Misstu milljón notendur en virðið hækkar samt Samúel Karl Ólason skrifar 20. júlí 2022 13:16 Starfsmenn Netflix leita leiða til að fjölga áskrifendum og hækka tekjur. Getty/Rafael Henrique Streymisveitan Netflix missti 970 þúsund áskrifendur á öðrum ársfjórðungi þessa árs. Það er stærsti áskrifendamissir fyrirtækisins frá því það var stofnað fyrir 25 árum. Þrátt fyrir það er uppgjörið talið vera jákvætt. Það er vegna þess að forsvarsmenn Netflix höfðu spáð því að tapa um tveimur milljónum áskrifenda á ársfjórðungnum. Virði hlutabréfa Netflix hefur hækkað lítillega í dag eftir að ársfjórðungsuppgjörið var birt í gærkvöldi. Frá upphafi ársins hefur Netflix þó tapað um tveimur þriðju af markaðsvirði sínu. Í uppgjörinu kemur fram að forsvarsmenn Netflix búast við því að fjölga áskrifendum um milljón á þriðja ársfjórðungi 2022. Wall Street Journal (áskriftarvefur) hefur eftir Reed Hastings, forstjóra Netflix, að það sé erfitt lýsa því að missa milljón áskrifendur sem sigri en staðan sé þó þannig að streymisveitan sé í góðri stöðu fyrir næsta ár. Tekjur Netflix á öðrum ársfjórðungi ársins voru tæpir átta milljarðar dala og jukust þær um 8,6 prósent, samanborið við sama tímabil í fyrra. Hagnaður á tímabilinu var 1,44 milljarðar dala og er það aukning um 6,5 prósent. Sjá einnig: Ætla að bjóða upp á auglýsingar með aðstoð Microsoft Leita leiða til að auka tekjur Samkeppni á markaði streymisveita hefur aukist til muna á undanförnum árum og verðbólga er einnig sögð hafa komið niður á rekstri Netflix. Meðal þess sem forsvarsmenn fyrirtækisins eru að skoða til að bæta stöðu þess er að bjóða upp á ódýrari áskriftarleið þar sem notast yrði við auglýsingar til að drýgja tekjur Netflix. Þegar forsvarsmenn Netflix tilkynntu í apríl að notendum hefði fækkað í fyrsta sinn í áratug, tilkynntu þeir einnig að til stæði að fara í hart gegn áskrifendum sem deila lykilorðum sínum með öðrum. Margir brytu reglurnar varðandi það að deila lykilorðum og áætlað væri að það væri gert á rúmlega hundrað milljónum heimila víða um heim. Verið er að leita leiða til að draga úr því. Netflix Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Það er vegna þess að forsvarsmenn Netflix höfðu spáð því að tapa um tveimur milljónum áskrifenda á ársfjórðungnum. Virði hlutabréfa Netflix hefur hækkað lítillega í dag eftir að ársfjórðungsuppgjörið var birt í gærkvöldi. Frá upphafi ársins hefur Netflix þó tapað um tveimur þriðju af markaðsvirði sínu. Í uppgjörinu kemur fram að forsvarsmenn Netflix búast við því að fjölga áskrifendum um milljón á þriðja ársfjórðungi 2022. Wall Street Journal (áskriftarvefur) hefur eftir Reed Hastings, forstjóra Netflix, að það sé erfitt lýsa því að missa milljón áskrifendur sem sigri en staðan sé þó þannig að streymisveitan sé í góðri stöðu fyrir næsta ár. Tekjur Netflix á öðrum ársfjórðungi ársins voru tæpir átta milljarðar dala og jukust þær um 8,6 prósent, samanborið við sama tímabil í fyrra. Hagnaður á tímabilinu var 1,44 milljarðar dala og er það aukning um 6,5 prósent. Sjá einnig: Ætla að bjóða upp á auglýsingar með aðstoð Microsoft Leita leiða til að auka tekjur Samkeppni á markaði streymisveita hefur aukist til muna á undanförnum árum og verðbólga er einnig sögð hafa komið niður á rekstri Netflix. Meðal þess sem forsvarsmenn fyrirtækisins eru að skoða til að bæta stöðu þess er að bjóða upp á ódýrari áskriftarleið þar sem notast yrði við auglýsingar til að drýgja tekjur Netflix. Þegar forsvarsmenn Netflix tilkynntu í apríl að notendum hefði fækkað í fyrsta sinn í áratug, tilkynntu þeir einnig að til stæði að fara í hart gegn áskrifendum sem deila lykilorðum sínum með öðrum. Margir brytu reglurnar varðandi það að deila lykilorðum og áætlað væri að það væri gert á rúmlega hundrað milljónum heimila víða um heim. Verið er að leita leiða til að draga úr því.
Netflix Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira