Zion framlengir við New Orleans Pelicans og ætti að eiga fyrir salti í grautinn Árni Jóhannsson skrifar 4. júlí 2022 07:30 Það er auðvelt að vera með 60 prósent skotnýtingu þegar maður kemst svona nálægt hringnum. Zion er með mikinn sprengikraft og vonandi fáum við að sjá nóg af tilþrifum á næstu árum frá honum. AP Photo/Rich Pedroncelli Við höfum ekki fengið að njóta hæfileika Zion Williamson eins mikið og við vildum á fyrstu árum NBA ferils hans. New Orleans Pelicans hafa þrátt fyrir meiðslasögu kappans trú á því að hann geti leitt félagið til nýrra hæða og hafa opnað veskið upp á gátt fyrir hann. Zion Williamson hefur einungis náð að spila 85 leiki frá árinu 2019 þegar hann var valinn fyrstur í nýliðavalinu. Meiðsli hafa sett strik í reikninginn hjá honum en Zion missti af öllu síðasta tímabili eftir að hafa þurft á aðgerð að halda vegna fótbrots. Pelicans, eins og áður, hafa mikla trú á kappanum því nú hafa þeir framlengt samningi sínum við hann og ætla að borga honum hæstu mögulega upphæð fyrir. Samningurinn gildir út tímabilið 2027-28 og fær hann 193 milljónir dollara í vasann og mögulega 231 milljón dollara. Það gera á bilinu á bilinu 25 til 30 milljarðar króna dreift á þetta fimm ára tímabil. Í þeim leikjum sem Zion hefur þó spilað hefur hann skilað 25,7 stigum að meðaltali í leik ásamt sjö fráköstum og rúmum þremur stoðsendingum. Hann hefur hitt úr 60 prósent skota sinna í þessum leikjum og það er því ekkert skrýtið að bundnar séu vonir við leikmanninn. Varaforseti körfuknattleiksmála hjá Pelicans, David Griffin, sagði að ákvörðunin um að greiða Zion Williamson fyrir að spila með liðinu vera mjög auðvelda ákvörðun. Ásamt því sagði hann að Zion ætti að vera sögulega góður leikmaður á báðum endum vallarins. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. NBA Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ Körfubolti Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Körfubolti Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Handbolti Fleiri fréttir Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Sjá meira
Zion Williamson hefur einungis náð að spila 85 leiki frá árinu 2019 þegar hann var valinn fyrstur í nýliðavalinu. Meiðsli hafa sett strik í reikninginn hjá honum en Zion missti af öllu síðasta tímabili eftir að hafa þurft á aðgerð að halda vegna fótbrots. Pelicans, eins og áður, hafa mikla trú á kappanum því nú hafa þeir framlengt samningi sínum við hann og ætla að borga honum hæstu mögulega upphæð fyrir. Samningurinn gildir út tímabilið 2027-28 og fær hann 193 milljónir dollara í vasann og mögulega 231 milljón dollara. Það gera á bilinu á bilinu 25 til 30 milljarðar króna dreift á þetta fimm ára tímabil. Í þeim leikjum sem Zion hefur þó spilað hefur hann skilað 25,7 stigum að meðaltali í leik ásamt sjö fráköstum og rúmum þremur stoðsendingum. Hann hefur hitt úr 60 prósent skota sinna í þessum leikjum og það er því ekkert skrýtið að bundnar séu vonir við leikmanninn. Varaforseti körfuknattleiksmála hjá Pelicans, David Griffin, sagði að ákvörðunin um að greiða Zion Williamson fyrir að spila með liðinu vera mjög auðvelda ákvörðun. Ásamt því sagði hann að Zion ætti að vera sögulega góður leikmaður á báðum endum vallarins. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
NBA Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ Körfubolti Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Körfubolti Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Handbolti Fleiri fréttir Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Sjá meira