„Ég gaf út plötuna MOLD í október á síðasta ári,“ segir Gauti og bætir við að í kjölfarið hafi hann þurft smá tilbreytingu.
„Ég tók mér nokkra mánaða frí frá hljóðverinu eftir útgáfuna en fann svo aftur mikla þörf fyrir því að semja nýja tónlist fyrir nokkrum vikum. Ég hitti hringdi í Þormóð og við fórum að fikta í gömlum demóum sem við gerðum á síðasta ári. Úr því sessjóni varð þetta gúdd væb dans lag sem þið heyrið hér fyrir neðan.“
Hér má heyra lagið:
Gauti spilar á Þjóðhátíð í ár og verður á flakki um landið í sumar. „Ég er með gigg á Græna Hattinum á Akureyri í kvöld og er mjög peppaður að taka nýja lagið fyrir fólkið,“ segir Gauti að lokum.