Davíð Þór sendir ákall til FH-inga: Vill snúa hlutum við eftir óvægna gagnrýni og þunga umræðu Valur Páll Eiríksson skrifar 21. ágúst 2022 16:30 Vísir/Bára Dröfn Davíð Þór Viðarsson, yfirmaður knattspyrnumála hjá FH, sendi í dag opið bréf til stuðningsmanna FH og kallaði eftir stuðningi við liðið sem er í bráðri fallhættu í Bestu deild karla. „Við erum í óvanalegri stöðu í Bestu deild karla. Eftir gott undirbúningstímabil fórum við inn í þetta mót með væntingar um að berjast um toppsætin í deildinni og því er staðan sem við erum í mikil vonbrigði,“ eru upphafsorð greinarstúfsins sem Davíð Þór birti á samfélagsmiðlum FH í dag. FH er með ellefu stig eftir 17 leiki í 10. sæti deildarinnar, aðeins stigi fyrir ofan Leikni sem á leik inni og þremur stigum frá botnliði ÍA. Liðið hefur þá aðeins fengið þrjú stig í átta leikjum frá því að þjálfaraskipti urðu um miðjan júní. Bréfið kemur í kjölfar svokallaðs endurreisnarfundar félagsins sem haldinn var á fimmtudagskvöld. Markmið þess fundar var að hefja viðsnúning á slöku gengi karlaliðs félagsins. Skortur á stöðugleika Í bréfinu segir Davíð þá FH hafa verið risann í íslenskri knattspyrnu á þessari öld, enda talar fjöldi titla sem félagið hefur unnið í karlafótbolta sínu máli. Hann segir langtímamarkmið félagsins um að halda því í fremstu röð á Íslandi ekki hafa breyst en að skortur á stöðugleika hafi velt félaginu um koll. „Stöðugleikinn sem einkenndi FH frá árinu 2000 til 2017 hefur ekki verið til staðar undanfarin ár. Þjálfarabreytingar af ýmsum ástæðum hafa verið tíðar. Breytingar á leikmannahópnum hafa verið nokkuð miklar, enda hefur liðið verið að ganga í gegnum kynslóðaskipti,“ segir Davíð. Fjölmargir sérfræðingar, til að mynda í Bestu mörkunum, hafa bent á ójafnvægi í leikmannahópi FH sem hafi haft sitt að segja um árangur liðsins í sumar. Vandræðasamt hefur reynst að manna vörn félagsins en þá er varla leikmaður innan leikmannahópsins sem hefur ekki verið sakaður um að spila undir pari í sumar. Opið bréf frá fyrrum leikmanninum og nú yfirmanni knattspyrnumála Davíð Þór Viðarssyni pic.twitter.com/Jvjk92Jzqu— FHingar (@fhingar) August 21, 2022 Full trú á Eiði og Sigurvini Ólafur Jóhannesson, þáverandi þjálfari FH, kallaði eftir því í viðtali í útvarpsþættinum Fótbolti.net fyrir mót að hópinn þyrfti að styrkja með þremur til fjórum leikmönnum, en eftir það viðtal bættist ekkert við hóp FH. Ólafi var ekki treyst fyrir frekara starfi eftir jafntefli við Leikni í Kaplakrika þann 16. júní og var vísað úr starfi þjálfara. Þá hafði FH leikið þrjá deildarleiki í röð án sigurs en í dag, eftir að Eiður Smári Guðjohnsen og Sigurvin Ólafsson tóku við liðinu, eru leikirnir í röð án sigurs orðnir ellefu, þar sem þeir eiga enn eftir að fagna sigri í deildinni eftir átta tilraunir. Davíð segir þrátt fyrir árangurinn standi stjórn FH „þétt við bakið á þeim og höfum fulla trú á því að þeir geti leitt félagið inn í framtíðina,“. Gagnrýni hafi verið óvægin og umræðan þung Það er ekki aðeins innan vallar sem FH-ingar hafa hlotið gagnrýni en mál Eggerts Gunnþórs Jónssonar lá yfir liðinu eftir að körfuboltalandsliðsmaðurinn Martin Hermannsson gerði athugasemd við að hann væri í byrjunarliði liðsins í fyrsta leik Íslandsmótsins þrátt fyrir að sæta rannsókn vegna meints kynferðisofbeldis. Félagið var harðlega gagnrýnt úr mörgum áttum og eftir mikið japl, jaml og fuður setti FH hann til hliðar um stundarsakir þar til málið var látið niður falla. Davíð Þór segir FH hafa þurft að þola óvægna gagnrýni: „Öll umræða um FH hefur síðustu misseri hefur verið þung og félagið fengið á sig ansi óvægna gagnrýni á köflum,“ Hann kallar þá eftir því að stuðningsmenn flykkist á völlinn og styðji karlalið félagsins og hjálpi því upp úr þeim vandræðum sem það hefur bakað sér. Hann kallar þá einnig eftir því að FH-ingar styðji við kvennalið félagsins sem er á toppi Lengjudeildar kvenna og stefnir hraðbyri upp í Bestu deildina. „FH-ingar nær og fjær. Við þurfum að sýna styrk, horfast í augu við erfiða stöðu og takast á við hana. Nú þurfum við að finna aftur FH-hjartað, standa saman og koma félaginu á þann stað sem það á heima. Ég vona að ég sjái ykkur öll á næstu heimaleikjum félagsins,“ er niðurlag bréfs Davíðs. Bréf Davíðs Þórs má sjá í heild sinni í Twitter-færslunni að ofan. FH mætir Keflavík í Kaplakrika í Bestu deild karla annað kvöld klukkan 18:00. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér. Besta deild karla FH Hafnarfjörður Mest lesið Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Handbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti „Þetta er mjög ljúft“ Handbolti Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Fótbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Handbolti Hummels kom Rómverjum til bjargar Fótbolti Hófu titilvörnina með öruggum sigri Handbolti Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Fleiri fréttir Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Sjá meira
„Við erum í óvanalegri stöðu í Bestu deild karla. Eftir gott undirbúningstímabil fórum við inn í þetta mót með væntingar um að berjast um toppsætin í deildinni og því er staðan sem við erum í mikil vonbrigði,“ eru upphafsorð greinarstúfsins sem Davíð Þór birti á samfélagsmiðlum FH í dag. FH er með ellefu stig eftir 17 leiki í 10. sæti deildarinnar, aðeins stigi fyrir ofan Leikni sem á leik inni og þremur stigum frá botnliði ÍA. Liðið hefur þá aðeins fengið þrjú stig í átta leikjum frá því að þjálfaraskipti urðu um miðjan júní. Bréfið kemur í kjölfar svokallaðs endurreisnarfundar félagsins sem haldinn var á fimmtudagskvöld. Markmið þess fundar var að hefja viðsnúning á slöku gengi karlaliðs félagsins. Skortur á stöðugleika Í bréfinu segir Davíð þá FH hafa verið risann í íslenskri knattspyrnu á þessari öld, enda talar fjöldi titla sem félagið hefur unnið í karlafótbolta sínu máli. Hann segir langtímamarkmið félagsins um að halda því í fremstu röð á Íslandi ekki hafa breyst en að skortur á stöðugleika hafi velt félaginu um koll. „Stöðugleikinn sem einkenndi FH frá árinu 2000 til 2017 hefur ekki verið til staðar undanfarin ár. Þjálfarabreytingar af ýmsum ástæðum hafa verið tíðar. Breytingar á leikmannahópnum hafa verið nokkuð miklar, enda hefur liðið verið að ganga í gegnum kynslóðaskipti,“ segir Davíð. Fjölmargir sérfræðingar, til að mynda í Bestu mörkunum, hafa bent á ójafnvægi í leikmannahópi FH sem hafi haft sitt að segja um árangur liðsins í sumar. Vandræðasamt hefur reynst að manna vörn félagsins en þá er varla leikmaður innan leikmannahópsins sem hefur ekki verið sakaður um að spila undir pari í sumar. Opið bréf frá fyrrum leikmanninum og nú yfirmanni knattspyrnumála Davíð Þór Viðarssyni pic.twitter.com/Jvjk92Jzqu— FHingar (@fhingar) August 21, 2022 Full trú á Eiði og Sigurvini Ólafur Jóhannesson, þáverandi þjálfari FH, kallaði eftir því í viðtali í útvarpsþættinum Fótbolti.net fyrir mót að hópinn þyrfti að styrkja með þremur til fjórum leikmönnum, en eftir það viðtal bættist ekkert við hóp FH. Ólafi var ekki treyst fyrir frekara starfi eftir jafntefli við Leikni í Kaplakrika þann 16. júní og var vísað úr starfi þjálfara. Þá hafði FH leikið þrjá deildarleiki í röð án sigurs en í dag, eftir að Eiður Smári Guðjohnsen og Sigurvin Ólafsson tóku við liðinu, eru leikirnir í röð án sigurs orðnir ellefu, þar sem þeir eiga enn eftir að fagna sigri í deildinni eftir átta tilraunir. Davíð segir þrátt fyrir árangurinn standi stjórn FH „þétt við bakið á þeim og höfum fulla trú á því að þeir geti leitt félagið inn í framtíðina,“. Gagnrýni hafi verið óvægin og umræðan þung Það er ekki aðeins innan vallar sem FH-ingar hafa hlotið gagnrýni en mál Eggerts Gunnþórs Jónssonar lá yfir liðinu eftir að körfuboltalandsliðsmaðurinn Martin Hermannsson gerði athugasemd við að hann væri í byrjunarliði liðsins í fyrsta leik Íslandsmótsins þrátt fyrir að sæta rannsókn vegna meints kynferðisofbeldis. Félagið var harðlega gagnrýnt úr mörgum áttum og eftir mikið japl, jaml og fuður setti FH hann til hliðar um stundarsakir þar til málið var látið niður falla. Davíð Þór segir FH hafa þurft að þola óvægna gagnrýni: „Öll umræða um FH hefur síðustu misseri hefur verið þung og félagið fengið á sig ansi óvægna gagnrýni á köflum,“ Hann kallar þá eftir því að stuðningsmenn flykkist á völlinn og styðji karlalið félagsins og hjálpi því upp úr þeim vandræðum sem það hefur bakað sér. Hann kallar þá einnig eftir því að FH-ingar styðji við kvennalið félagsins sem er á toppi Lengjudeildar kvenna og stefnir hraðbyri upp í Bestu deildina. „FH-ingar nær og fjær. Við þurfum að sýna styrk, horfast í augu við erfiða stöðu og takast á við hana. Nú þurfum við að finna aftur FH-hjartað, standa saman og koma félaginu á þann stað sem það á heima. Ég vona að ég sjái ykkur öll á næstu heimaleikjum félagsins,“ er niðurlag bréfs Davíðs. Bréf Davíðs Þórs má sjá í heild sinni í Twitter-færslunni að ofan. FH mætir Keflavík í Kaplakrika í Bestu deild karla annað kvöld klukkan 18:00. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deild karla FH Hafnarfjörður Mest lesið Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Handbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti „Þetta er mjög ljúft“ Handbolti Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Fótbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Handbolti Hummels kom Rómverjum til bjargar Fótbolti Hófu titilvörnina með öruggum sigri Handbolti Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Fleiri fréttir Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Sjá meira