Fjögur ráðin í lykilstöður hjá Controlant Atli Ísleifsson skrifar 1. júní 2022 12:01 Ragnhildur Ágústsdóttir, Jens Bjarnason, Sæunn Björk Þorkelsdóttir og Áslaug S. Hafsteinsdóttir. Aðsend Áslaug S. Hafsteinsdóttir, Jens Bjarnason, Ragnhildur Ágústsdóttir og Sæunn Björk Þorkelsdóttir hafa öll verið ráðin í lykilstöður hjá hátæknifyrirtækinu Controlant. Í tilkynningu segir að Áslaug hafi verið ráðin í stöðu forstöðumanns innleiðingasviðs, Jens í stöðu forstöðumanns vöruþróunar, Ragnhildur í stöðu forsetöðumanns markaðssviðs og Sæunn í stöðu forstöðumanns innkaupastýringar. „Áslaug S. Hafsteinsdóttir – forstöðumaður innleiðingasviðs (Vice President of Implementation) Áslaug mun byggja upp og leiða nýtt svið innan Controlant sem heldur utan um innleiðingar á lausnum hjá viðskiptavinum Controlant. Áður en Áslaug gekk til liðs við Controlant starfaði hún hjá Meniga í tíu ár við innleiðingu á hugbúnaði hjá alþjóðlegum fjármálastofnunum. Nú síðast starfaði hún sem forstöðumaður fjártækniþjónustu og leiddi þar áður verkefnastýringu Meniga. Þá starfaði Áslaug í hátt í 7 ár hjá Landsbankanum, meðal annars sem forstöðumaður áhættugreiningar. Áslaug er með MBA og B.Sc. gráðu í verkfræði frá Háskólanum í Reykjavík. Jens Bjarnason – forstöðumaður vöruþróunar (Chief Engineer) Jens er nýr yfirverkfræðingur hjá Controlant og leiðir hóp sérfræðinga sem spila lykilhlutverk í þróun á vöru- og lausnaframboði félagsins. Jens er kemur með mikla reynslu í farteskinu m.a. frá Marel þar sem hann starfaði í 26 ár. Jens hóf feril sinn hjá Marel sem forritari í hugbúnaðarþróun og varð síðar sölustjóri hugbúnaðar og loks yfirmaður Innova, hugbúnaðar Marel. sem er Marel.. Jens hóf feril sinn hjá Marel Jens er með MBA gráðu og B.Sc. í tölvunarfræði og iðnrekstrarfræði frá Háskólanum í Reykjavík. Ragnhildur Ágústsdóttir – forstöðumaður markaðssviðs (Vice President of Marketing) Ragnhildur mun byggja upp og leiða markaðsmál Controlant. Ragnhildur er reyndur frumkvöðull og stjórnandi. Hún er annar stofnanda Lava Show í Vík í Mýrdal sem hlaut nýsköpunarverðlaun ferðaþjónustunnar 2021. Síðastliðin sex ár starfaði hún sem sölustjóri skrifstofu- og öryggislausna hjá Microsoft í Danmörku og á Íslandi og þar áður sem forstöðumaður Hýsingar og Reksturs hjá Advania. Þá var Ragnhildur stjórnandi á fjarskiptamarkaði um 5 ára skeið áður en hún starfaði sem stjórnendaráðgjafi hjá Expectus. Ragnhildur er með meistaragráðu í stefnumótun og stjórnun frá Copenhagen Business School og B.Sc. í viðskiptafræði frá Háskólanum í Reykjavík. Sæunn Björk Þorkelsdóttir – forstöðumaður innkaupastýringar (Vice President of Procurement) Sæunn tók við stjórnendastöðu í innkaupum hjá Controlant í upphafi árs 2021 og leiðir nú nýtt innkaupasvið félagsins. Áður starfaði Sæunn sem forstöðumaður innkaupastýringar og kostnaðareftirlits hjá Eimskip í fjögur ár ásamt því að sinna ýmsum öðrum ábyrgðarverkefnum, m.a. að leiða þróun nýrrar einingar á alþjóðavísu, stýra innflutningadeild félagsins í Hamborg og gegna stöðu ferlastjóra á Íslandi. Um árabil kenndi Sæunn flutningafræði og vörustjórnun við viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík. Ásamt þessu er Sæunn einnig formaður Innkaupa- og vörustýringarhóps Stjórnvísi. Sæunn er með meistaragráðu í alþjóðastjórnun frá Stratchclyde University í Glasgow og B.Sc. gráðu í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands.“ Controlant er leiðandi í þróun á vöktunarlausnum á sviði aðfangakeðjunnar (e. Supply Chain). Segir að lausnir félagsins stuðli að öruggum, skilvirkum og rekjanlegum flutningi viðkvæmra lyfja og matvæla með sjálfbærni og lágmörkun sóunar að leiðarljósi. Vistaskipti Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Sjá meira
Í tilkynningu segir að Áslaug hafi verið ráðin í stöðu forstöðumanns innleiðingasviðs, Jens í stöðu forstöðumanns vöruþróunar, Ragnhildur í stöðu forsetöðumanns markaðssviðs og Sæunn í stöðu forstöðumanns innkaupastýringar. „Áslaug S. Hafsteinsdóttir – forstöðumaður innleiðingasviðs (Vice President of Implementation) Áslaug mun byggja upp og leiða nýtt svið innan Controlant sem heldur utan um innleiðingar á lausnum hjá viðskiptavinum Controlant. Áður en Áslaug gekk til liðs við Controlant starfaði hún hjá Meniga í tíu ár við innleiðingu á hugbúnaði hjá alþjóðlegum fjármálastofnunum. Nú síðast starfaði hún sem forstöðumaður fjártækniþjónustu og leiddi þar áður verkefnastýringu Meniga. Þá starfaði Áslaug í hátt í 7 ár hjá Landsbankanum, meðal annars sem forstöðumaður áhættugreiningar. Áslaug er með MBA og B.Sc. gráðu í verkfræði frá Háskólanum í Reykjavík. Jens Bjarnason – forstöðumaður vöruþróunar (Chief Engineer) Jens er nýr yfirverkfræðingur hjá Controlant og leiðir hóp sérfræðinga sem spila lykilhlutverk í þróun á vöru- og lausnaframboði félagsins. Jens er kemur með mikla reynslu í farteskinu m.a. frá Marel þar sem hann starfaði í 26 ár. Jens hóf feril sinn hjá Marel sem forritari í hugbúnaðarþróun og varð síðar sölustjóri hugbúnaðar og loks yfirmaður Innova, hugbúnaðar Marel. sem er Marel.. Jens hóf feril sinn hjá Marel Jens er með MBA gráðu og B.Sc. í tölvunarfræði og iðnrekstrarfræði frá Háskólanum í Reykjavík. Ragnhildur Ágústsdóttir – forstöðumaður markaðssviðs (Vice President of Marketing) Ragnhildur mun byggja upp og leiða markaðsmál Controlant. Ragnhildur er reyndur frumkvöðull og stjórnandi. Hún er annar stofnanda Lava Show í Vík í Mýrdal sem hlaut nýsköpunarverðlaun ferðaþjónustunnar 2021. Síðastliðin sex ár starfaði hún sem sölustjóri skrifstofu- og öryggislausna hjá Microsoft í Danmörku og á Íslandi og þar áður sem forstöðumaður Hýsingar og Reksturs hjá Advania. Þá var Ragnhildur stjórnandi á fjarskiptamarkaði um 5 ára skeið áður en hún starfaði sem stjórnendaráðgjafi hjá Expectus. Ragnhildur er með meistaragráðu í stefnumótun og stjórnun frá Copenhagen Business School og B.Sc. í viðskiptafræði frá Háskólanum í Reykjavík. Sæunn Björk Þorkelsdóttir – forstöðumaður innkaupastýringar (Vice President of Procurement) Sæunn tók við stjórnendastöðu í innkaupum hjá Controlant í upphafi árs 2021 og leiðir nú nýtt innkaupasvið félagsins. Áður starfaði Sæunn sem forstöðumaður innkaupastýringar og kostnaðareftirlits hjá Eimskip í fjögur ár ásamt því að sinna ýmsum öðrum ábyrgðarverkefnum, m.a. að leiða þróun nýrrar einingar á alþjóðavísu, stýra innflutningadeild félagsins í Hamborg og gegna stöðu ferlastjóra á Íslandi. Um árabil kenndi Sæunn flutningafræði og vörustjórnun við viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík. Ásamt þessu er Sæunn einnig formaður Innkaupa- og vörustýringarhóps Stjórnvísi. Sæunn er með meistaragráðu í alþjóðastjórnun frá Stratchclyde University í Glasgow og B.Sc. gráðu í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands.“ Controlant er leiðandi í þróun á vöktunarlausnum á sviði aðfangakeðjunnar (e. Supply Chain). Segir að lausnir félagsins stuðli að öruggum, skilvirkum og rekjanlegum flutningi viðkvæmra lyfja og matvæla með sjálfbærni og lágmörkun sóunar að leiðarljósi.
Vistaskipti Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Sjá meira