Verstappen fagnaði sigri eftir að Leclerc flaug út af Valur Páll Eiríksson skrifar 24. júlí 2022 14:46 Verstappen eltir Leclerc snemma í keppninni, áður en sá síðarnefndi féll úr keppni. ANP via Getty Images Max Verstappen var fyrstur í mark í Frakklandskappakstrinum í Formúlu 1 í dag. Charles Leclerc gerði afdrifarík mistök þegar hann var með forystuna og féll úr keppni. Bretarnir í liði Mercedes komust þá báðir á verðlaunapall. Charles Leclerc var á ráspól í dag en Verstappen annar í rásröðinni og liðsfélagi hans á Red Bull, Sergio Pérez, þriðji. Lewis Hamilton, á Mercedes, fór fram úr Pérez í þriðja sætið í ræsingunni og Bretinn hélt Mexíkóanum að bakvið sig alla keppnina. Hann átti hins vegar erfitt með að halda í við þá fremstu tvo, en Leclerc og Verstappen slitu sig snemma frá pakkanum og börðust um forystuna. Leclerc gerði vel að halda Verstappen á bakvið sig en fljótlega eftir að Verstappen fór inn á þjónustusvæðið gerði Mónakóbúinn á Ferrari-bílnum afdrifarík mistök. LAP 19/53Absolute heartbreak for Leclerc and Ferrari #FrenchGP #F1 pic.twitter.com/qUmPlzWEVn— Formula 1 (@F1) July 24, 2022 Leclerc var eðli málsins samkvæmt einn á auðum sjó eftir að Verstappen fór á þjónustusvæðið en á einhvern hátt missti hann stjórn á bílnum, missti afturendann og flaug út í dekkjavegg á breiðri brautinni í Frakklandi. Hann lauk þar með keppni og Verstappen var eftirleikurinn auðveldur. Hann hélt forystunni allt til loka en Lewis Hamilton varð annar í mark. Liðsfélagi Hamiltons, George Russell, varð þá þriðji eftir mikla dramatík. Russell hafði þá verið við afturenda Pérez í um tíu hringi þegar stafrænn öryggisbíll kom upp. Pérez sofnaði á verðinum þegar grænu flaggi var veifað til að marka endalok öryggisbílsins og Russell flaug fram úr þegar aðeins þrír hringir voru eftir. George catches Checo sleeping and snatches P3! #FrenchGP #F1 pic.twitter.com/5U0j5ER7Vo— Formula 1 (@F1) July 24, 2022 Liðsfélagi Leclerc hjá Ferrari, Carlos Sainz, hóf keppnina aftast í rásröðinni vegna vélarskipta fyrir keppni. Hann gerði vel að vinna sig upp röðina og náði best upp í þriðja sætið eftir glæsilegan framúrakstur á Pérez. Hann þurfti hins vegar að skipta um dekk í kjölfarið, og taka fimm sekúndna refsingu í leiðinni, og lauk keppni í 5. sæti. Sigur Verstappen eykur forystu hans í keppni ökuþóra og stigasöfnun hans og Pérez auka þá einnig forystu Red Bull liðsins, sem leiðir keppni bílasmiða. Akstursíþróttir Mest lesið Jafngildi 20 Þjóðarhalla við Hringbraut svo ein á að geta risið í Laugardal Sport Nauðgunardómurinn ógildur og Dani Alves er frjáls ferða sinna Sport Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Fótbolti Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Fótbolti Dagskráin í dag: Átta liða úrslit FA bikarsins og margt fleira Sport Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Sabonis ekki með Litháen á EM Körfubolti Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Formúla 1 Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Formúla 1 Markasúpa í Mjólkurbikarnum Fótbolti Fleiri fréttir Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Charles Leclerc var á ráspól í dag en Verstappen annar í rásröðinni og liðsfélagi hans á Red Bull, Sergio Pérez, þriðji. Lewis Hamilton, á Mercedes, fór fram úr Pérez í þriðja sætið í ræsingunni og Bretinn hélt Mexíkóanum að bakvið sig alla keppnina. Hann átti hins vegar erfitt með að halda í við þá fremstu tvo, en Leclerc og Verstappen slitu sig snemma frá pakkanum og börðust um forystuna. Leclerc gerði vel að halda Verstappen á bakvið sig en fljótlega eftir að Verstappen fór inn á þjónustusvæðið gerði Mónakóbúinn á Ferrari-bílnum afdrifarík mistök. LAP 19/53Absolute heartbreak for Leclerc and Ferrari #FrenchGP #F1 pic.twitter.com/qUmPlzWEVn— Formula 1 (@F1) July 24, 2022 Leclerc var eðli málsins samkvæmt einn á auðum sjó eftir að Verstappen fór á þjónustusvæðið en á einhvern hátt missti hann stjórn á bílnum, missti afturendann og flaug út í dekkjavegg á breiðri brautinni í Frakklandi. Hann lauk þar með keppni og Verstappen var eftirleikurinn auðveldur. Hann hélt forystunni allt til loka en Lewis Hamilton varð annar í mark. Liðsfélagi Hamiltons, George Russell, varð þá þriðji eftir mikla dramatík. Russell hafði þá verið við afturenda Pérez í um tíu hringi þegar stafrænn öryggisbíll kom upp. Pérez sofnaði á verðinum þegar grænu flaggi var veifað til að marka endalok öryggisbílsins og Russell flaug fram úr þegar aðeins þrír hringir voru eftir. George catches Checo sleeping and snatches P3! #FrenchGP #F1 pic.twitter.com/5U0j5ER7Vo— Formula 1 (@F1) July 24, 2022 Liðsfélagi Leclerc hjá Ferrari, Carlos Sainz, hóf keppnina aftast í rásröðinni vegna vélarskipta fyrir keppni. Hann gerði vel að vinna sig upp röðina og náði best upp í þriðja sætið eftir glæsilegan framúrakstur á Pérez. Hann þurfti hins vegar að skipta um dekk í kjölfarið, og taka fimm sekúndna refsingu í leiðinni, og lauk keppni í 5. sæti. Sigur Verstappen eykur forystu hans í keppni ökuþóra og stigasöfnun hans og Pérez auka þá einnig forystu Red Bull liðsins, sem leiðir keppni bílasmiða.
Akstursíþróttir Mest lesið Jafngildi 20 Þjóðarhalla við Hringbraut svo ein á að geta risið í Laugardal Sport Nauðgunardómurinn ógildur og Dani Alves er frjáls ferða sinna Sport Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Fótbolti Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Fótbolti Dagskráin í dag: Átta liða úrslit FA bikarsins og margt fleira Sport Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Sabonis ekki með Litháen á EM Körfubolti Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Formúla 1 Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Formúla 1 Markasúpa í Mjólkurbikarnum Fótbolti Fleiri fréttir Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira