfi þar sem íbúar bera ekki ábyrgð á viðhaldi er valkostur sem öll sveitarfélög eiga að stuðla að. Þannig þjónar sveitarfélagið íbúunum best. Samfylkingin í Kópavogi vill styðja við slík félög. Kjósum jafnrétti til húsnæðis á laugardaginn. Höfundur er oddvitaefni Samfylkingarinnar í Kópavogi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samfylkingin Kópavogur Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Húsnæðismál Mest lesið Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Borgaralegur vígbúnaður Dr. Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskoranir og tækni í heilbrigðisþjónustu Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Sjá meira
Íslendingar skera sig úr hópi annarra Evrópubúa með því að flestir telja nauðsynlegt að eiga sitt eigið húsnæði. Þetta sjónarmið er mögulega að breytast með yngri kynslóðum sem hafa kynnst öðrum sjónarmiðum. Í flestum borgum Evrópu er hlutfall leiguíbúða mun hærra en hér þekkist og krafa um húsnæðiseign ekki eins sjálfsögð og hérlendis. Í Berlín er t.d. um 80% íbúða leiguhúsnæði. Þar eru líka gerðar kröfur til húsnæðiseigenda sem koma í veg fyrir óheft leiguverð. T.d. má ekki hækka leigu nema gerðar séu lagfæringar eða breytingar á húsnæðinu sem gera það verðmætara. Af hverju? Allir vilja öruggt þak yfir höfuðið. Skiljanlega. Hérlendis hafa húseigendum á hinum almenna leigumarkaði aldrei verið sett skilyrði sem koma í veg fyrir óheft leiguverð og leigjendur hafa lítið búsetuöryggi. Eðlileg afleiðing þess er að fólk keppist við að eignast sitt eigið húsnæði þar sem það situr sjálft við stjórnvölinn oft án þess að geta það með góðu móti fjárhagslega. Gamla sjálfstæðishugsjónin að vera sinn eigin herra er þrautseig í minni þjóðarinnar. Er betra að eiga húsnæði? Þjóðin hefur breyst frá því að vera þúsundþjalasmiðir sem byggðu sín hús og sinntu öllu viðhaldi, allt frá málningu til pípulagna, í það að sérhæfa sig innan einnar faggreinar og láta aðra sérfræðinga um að sinna þeim málum sem ekki eru á þekkingarsviði hvers og eins. Þessi breyting hefur það í för með sér að flestum ætti að vera þægð í því að þurfa ekki að hafa áhyggjur af viðhaldi húseigna. Betra að láta sérfræðingana um viðhaldið og að fylgjast með þörf á viðhaldi sem skiptir ekki minna máli. Leigufélög eða búseturéttaríbúðir þar sem séð er um allt viðhald eru góður kostur fyrir þá sem ekki eru þúsundþjalasmiðir. Við eigum að þora að byggja upp sterk óhagnaðardrifin leigufélög sem sinna þörfum íbúanna. Sunnuhlíðarsamtökin í Kópavogi eru dæmi um óhagnaðardrifin búseturéttarsamtök fyrir eldra fólk. Þar er alltaf langur biðlisti fólks sem bíður þess að komast í öruggt skjól án þess að hafa áhyggjur af viðhaldi. Staðan í Kópavogi Meirihluti sjálfstæðis- og framsóknarmanna hefur verið nær óslitið við völd í Kópavogi í 32 ár. Þeir eru enn fastir hugsunarhætti Bjarts í Sumarhúsum þar sem öllu skipti að vera sjálfs síns herra. Þar á bæ er staðhæft að allir vilji eignast sitt eigið húsnæði. Ef hamrað er nógu lengi á sömu tuggunni og ekkert gert til að breyta hugsunarhætti þá er eðlilegt að almenningur telji það hið eina rétta. En með breyttri samsetningu þjóðfélagsins þurfum við að líta til annarra kosta sem eru jafnvel betri. Óhagnaðardrifið búseturéttar- og leigukerfi þar sem íbúar bera ekki ábyrgð á viðhaldi er valkostur sem öll sveitarfélög eiga að stuðla að. Þannig þjónar sveitarfélagið íbúunum best. Samfylkingin í Kópavogi vill styðja við slík félög. Kjósum jafnrétti til húsnæðis á laugardaginn. Höfundur er oddvitaefni Samfylkingarinnar í Kópavogi.
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun
Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun
Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun