Fundu líkamsleifar ungra barna í gömlum ferðatöskum Samúel Karl Ólason skrifar 18. ágúst 2022 08:47 Frá heimili fjölskyldunnar sem fann líkamsleifarnar. Lögreglan segir rannsóknina vera erfiða. AP/Dean Purcell/New Zealand Herald Fjölskylda á Nýja-Sjálandi fann nýverið líkamsleifar í ferðatöskum sem keyptar voru á uppboði á netinu. Nú er komið í ljós að líkamsleifarnar voru af tveimur börnum sem talin eru hafa verið fimm til tíu ára gömul. Unnið er að því að bera kennsl á börnin en talið er líklegra að þau hafi verið dáin í þó nokkur ár. Meðlimir fjölskyldunnar tóku þátt í uppboði þar sem geymslufyrirtæki seldi innihald geymslna sem höfðu verið yfirgefnar. Þau keyptu innihald geymslu sem meðal annars innihélt ferðatöskur. Þegar innihald geymslunnar hafði verið sent til þeirra og þau byrjuðu að opna töskurnar komu líkamsleifarnar í ljós. Líkamsleifarnar voru í tveimur töskum og töskurnar höfðu, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar, verið í geymslunni í minnst þrjú til fjögur ár. Sjá einnig: Fundu líkamsleifar í tösku sem þau keyptu á uppboði Lögreglan segir enn ekki búið að bera kennsl á líkamsleifarnar með því að greina erfðaefni þeirra en talið sé að þau eigi ættingja sem búa enn á Nýja-Sjálandi. Þá segja forsvarsmenn lögreglunnar að þeir séu í samskiptum við Interpol og aðrar alþjóðlegar löggæslustofnanir, sem þykir til marks um að talið sé að þeir sem grunaðir eru um að hafa komið líkamsleifunum fyrir í töskunum séu nú erlendis. Í frétt New Zealand Herald segir að meðal þeirra vísbendinga sem lögreglan sé að rannsaka snúi að því hver hafi leigt geymsluna sem hýsti töskurnar. Meðal annars sé verið að fara yfir upptökur úr öryggismyndavélum en það gæti verið erfitt þar sem langt sé síðan líkamsleifunum var komið þar fyrir. Nágrannar fjölskyldunnar sem keyptu innihald geymslunnar segja barnaleikföng, vagnar og annað hafa verið í geymslunni. Faamanuia Vaaelua, talsmaður lögreglunnar í Auckland, sagði blaðamönnum í morgun að rannsóknin væri á frumstigi. Hún væri mjög erfið og sérstaklega með tilliti til þess hversu ógeðslegt þetta mál væri. Lögregluþjónar væru þó staðráðnir í að hafa hendur í hári hinna seku. Nýja-Sjáland Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Fleiri fréttir Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Sjá meira
Unnið er að því að bera kennsl á börnin en talið er líklegra að þau hafi verið dáin í þó nokkur ár. Meðlimir fjölskyldunnar tóku þátt í uppboði þar sem geymslufyrirtæki seldi innihald geymslna sem höfðu verið yfirgefnar. Þau keyptu innihald geymslu sem meðal annars innihélt ferðatöskur. Þegar innihald geymslunnar hafði verið sent til þeirra og þau byrjuðu að opna töskurnar komu líkamsleifarnar í ljós. Líkamsleifarnar voru í tveimur töskum og töskurnar höfðu, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar, verið í geymslunni í minnst þrjú til fjögur ár. Sjá einnig: Fundu líkamsleifar í tösku sem þau keyptu á uppboði Lögreglan segir enn ekki búið að bera kennsl á líkamsleifarnar með því að greina erfðaefni þeirra en talið sé að þau eigi ættingja sem búa enn á Nýja-Sjálandi. Þá segja forsvarsmenn lögreglunnar að þeir séu í samskiptum við Interpol og aðrar alþjóðlegar löggæslustofnanir, sem þykir til marks um að talið sé að þeir sem grunaðir eru um að hafa komið líkamsleifunum fyrir í töskunum séu nú erlendis. Í frétt New Zealand Herald segir að meðal þeirra vísbendinga sem lögreglan sé að rannsaka snúi að því hver hafi leigt geymsluna sem hýsti töskurnar. Meðal annars sé verið að fara yfir upptökur úr öryggismyndavélum en það gæti verið erfitt þar sem langt sé síðan líkamsleifunum var komið þar fyrir. Nágrannar fjölskyldunnar sem keyptu innihald geymslunnar segja barnaleikföng, vagnar og annað hafa verið í geymslunni. Faamanuia Vaaelua, talsmaður lögreglunnar í Auckland, sagði blaðamönnum í morgun að rannsóknin væri á frumstigi. Hún væri mjög erfið og sérstaklega með tilliti til þess hversu ógeðslegt þetta mál væri. Lögregluþjónar væru þó staðráðnir í að hafa hendur í hári hinna seku.
Nýja-Sjáland Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Fleiri fréttir Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Sjá meira