Bónus
Allar verslanir Bónus verða lokaðar á frídegi verslunarmanna, alls staðar á landinu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Bónus. Þá verður sömuleiðis lokað í Bónus í Kringlunni sunnudaginn 31. júlí.

,,Þar sem að margir verða á ferð og flugi í lok verslunarmannahelgar viljum við hvetja landsmenn til þess að huga tímanlega að innkaupum á matvöru þar sem að allar okkar verslanir verða lokaðar næstkomandi mánudag. Það er okkur ljúft og skylt að loka öllum okkar verslunum svo að okkar starfsfólk geti tekið virkan þátt í frídegi verslunarmanna,” segir Baldur Ólafsson, markaðsstjóri Bónus, í tilkynningunni.
Nettó
Nettóverslanir verða sums staðar opnar en lokað verður á Glerártorgi, Grindavík, Húsavík, Krossmóa og Netverslunini Kjalarvogi. Á myndinni hér að neðan má sjá nánari upplýsingar um opnunartíma annarra Nettóverslana.

Krambúðin
Krambúðin á Menntavegi verður lokuð 1. ágúst en aðrar verslanir verða opnar þó mislengi.

Hagkaup
Verslanir Hagkaupa í Skeifunni og Garðabæ verða opnar án breytinga alla helgina. Verslanirnar í Spönginni, Eiðistorgi og Akureyri verða opnar um helgina og á mánudag frá átta fyrir hádegi til miðættis. Verslanirnar í Smáralind og Kringlunni verða opnar frá 10 til 18 á laugardag en lokaðar á sunnudag og mánudag.
Krónan
Allar verslanir Krónunnar eru opnar á mánudaginn, þó mislengi.

Kjörbúðin
Verslanir Kjörbúðarinnar verða opnar frá 12 á hádegi til 17 á frídegi verslunarmanna.

Iceland
Verslanir Iceland í Glæsibæ, Vesturbergi og Seljabraut verða opnar frá 9 að morgni til miðnættis. Í Engihjalla og Hafnarfirði verður opið allan sólarhringinn.

Vegan búðin
Í Vegan búðinni í Skeifunni er opið alla helgina frá 10 til 20, líka á frídegi verslunarmanna.