Eldgosið bannað börnum yngri en tólf ára Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 9. ágúst 2022 10:55 Eldgosið trekkir að. Vísir/Vilhelm Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hefur tekið ákvörðun um að meina börnum yngri en tólf ára aðgangi að eldgosinu í Meradölum. Öflugri gæsla verður á svæðinu í dag en í gær. Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, segir að ákveðið hafi verið á fundi í morgun að meina börnum yngri en tólf ára aðgengi að gosstöðvunum. „Þetta hefur verið vandamál. Við erum að tryggja hagsmuni barna á þessu svæði. Ég geri það með þessum hætti,“ segir Úlfar í samtali við Vísi. Markmiðið sé að hindra för barna sem eru yngri en tólf ára að gosstöðvunum. Undanfarna daga hefur vonskuveður komið í veg fyrir að hægt sé að njóta þess að skoða eldgosið.Vísir/Vilhelm Greint var frá því í fjölmiðlum um helgina að erlendir ferðamenn, með ung börn, hafi lent í vandræðum við gosstöðvarnar. Gosinu í Meradölum hefur verið lýst sem svokölluðu túristagosi og margir sem vilja berja það augum. Leiðin að gosinu er þó torfærari og lengri en leiðin að gosinu við Fagradalsfjall á síðasta ári. Aðspurður að því hvernig lögregla hyggist framfylgja þessari ákvörðun segir Úlfar að það eigi eftir að koma í ljós, hann sjái þó fyrir sér að hægt verði að gera það með sómasamlegum hætti. Í tilkynningu frá lögreglustjóranum sem barst skömmu eftir hádegi er tekið fram að börn og foreldrar þeirra hafi í mörgum tilfellum verið mjög illa búin. Svo virðist sem fólk geri sér enga grein fyrir því hvar það sé statt og hvað bíði þeirra á erfiðri og langri göngu að gosstöðvunum. Eldgosið sé ekki staður fyrir ung börn til að dvelja á. Heimild fyrir aðgerðum lögreglustjóra er sótt í 23. gr. laga um almannavarnir Reiknar ekki með mörgum á svæðinu í dag Svæðinu hefur verið lokað frá sunnudegi vegna vonskuveðurs. Engin breyting var gerð á því í dag og verður athugað á morgun hvort hægt verði að opna svæðið. Fjölmennt lið björgunarsveita var kallað út í gær vegna ferðamanna sem fóru á gossvæðið þrátt fyrir lokanir. „Þetta fór vel í gær en þetta var ekki alveg eins og við hugsuðum það. Þarna erum við að tala um ferðamenn sem virða ekki fyrirmæli,“ segir Úlfar sem reiknar þó með sama vandamál verði ekki uppi á teningnum í dag. „Ég held að þetta verði miklu skaplegra hjá okkur. Ég á von á því að það verði ekki margir á svæðinu, allavega ekki með svipuðum hætti og í gær.“ Aðspurður um hvað valdi þessari bjartsýni er svarið einfalt: „Það er öflugri gæsla,“ segir Úlfar og bætir við að lögreglumenn og björgunarveitir verði með lokunarpóst við Suðurstrandarveg. Fréttin hefur verið uppfærð með upplýsingum úr fréttatilkynningu lögreglustjórans á Suðurnesjum sem barst skömmu eftir hádegi. Björgunarsveitir Lögreglumál Börn og uppeldi Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Gosstöðvarnar verða áfram lokaðar Tekin hefur verið ákvörðun um að áfram verði lokað inn á gosstöðvarnar í dag, þriðjudag, vegna veðuraðstæðna. 9. ágúst 2022 09:05 Um tíu manns bjargað úr Meradölum Tveimur hópum ferðamanna, sem töldu um tíu manns, var bjargað af björgunarsveitarfólki við gosstöðvurnar fyrr í kvöld. Að sögn björgunarsveitarfólks voru ferðamennirnir kaldir og hraktir. 8. ágúst 2022 18:55 Ung börn örmögnuðust á leiðinni frá gosstöðvunum Erlendir ferðamenn fóru með tvö ung börn sín upp að gosstöðvunum í Meradölum í gærkvöldi. Á leiðinni niður örmögnuðust börnin í slæmum veðuraðstæðum. Leiðsögumaður sem var á svæðinu segir „firringu“ hafa átt sér stað í gærkvöldi. 