Þjóðhátíð 2022 fer fram með pompi og prakt í Heimaey í lok júlí í ár. Fjölbreytt flóra íslensks tónlistarfólks mun stíga á svið og skemmta gestum en hátíðin er nú haldin í fyrsta skipti frá árinu 2019. Lífið á Vísi tekur hér púlsinn á tónlistarfólkinu og fær nánari innsýn í atriðið þeirra á Þjóðhátíð.

Hvenær fóruð þið fyrst á Þjóðhátíð?
Spiluðum 2001 fyrst minnir mig - og reglulegir síðan.
Hvað finnst ykkur skemmtilegast við þessa hátíð?
Giggin auðvitað en síðan eru hvítu tjöldin alger hápunktur, að slafra í sig lundmeti af ýmsu tagi og glussa gríðarlega með fólkinu okkar í Eyjunni.
Við hverju mega hátíðargestir búast þegar þið stigið á svið?
Bara algerri bilun, geðveilu í nótnaformi, pabbarnir mættir til að fýra upp í þessu hart.
Hvað er uppáhalds Þjóðhátíðarlagið ykkar?
Allir eru að fá sér.
Það eru alls konar gosar búnir að spreyta sig á Þjóðhátíðarlaginu en bara nokkur þeirra komast nærri stemmaranum þegar Allir eru að fá sér dettur á fóninn í Dalnum.
Hvernig ætlið þið að undirbúa ykkur fyrir stóru stundina?
Lúlli dansar ákveðinn skjaldbökudans sem hann lærði í Kramhúsinu, Krúsi fer gjarnan í gegnum nokkur þúsund Maríubænir, Bent hlustar konstant á panflautumúsík í svona viku og Blaz er bara nettör.