Tækni Carbfix til kolefnisbindingar felur í sér að koltvísýringur er leystur upp í vatni og honum svo dælt djúpt niður í berglög þar sem hann steinrennur á innan við tveimur árum. Kolefnisförgun með þessum hætti er sögð hafa óveruleg umhverfisáhrif þar sem hún krefst aðeins rafmagns og vatns og hún hraðar náttúrulegum ferlum kolefnishringrásar.
Samkvæmt tilkynningu frá Carbfix er áætlað að styrkurinn fjármagni rúmlega þriðjung kostnaðar verkefnisins í Straumsvík, það sem eftir stendur verði fjármagnað af dótturfélagi Carbfix.
Móttöku- og förgunarstöðin er sú fyrsta sinnar tegundar í heiminum og er áætlað að starfsemi hennar hefjist um mitt ár 2026 en nái fullum afköstum árið 2032. Þegar stöðin nær fullum afköstum mun því sem jafngildir 65% af heildarlosun Íslands 2019 eða allt að þremur milljónum tonna af koltvísýringi vera fargað á hverju ári.
Meira er hægt að lesa um Coda Terminal hér.