Valsmenn sóttu þrjú stig upp á Akranes með því að vinna 2-1 sigur á ÍA og Keflvíkingar sóttu þrjú stig í Efra Breiðholt með því að vinna 2-1 sigur á Leikni.
Aron Jóhannsson skoraði fyrra mark eftir undirbúning Skagamannsins Tryggva Hrafn Haraldssonar og Skagamaðurinn Arnór Smárason skoraði seinna markið. Rétt áður en Arnór skoraði þá varði Frederik Schram víti frá Kaj Leo Í Bartalstovu. Kristian Lindberg minnkaði síðan muninn í lokin.
Frans Elvarsson skoraði sigurmark Keflvíkinga í uppbótatíma eftir fengu boltann á silfurfati í teignum frá varnarmanni Leiknis.
Patrik Johannesen skoraði fyrra mark Keflavíkur í uppbótatíma fyrri hálfleiks en Zean Peetz Dalügge jafnaði metinn með sínu fyrsta marki fyrir Leikni í sínum fyrsta leik fyrir félagið.
Hér fyrir neðan má sjá öll þessi sex mörk sem og vítavörslu Frederik Schram.
Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.