Rússar halda uppi stöðugum árásum á íbúðahverfi Heimir Már Pétursson skrifar 7. júlí 2022 19:21 Þessi kona er ein af mörgum sem særðust í eldflaugaárás Rússa á íbúðahverfi í Kramatorsk í dag. Hún veit greinilega ekki af því að Putin og hersveitir hans ráðast ekki á almenna borgara. AP/Nariman El-Mofty Rússar halda uppi stöðugum árásum á borgir og bæi í Donetsk héraði í austurhluta Úkraínu. Forseti Úkraínu segir hersveitir landsins sækja fram í suðurhlutanum og langþráð þungavopn frá Vesturlöndum hafi náð að valda miklu tjóni hjá rússneska innrásarliðinu. Grafík/Kristján Undanfarna viku hafa Rússar beitt öllum sínum hernaðarmætti til að ná yfirráðum yfir þeim helmingi Donestsk héraðs sem Úkraínumenn ráða enn yfir. Þeir halda jafnframt uppi stöðugum stórskotaliðs-, eldflauga- og loftárásum á borgir og bæi víða annars staðar í Úkraínu. Fjölbýlis hús í rústum eftir árás Rússa á íbúðabyggð í borginni Kharkiv.AP/Evgeniy Maloletka Rússar leggja mikla áherslu á að ná borgunum Slovyansk og Kramatorsk í norðurhluta Donetsk á sitt vald en stjórnsýsla héraðsins hefur verið í Kramatorsk frá því Rússar innlimuðu Krímskaga og skæruhernaður stuðningsmanna Rússa hófst í héraðinu árið 2014. Einn maður féll og fjöldi fólks særðist þegar Rússar skutu eldflaug á íbúðahverfi í Kramatorsk í morgun. Miklar skemmdir urðu á húsum í nágrenninu og stór gígur myndaðist í bakgarði við fjölbýlishús. Youri sat heima í íbúð sinni með eiginkonunni þegar eldflauginn sprakk. „Þetta var svo stór sprenging að við konan mín, sem sátum inni, fundum hvernig allt þeyttist upp í loftið. Hún kastaði sér á gólfið og byrjaði að skríða. Við heyrðum ekki neitt fljúga yfir. Ég veit ekki hvort þetta sprakk af sjálfu sér en sprengingin var svo öflug að allar gluggarúðurnar brotnuðu,“ segir Yuri. Nafni forsetans á sjötugsaldri, Volodymyr, neitar að yfirgefa íbúð sína þótt hún sé varla íbúðarhæf eftir árásina. Hinn 66 ára gamli Volodymyr alblóðugur í stórskemmdri íbúð sinni eftir eldflaugaárás Rússa á íbúðahverfi í Kramatorsk í dag.AP/Nariman El-Mofty „Ég sat bara og drakk te og þá varð þessi sprenging. Þið sjáið afleiðingarnar,“ sagði Volodymyr alblóðugur og í áfalli í íbúð sinni í dag. Hin níutíu og eins árs gamla Iraida Vorobiova er meðal margra sem flúið hafa Sloviansk og fóru með lest til Dnipro sem enn er á valdi Úkraínumanna. Iraida Vorobiova var 14 ára þegar seinni heimsstyrjöldinni lauk og man allar þær hörmungar sem henni fylgdu fyrir íbúa Úkraínu. Nú er hún 91 árs á flótta undan innrás Rússa.AP „Ástandið í Sloviansk er mjög slæmt. Það er ekkert vatn, ekkert gas. Það er ekki einu sinni hægt að sækja vatn í brúsum, það virðist hvergi vera hægt að fá vatn. Og við getum ekki farið út vegna stöðugra sprengjuárása,“ sagði Vorobiova í lestinni á leið til Dnipro. Volodymyr Zelenskyy forseti Úkraínu heitir því að rússneskar hersveitir verði ekki í Úkraínu til langframa og yfirburðir stórskotaliðssveita þeirra vari ekki að eilífu nú þegar vestræn þungavopn hafi loks borist Úkraínumönnum.AP/Ludovic Marin Volodymyr Zelsnskyy Úkraínuforseti segir að þungavopn sem loks hafi borist frá Vesturlöndum hafi valdið Rússum miklu skaða og hjálpað úkraínuher til sóknar í suðurhluta landsins. „Innrásarliðið ætti hvorki að halda að það verði í landinu til langframa né að yfirburðir stórskotaliðs þess vari að eilífu,“ sagði Zelenskyy í ávarpi til þjóðarinnar í gærkvöldi. Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Tengdar fréttir Vestræn þungavopn loks farin að draga úr mætti Rússa Forseti Úkraínu segir að langþráð þungavopn frá Vesturlöndum séu loksins farin að skila árangri í baráttunni við rússneska innrásarliðið. Úkraínskar hersveitir sæki fram gegn Rússum í suðurhluta landsins. Hörðustu bardagarnir fari þó fram í austurhlutanum þessa dagana. 7. júlí 2022 14:02 Hafa náð að standa af sér árásirnar hingað til Úkraínski herinn hefur náð að standa af sér árásir Rússa á borgina Slóvíansk í austurhluta Úkraínu. Rússar hafa skotið á borgina í um það bil tvær vikur segir Vadym Lyakh, borgarstjóri Slóvíansk. 7. júlí 2022 08:03 Rússar byrjaðir að innlima hluta Úkraínu í Rússland Rússar beita öllum hernaðarmætti sínum þessa dagana til að ná Donetsk héraði á sitt vald og hefur héraðsstjórinn þar skorað á íbúa að flýja til vesturs. Evrópusambandið býst við að Rússar skrúfi brátt alfarið fyrir gas til aðildarríkjanna. 6. júlí 2022 19:21 Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Sjá meira
Grafík/Kristján Undanfarna viku hafa Rússar beitt öllum sínum hernaðarmætti til að ná yfirráðum yfir þeim helmingi Donestsk héraðs sem Úkraínumenn ráða enn yfir. Þeir halda jafnframt uppi stöðugum stórskotaliðs-, eldflauga- og loftárásum á borgir og bæi víða annars staðar í Úkraínu. Fjölbýlis hús í rústum eftir árás Rússa á íbúðabyggð í borginni Kharkiv.AP/Evgeniy Maloletka Rússar leggja mikla áherslu á að ná borgunum Slovyansk og Kramatorsk í norðurhluta Donetsk á sitt vald en stjórnsýsla héraðsins hefur verið í Kramatorsk frá því Rússar innlimuðu Krímskaga og skæruhernaður stuðningsmanna Rússa hófst í héraðinu árið 2014. Einn maður féll og fjöldi fólks særðist þegar Rússar skutu eldflaug á íbúðahverfi í Kramatorsk í morgun. Miklar skemmdir urðu á húsum í nágrenninu og stór gígur myndaðist í bakgarði við fjölbýlishús. Youri sat heima í íbúð sinni með eiginkonunni þegar eldflauginn sprakk. „Þetta var svo stór sprenging að við konan mín, sem sátum inni, fundum hvernig allt þeyttist upp í loftið. Hún kastaði sér á gólfið og byrjaði að skríða. Við heyrðum ekki neitt fljúga yfir. Ég veit ekki hvort þetta sprakk af sjálfu sér en sprengingin var svo öflug að allar gluggarúðurnar brotnuðu,“ segir Yuri. Nafni forsetans á sjötugsaldri, Volodymyr, neitar að yfirgefa íbúð sína þótt hún sé varla íbúðarhæf eftir árásina. Hinn 66 ára gamli Volodymyr alblóðugur í stórskemmdri íbúð sinni eftir eldflaugaárás Rússa á íbúðahverfi í Kramatorsk í dag.AP/Nariman El-Mofty „Ég sat bara og drakk te og þá varð þessi sprenging. Þið sjáið afleiðingarnar,“ sagði Volodymyr alblóðugur og í áfalli í íbúð sinni í dag. Hin níutíu og eins árs gamla Iraida Vorobiova er meðal margra sem flúið hafa Sloviansk og fóru með lest til Dnipro sem enn er á valdi Úkraínumanna. Iraida Vorobiova var 14 ára þegar seinni heimsstyrjöldinni lauk og man allar þær hörmungar sem henni fylgdu fyrir íbúa Úkraínu. Nú er hún 91 árs á flótta undan innrás Rússa.AP „Ástandið í Sloviansk er mjög slæmt. Það er ekkert vatn, ekkert gas. Það er ekki einu sinni hægt að sækja vatn í brúsum, það virðist hvergi vera hægt að fá vatn. Og við getum ekki farið út vegna stöðugra sprengjuárása,“ sagði Vorobiova í lestinni á leið til Dnipro. Volodymyr Zelenskyy forseti Úkraínu heitir því að rússneskar hersveitir verði ekki í Úkraínu til langframa og yfirburðir stórskotaliðssveita þeirra vari ekki að eilífu nú þegar vestræn þungavopn hafi loks borist Úkraínumönnum.AP/Ludovic Marin Volodymyr Zelsnskyy Úkraínuforseti segir að þungavopn sem loks hafi borist frá Vesturlöndum hafi valdið Rússum miklu skaða og hjálpað úkraínuher til sóknar í suðurhluta landsins. „Innrásarliðið ætti hvorki að halda að það verði í landinu til langframa né að yfirburðir stórskotaliðs þess vari að eilífu,“ sagði Zelenskyy í ávarpi til þjóðarinnar í gærkvöldi.
Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Tengdar fréttir Vestræn þungavopn loks farin að draga úr mætti Rússa Forseti Úkraínu segir að langþráð þungavopn frá Vesturlöndum séu loksins farin að skila árangri í baráttunni við rússneska innrásarliðið. Úkraínskar hersveitir sæki fram gegn Rússum í suðurhluta landsins. Hörðustu bardagarnir fari þó fram í austurhlutanum þessa dagana. 7. júlí 2022 14:02 Hafa náð að standa af sér árásirnar hingað til Úkraínski herinn hefur náð að standa af sér árásir Rússa á borgina Slóvíansk í austurhluta Úkraínu. Rússar hafa skotið á borgina í um það bil tvær vikur segir Vadym Lyakh, borgarstjóri Slóvíansk. 7. júlí 2022 08:03 Rússar byrjaðir að innlima hluta Úkraínu í Rússland Rússar beita öllum hernaðarmætti sínum þessa dagana til að ná Donetsk héraði á sitt vald og hefur héraðsstjórinn þar skorað á íbúa að flýja til vesturs. Evrópusambandið býst við að Rússar skrúfi brátt alfarið fyrir gas til aðildarríkjanna. 6. júlí 2022 19:21 Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Sjá meira
Vestræn þungavopn loks farin að draga úr mætti Rússa Forseti Úkraínu segir að langþráð þungavopn frá Vesturlöndum séu loksins farin að skila árangri í baráttunni við rússneska innrásarliðið. Úkraínskar hersveitir sæki fram gegn Rússum í suðurhluta landsins. Hörðustu bardagarnir fari þó fram í austurhlutanum þessa dagana. 7. júlí 2022 14:02
Hafa náð að standa af sér árásirnar hingað til Úkraínski herinn hefur náð að standa af sér árásir Rússa á borgina Slóvíansk í austurhluta Úkraínu. Rússar hafa skotið á borgina í um það bil tvær vikur segir Vadym Lyakh, borgarstjóri Slóvíansk. 7. júlí 2022 08:03
Rússar byrjaðir að innlima hluta Úkraínu í Rússland Rússar beita öllum hernaðarmætti sínum þessa dagana til að ná Donetsk héraði á sitt vald og hefur héraðsstjórinn þar skorað á íbúa að flýja til vesturs. Evrópusambandið býst við að Rússar skrúfi brátt alfarið fyrir gas til aðildarríkjanna. 6. júlí 2022 19:21