Verstappen sem keyrir á Red Bull var tíundi eftir tímatökuna í gær en George Russell á Mercedes var á ráspól.
Röð mistaka hjá Ferrari bræðrum Carlos Sainz og Charles Leclerc, sem ræstu annar og þriðji, gerðu ríkjandi heimsmeistara Verstappen að sigla fram úr þegar leið á kappaksturinn og vann Verstappen að lokum nokkuð öruggan sigur.
Mercedes liðar geta nokkuð vel við unað þar sem Russell varð þriðji og Lewis Hamilton vann sig úr sjöunda sæti og upp í annað sæti.
RACE CLASSIFICATION (LAP 70/70)
— Formula 1 (@F1) July 31, 2022
Starts P10, finishes P1 - what a drive from @Max33Verstappen #HungarianGP #F1 pic.twitter.com/qQp0ZJFCom