Hamilton hvergi nærri hættur: „Ég á nóg eftir“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 25. júlí 2022 08:30 Lewis Hamilton er hvergi nærri hættur. Clive Rose/Getty Images Breski ökuþórinn Lewis Hamilton kom annar í mark í sínum þrjúhundruðasta kappakstri þegar franski kappaksturinn í formúlu 1 fór fram í gær. Þetta var besti árangur sjöfalda heimsmeistarans á tímabilinu, en þessi 37 ára ökuþór segist hvergi nærri hættur. Hamilton er sigursælasti ökumaður sögunnar í formúlu 1. Hann hefur fagnað heimsmeistaratitlinu sjö sinnum og í 300 keppnum hefur hann fagnað sigri 103 sinnum, oftar en nokkur annar. Hins vegar hefur gengi Mercedes-liðsins á tímabilinu ekki verið jafn gott og vonast var eftir. Bæði Ferrari og Red Bull virðast sneggri, en Mercedes-liðið virðist þó vera að nálgast keppinautana eftir því sem líður á tímabilið. Samningur Hamilton við Mercedes rennur út í lok næsta árs, en þessi 37 ára ökuþór segist vera opinn fyrir því að hefja viðræður við liðið um framtíðina. Toto Wolff, liðsstjóri Mercedes-liðsins, gaf einnig í skyn að Hamilton væri langt frá því að vera á förum. „Við ræddum það fyrir nokkrum vikum hversu langt samstarf okkar gæti náð,“ sagði Wolff á laugardaginn. „Við töluðum um fimm til tíu ár þannig ég held að við getum náð 400 keppnum. Einhverntíman sagði einhver við mig að kannski væri ekki nóg að vinna áttunda heimsmeistaratitilinn, af hverju ekki tíu?“ sagði Wolff. Eftir keppnina í gær þar sem Hamilton kom annar í mark var hann svo spurður út í þessi ummæli Wolff um 400 keppnir, en hann hefur áður talað um að hann vilji ekki vera enn að þegar hann verður kominn á fimmtugsaldurinn. „Það eru margar keppnir! En fyrst og fremst vil ég bara sýna þakklæti fyrir það að hafa komist svona langt. Ég er enn ferskur og á nóg af eldsneyti eftir á tanknum,“ sagði Hamilton. „Auðvitað vil ég byrja að vinna aftur, en það mun taka tíma. Ég er viss um að við munum setjast niður bráðlega og ræða um framtíðina. Ég nýt þess sem ég er að gera og er stoltur af því að vinna með þessu frábæra fólki.“ „Ég er líka að njóta þess að vinna í kringum þessa íþrótt meira en áður. Það er frábært fólk í forystu fyrir íþróttina og samtalið um það hvert við stefnum er frábært,“ sagði Hamilton að lokum. Akstursíþróttir Mest lesið Lýsti ofbeldinu sem faðir hans beitti hann Sport Paul vill nú berjast við fyrrum heimsmeistara í pílu Sport Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Íslenski boltinn Alfreð Gísla: „Skemmdarverk á handboltanum“ Handbolti Rannsaka hatursorðræðu í garð Banda Fótbolti Eygló tilnefnd sem lyftingakona ársins í Evrópu Sport „Bestu liðin hafa ekkert að fela og deila upplýsingum“ Handbolti Stórskotaliðið gerði sitt þegar Norðmenn lögðu Ísrael Fótbolti Elliði Snær átti sinn þátt í óvæntum sigri Handbolti Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Hamilton er sigursælasti ökumaður sögunnar í formúlu 1. Hann hefur fagnað heimsmeistaratitlinu sjö sinnum og í 300 keppnum hefur hann fagnað sigri 103 sinnum, oftar en nokkur annar. Hins vegar hefur gengi Mercedes-liðsins á tímabilinu ekki verið jafn gott og vonast var eftir. Bæði Ferrari og Red Bull virðast sneggri, en Mercedes-liðið virðist þó vera að nálgast keppinautana eftir því sem líður á tímabilið. Samningur Hamilton við Mercedes rennur út í lok næsta árs, en þessi 37 ára ökuþór segist vera opinn fyrir því að hefja viðræður við liðið um framtíðina. Toto Wolff, liðsstjóri Mercedes-liðsins, gaf einnig í skyn að Hamilton væri langt frá því að vera á förum. „Við ræddum það fyrir nokkrum vikum hversu langt samstarf okkar gæti náð,“ sagði Wolff á laugardaginn. „Við töluðum um fimm til tíu ár þannig ég held að við getum náð 400 keppnum. Einhverntíman sagði einhver við mig að kannski væri ekki nóg að vinna áttunda heimsmeistaratitilinn, af hverju ekki tíu?“ sagði Wolff. Eftir keppnina í gær þar sem Hamilton kom annar í mark var hann svo spurður út í þessi ummæli Wolff um 400 keppnir, en hann hefur áður talað um að hann vilji ekki vera enn að þegar hann verður kominn á fimmtugsaldurinn. „Það eru margar keppnir! En fyrst og fremst vil ég bara sýna þakklæti fyrir það að hafa komist svona langt. Ég er enn ferskur og á nóg af eldsneyti eftir á tanknum,“ sagði Hamilton. „Auðvitað vil ég byrja að vinna aftur, en það mun taka tíma. Ég er viss um að við munum setjast niður bráðlega og ræða um framtíðina. Ég nýt þess sem ég er að gera og er stoltur af því að vinna með þessu frábæra fólki.“ „Ég er líka að njóta þess að vinna í kringum þessa íþrótt meira en áður. Það er frábært fólk í forystu fyrir íþróttina og samtalið um það hvert við stefnum er frábært,“ sagði Hamilton að lokum.
Akstursíþróttir Mest lesið Lýsti ofbeldinu sem faðir hans beitti hann Sport Paul vill nú berjast við fyrrum heimsmeistara í pílu Sport Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Íslenski boltinn Alfreð Gísla: „Skemmdarverk á handboltanum“ Handbolti Rannsaka hatursorðræðu í garð Banda Fótbolti Eygló tilnefnd sem lyftingakona ársins í Evrópu Sport „Bestu liðin hafa ekkert að fela og deila upplýsingum“ Handbolti Stórskotaliðið gerði sitt þegar Norðmenn lögðu Ísrael Fótbolti Elliði Snær átti sinn þátt í óvæntum sigri Handbolti Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira