Hráolíuverð heldur áfram að lækka Magnús Jochum Pálsson skrifar 24. júní 2022 11:13 Frá maílokum hefur verð á Brent-hráolíu lækkað um sirka 10 prósent. Mario Tama/Getty Heimsmarkaðsverð á Brent-hráolíu lækkaði á föstudag og stefnir í lækkun aðra vikuna í röð. Olíuverð náði miklum hæðum í kjölfar stríðsins í Úkraínu en frá maílokum hefur Brent-olíuverð lækkað úr 120 bandaríkjadölum á tunnu niður í um 109, næstum tíu prósent lækkun. Olíuverð hækkaði mikið fyrr á árinu í kjölfar stríðsins í Úkraínu. Í mars síðastliðnum hafði olíuverð ekki verið hærra en síðan 2008 þegar það náði sögulegu hámarki. Þá bönnuðu Bandaríkjamenn og Bretar innflutning á rússneskri hráolíu í refsingarskyni fyrir innrásina í Úkraínu. Undir lok maí tók olíuverð svo aftur kipp þegar ESB lagði innflutningsbann við olíu frá Rússlandi. Síðan þá hefur olíuverð hins vegar lækkað töluvert og er nú komið niður í um 109 bandaríkjadali á tunnu. Baráttan gegn verðbólgu hafi áhrif Dan Yergin, hagfræðingur og sérfræðingur í orkumálum, segir í viðtali við CNBC að ástæður fyrir lækkunum á olíuverði séu tvær. Annars vegar áherslur bandaríska seðlabankans á að lækka verðbólgu og hins vegar að Vladimír Pútín sé búinn að útvíkka stríðið í Úkraínu í efnahagslegt stríð gegn Evrópu. Jerome Powell, seðlabankastjóri Bandaríkjanna, sagði á fimmtudag að bankinn legði skilyrðislaust áherslu á að halda taumhaldi á verðbólgu. Vestanhafs hafa þær yfirlýsingar aukið áhyggjur fólks um stýrivaxtahækkanir. Hérlendis hefur verðbólga ekki verið meiri í tólf ár og í fyrradag hækkaði Seðlabanki Íslands stýrivexti til að mæta henni. Meginvaxtar bankans hafa hækkað hratt á undanförnum mánuðum og eru vextir á sjö daga bundnum innlánum nú 4,75 prósent. Bensín og olía Efnahagsmál Bandaríkin Seðlabankinn Tengdar fréttir Olíuverð tekur kipp eftir innflutningsbann ESB Tunnan af olíu hækkaði um þrjú prósent og kostar nú nærri því 120 dollara eftir að Evrópusambandríki náðu samkomulagi um að banna innflutning á nær allri olíu frá Rússlandi vegna stríðsins í Úkraínu. Olíuverð hefur þegar hækkað um sextíu prósent á þessu ári. 31. maí 2022 13:19 Mest lesið Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Viðskipti innlent Danska ríkið kaupir Kastrup Viðskipti erlent Gunnars loksins selt Viðskipti innlent 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Fjárfestingararmur Samherja bætir við sig í Högum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Olíuverð hækkaði mikið fyrr á árinu í kjölfar stríðsins í Úkraínu. Í mars síðastliðnum hafði olíuverð ekki verið hærra en síðan 2008 þegar það náði sögulegu hámarki. Þá bönnuðu Bandaríkjamenn og Bretar innflutning á rússneskri hráolíu í refsingarskyni fyrir innrásina í Úkraínu. Undir lok maí tók olíuverð svo aftur kipp þegar ESB lagði innflutningsbann við olíu frá Rússlandi. Síðan þá hefur olíuverð hins vegar lækkað töluvert og er nú komið niður í um 109 bandaríkjadali á tunnu. Baráttan gegn verðbólgu hafi áhrif Dan Yergin, hagfræðingur og sérfræðingur í orkumálum, segir í viðtali við CNBC að ástæður fyrir lækkunum á olíuverði séu tvær. Annars vegar áherslur bandaríska seðlabankans á að lækka verðbólgu og hins vegar að Vladimír Pútín sé búinn að útvíkka stríðið í Úkraínu í efnahagslegt stríð gegn Evrópu. Jerome Powell, seðlabankastjóri Bandaríkjanna, sagði á fimmtudag að bankinn legði skilyrðislaust áherslu á að halda taumhaldi á verðbólgu. Vestanhafs hafa þær yfirlýsingar aukið áhyggjur fólks um stýrivaxtahækkanir. Hérlendis hefur verðbólga ekki verið meiri í tólf ár og í fyrradag hækkaði Seðlabanki Íslands stýrivexti til að mæta henni. Meginvaxtar bankans hafa hækkað hratt á undanförnum mánuðum og eru vextir á sjö daga bundnum innlánum nú 4,75 prósent.
Bensín og olía Efnahagsmál Bandaríkin Seðlabankinn Tengdar fréttir Olíuverð tekur kipp eftir innflutningsbann ESB Tunnan af olíu hækkaði um þrjú prósent og kostar nú nærri því 120 dollara eftir að Evrópusambandríki náðu samkomulagi um að banna innflutning á nær allri olíu frá Rússlandi vegna stríðsins í Úkraínu. Olíuverð hefur þegar hækkað um sextíu prósent á þessu ári. 31. maí 2022 13:19 Mest lesið Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Viðskipti innlent Danska ríkið kaupir Kastrup Viðskipti erlent Gunnars loksins selt Viðskipti innlent 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Fjárfestingararmur Samherja bætir við sig í Högum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Olíuverð tekur kipp eftir innflutningsbann ESB Tunnan af olíu hækkaði um þrjú prósent og kostar nú nærri því 120 dollara eftir að Evrópusambandríki náðu samkomulagi um að banna innflutning á nær allri olíu frá Rússlandi vegna stríðsins í Úkraínu. Olíuverð hefur þegar hækkað um sextíu prósent á þessu ári. 31. maí 2022 13:19