Blaðamenn eru viðstaddir æfinguna og er skemmtileg stemning í höllinni.
Tveimur lögum á eftir Íslandi er það Svíþjóð sem á sviðið. Söngkonan Cornelia Jakobs er fulltrúi Svíþjóðar í ár með lagið Hold Me Closer. Eitthvað tækniklúður var í upphafi æfingar Corneliu og þurfti hún að hætta mjög fljótt að syngja. Hún sat á sviðinu í nokkrar mínútur og gat svo byrjað aftur á atriði sínu frá byrjun. Seinni tilraunin gekk áfallalaust fyrir sig og hljómaði söngkonan ótrúlega vel. Henni er spáð mjög ofarlega í keppninni.

Sylvía Rut Sigfúsdóttir og Dóra Júlía Agnarsdóttir eru fulltrúar fréttastofunnar á Eurovision í Tórínó á Ítalíu. Munu þær birta fréttir, viðtöl, hlaðvörp og auðvitað líka reglulega þætti af Júrógarðinum.
Alla umfjöllun okkar um Eurovision keppnina má finna HÉR á Lífinu á Vísi.