7. ágúst 2022 14:45 Mest lesið Dæmdur fyrir að pína konu dögum saman Innlent Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Erlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, háfætt og rennileg Innlent Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Innlent Tveir neita sök og þriðji hugsar sig um í Teslu-íkveikjumáli Innlent Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Erlent Fara í mál við íslenska ríkið og Arctic Sea Farm Innlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Fleiri fréttir Áhyggjur af dýravelferð í réttum: Lömb troðast undir í margmenni Óttast afleiðingar hærri veiðigjalda Tveir neita sök og þriðji hugsar sig um í Teslu-íkveikjumáli Fara í mál við íslenska ríkið og Arctic Sea Farm Undirbúa viljayfirlýsingu um jarðgöng í gegnum Reynisfjall Bein útsending: Blaðamannafundur um málefni kennara Dæmdur fyrir að pína konu dögum saman Atvinnuleysi jókst um 0,6 prósentustig á milli mánaða „Fráleitt að halda því fram að þetta muni knésetja útgerðina” Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, háfætt og rennileg Rannsaka neysluvatn í Hveragerði Ósammála hvort að um leiðréttingu sé að ræða Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Myndefni af heimilisofbeldi, vanvirðing við skattgreiðendur og fegurðardís „Þessi leiðrétting er hið rétta í stöðunni“ Tvíburaforeldrar fái hálft ár í viðbótarorlof Tveimur konum sleppt en fimm dúsa enn inni Ár frá þjófnaðinum í Hamraborg og enginn verið ákærður Líklegast að næsta gos verði stærra en fyrri gos Fólk ekki fasistar þó það eigi Teslu Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis MAST kærir Kaldvík til lögreglu Aukin harka að færast í undirheimana Lögregla muni reyna að vera orðvarari í samræðum á vettvangi Kynntu breytingar á lögum um veiðigjald Næstu dagar ráða úrslitum um framtíð Kvikmyndaskóla Íslands Sögð ætla að kynna umtalsverðar breytingar á veiðigjöldum Sjá meira
Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, segir að ákveðið hafi verið á fundi í morgun að meina börnum yngri en tólf ára aðgengi að gosstöðvunum. „Þetta hefur verið vandamál. Við erum að tryggja hagsmuni barna á þessu svæði. Ég geri það með þessum hætti,“ segir Úlfar í samtali við Vísi. Markmiðið sé að hindra för barna sem eru yngri en tólf ára að gosstöðvunum. Undanfarna daga hefur vonskuveður komið í veg fyrir að hægt sé að njóta þess að skoða eldgosið.Vísir/Vilhelm Greint var frá því í fjölmiðlum um helgina að erlendir ferðamenn, með ung börn, hafi lent í vandræðum við gosstöðvarnar. Gosinu í Meradölum hefur verið lýst sem svokölluðu túristagosi og margir sem vilja berja það augum. Leiðin að gosinu er þó torfærari og lengri en leiðin að gosinu við Fagradalsfjall á síðasta ári. Aðspurður að því hvernig lögregla hyggist framfylgja þessari ákvörðun segir Úlfar að það eigi eftir að koma í ljós, hann sjái þó fyrir sér að hægt verði að gera það með sómasamlegum hætti. Í tilkynningu frá lögreglustjóranum sem barst skömmu eftir hádegi er tekið fram að börn og foreldrar þeirra hafi í mörgum tilfellum verið mjög illa búin. Svo virðist sem fólk geri sér enga grein fyrir því hvar það sé statt og hvað bíði þeirra á erfiðri og langri göngu að gosstöðvunum. Eldgosið sé ekki staður fyrir ung börn til að dvelja á. Heimild fyrir aðgerðum lögreglustjóra er sótt í 23. gr. laga um almannavarnir Reiknar ekki með mörgum á svæðinu í dag Svæðinu hefur verið lokað frá sunnudegi vegna vonskuveðurs. Engin breyting var gerð á því í dag og verður athugað á morgun hvort hægt verði að opna svæðið. Fjölmennt lið björgunarsveita var kallað út í gær vegna ferðamanna sem fóru á gossvæðið þrátt fyrir lokanir. „Þetta fór vel í gær en þetta var ekki alveg eins og við hugsuðum það. Þarna erum við að tala um ferðamenn sem virða ekki fyrirmæli,“ segir Úlfar sem reiknar þó með sama vandamál verði ekki uppi á teningnum í dag. „Ég held að þetta verði miklu skaplegra hjá okkur. Ég á von á því að það verði ekki margir á svæðinu, allavega ekki með svipuðum hætti og í gær.“ Aðspurður um hvað valdi þessari bjartsýni er svarið einfalt: „Það er öflugri gæsla,“ segir Úlfar og bætir við að lögreglumenn og björgunarveitir verði með lokunarpóst við Suðurstrandarveg. Fréttin hefur verið uppfærð með upplýsingum úr fréttatilkynningu lögreglustjórans á Suðurnesjum sem barst skömmu eftir hádegi.
Björgunarsveitir Lögreglumál Börn og uppeldi Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Gosstöðvarnar verða áfram lokaðar Tekin hefur verið ákvörðun um að áfram verði lokað inn á gosstöðvarnar í dag, þriðjudag, vegna veðuraðstæðna. 9. ágúst 2022 09:05 Um tíu manns bjargað úr Meradölum Tveimur hópum ferðamanna, sem töldu um tíu manns, var bjargað af björgunarsveitarfólki við gosstöðvurnar fyrr í kvöld. Að sögn björgunarsveitarfólks voru ferðamennirnir kaldir og hraktir. 8. ágúst 2022 18:55 Ung börn örmögnuðust á leiðinni frá gosstöðvunum Erlendir ferðamenn fóru með tvö ung börn sín upp að gosstöðvunum í Meradölum í gærkvöldi. Á leiðinni niður örmögnuðust börnin í slæmum veðuraðstæðum. Leiðsögumaður sem var á svæðinu segir „firringu“ hafa átt sér stað í gærkvöldi. 7. ágúst 2022 14:45 Mest lesið Dæmdur fyrir að pína konu dögum saman Innlent Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Erlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, háfætt og rennileg Innlent Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Innlent Tveir neita sök og þriðji hugsar sig um í Teslu-íkveikjumáli Innlent Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Erlent Fara í mál við íslenska ríkið og Arctic Sea Farm Innlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Fleiri fréttir Áhyggjur af dýravelferð í réttum: Lömb troðast undir í margmenni Óttast afleiðingar hærri veiðigjalda Tveir neita sök og þriðji hugsar sig um í Teslu-íkveikjumáli Fara í mál við íslenska ríkið og Arctic Sea Farm Undirbúa viljayfirlýsingu um jarðgöng í gegnum Reynisfjall Bein útsending: Blaðamannafundur um málefni kennara Dæmdur fyrir að pína konu dögum saman Atvinnuleysi jókst um 0,6 prósentustig á milli mánaða „Fráleitt að halda því fram að þetta muni knésetja útgerðina” Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, háfætt og rennileg Rannsaka neysluvatn í Hveragerði Ósammála hvort að um leiðréttingu sé að ræða Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Myndefni af heimilisofbeldi, vanvirðing við skattgreiðendur og fegurðardís „Þessi leiðrétting er hið rétta í stöðunni“ Tvíburaforeldrar fái hálft ár í viðbótarorlof Tveimur konum sleppt en fimm dúsa enn inni Ár frá þjófnaðinum í Hamraborg og enginn verið ákærður Líklegast að næsta gos verði stærra en fyrri gos Fólk ekki fasistar þó það eigi Teslu Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis MAST kærir Kaldvík til lögreglu Aukin harka að færast í undirheimana Lögregla muni reyna að vera orðvarari í samræðum á vettvangi Kynntu breytingar á lögum um veiðigjald Næstu dagar ráða úrslitum um framtíð Kvikmyndaskóla Íslands Sögð ætla að kynna umtalsverðar breytingar á veiðigjöldum Sjá meira
Gosstöðvarnar verða áfram lokaðar Tekin hefur verið ákvörðun um að áfram verði lokað inn á gosstöðvarnar í dag, þriðjudag, vegna veðuraðstæðna. 9. ágúst 2022 09:05
Um tíu manns bjargað úr Meradölum Tveimur hópum ferðamanna, sem töldu um tíu manns, var bjargað af björgunarsveitarfólki við gosstöðvurnar fyrr í kvöld. Að sögn björgunarsveitarfólks voru ferðamennirnir kaldir og hraktir. 8. ágúst 2022 18:55
Ung börn örmögnuðust á leiðinni frá gosstöðvunum Erlendir ferðamenn fóru með tvö ung börn sín upp að gosstöðvunum í Meradölum í gærkvöldi. Á leiðinni niður örmögnuðust börnin í slæmum veðuraðstæðum. Leiðsögumaður sem var á svæðinu segir „firringu“ hafa átt sér stað í gærkvöldi. 7. ágúst 2022 14:45