Hægfara dauði leikskólakennarans Súsanna Ósk Gestsdóttir skrifar 22. ágúst 2022 09:01 Kæri borgarstjóri (og staðgengill borgarstjóra) og borgarfulltrúar. Undanfarið hef ég horft upp á hrakfarir foreldra sem hefur verið lofað leikskólaplássum fyrir börnin sín en þurft að lifa í algjörri óvissu þegar loforð hafa ekki verið efnd. Á sama tíma heyri ég lausnir sem koma frá ykkar herbúðum, minnihluta eða meirihluta, sem eru svo ævintýralegar að mig sundlar og svimar. Ég er með fimm ára háskólanám að baki, ég er sérfræðingur hjá hinu opinbera og deildarstjóri á mínum vinnustað. Ég er með mannaforráð, ég sé um samskipti við foreldra og er í nánu samneyti við börnin á deildinni minni. Ég er hluti af stjórnendateymi leikskólans og tek faglegar ákvarðanir er varða leikskólastarfið. Ég hlakka til að mæta í vinnuna á hverjum degi. Ég hlakka til þess að mæta brosi og faðmlögum og heyra hvað börnin hafa að segja um lífið og tilveruna. Mér þykir samt leitt að það sé litið á starf leikskólakennarans sem sjálfboðaliðastarf. Launin eru ekkert til þess að hrópa húrra fyrir auk þess sem margir leikskólakennarar ákveða að starfsaðstæður auk hlunninda sem eru í boði á grunnskólastiginu séu ákjósanlegri en þau sem standa okkur til boða hér í leikskólanum. Þar sem þetta er kvennastétt er ekki við öðru að búast eða hvað? Lausnir ykkar er snúa að leikskólanum eru í formi skammtímaúrræða. Ég vil að þið stefnið að því að uppfylla lög nr. 87/2008 um menntun og ráðningu kennara og skólastjórnenda við leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla þar sem að lágmarki 2/3 hlutar stöðugilda við kennslu, umönnun og uppeldi barna eru leikskólakennarar að mennt. Fagfólk innan leikskólanna á að fá að starfa með öðru fagfólki. Annað er óásættanlegt. Þangað til ætti að vera krafa um að fara fram á álagsgreiðslur til leikskólakennara þar sem að hvergi næst að uppfylla áðurnefnd lög. Það er álag að fá til sín nýtt ófaglært starfsólk, misáhugasamt, á hverju hausti og þurfa að byrja á því að leiðbeina fólki hvernig unnið er í leikskóla og hver sýnin er. Foreldrar sem sækja um leikskólavist fyrir börnin sín þurfa og eiga að setja fram kröfur um að lög um rekstur leikskóla séu virt. Þar sem börn eru í auknum mæli yngri en áður þegar þau hefja leikskólagöngu er þetta ekki síst mikilvægt þar sem að leikskólakennarar eru fagmenn og sérfræðingar í málefnum barna, líðan, þroska og námi. Leikskólakennarar eru þeir sem ættu að hafa umsjón með öllum deildum leikskóla borgarinnar. Eins og Haraldur Freyr Gíslason, formaður Félags leikskólakennara, nefnir í pistli sínum, er ör stækkun leikskóla að skapa óviðunandi aðstæður fyrir börn og leikskólakennara. Kæru borgarfulltrúar. Þið eruð kosin af fólki sem býst við meiru af ykkur. Leikskólamál snúast um meira en steypu og tölur á blaði. Þau snúast um börnin okkar – framtíð landsins. Þau snúast um fagstétt kennara – fólk sem hefur sérmenntun sem á að nýta til góðs. Starfsvettvangur minn, leikskólinn, er sífellt talaður niður í fjölmiðlum. Enginn vill vinna í leikskóla því að launin eru lág og álagið mikið. Ef laun leikskólakennara yrðu lagfærð myndi álagið minnka og mönnunarvandi sömuleiðis. Það væri langtímamarkmið sem eitthvað vit væri í. Það getur ekki hver sem er unnið í leikskóla. Þegar við tölum þannig erum við að gera lítið úr skjólstæðingum okkar, börnunum, og fagmenntuðu fólki. Það þarf að vera hvati fyrir fólk að fara í leikskólakennaranám og ég vil þakka Lilju Alfreðsdóttir, þáverandi mennta- og menningarmálaráðherra, fyrir að hafa unnið gott starf í þágu nýliðunar leikskólakennarastéttarinnar. En við þurfum líka að finna út úr því hvernig við höldum í þetta sama fólk. Uppi eru hugmyndir um að bakvarðasveit frá frístundaheimilum hoppi inn í leikskólana á morgnana áður en frístundaheimilin opna eftir hádegi. Hvar er framtíðarsýnin? Plástrar munu ekki skila neinum árangri og innantóm kosningaloforð ykkar eru að gera útaf við starfsstétt mína. Ég efast um að borgarfulltrúar væru til í að vinna með Pétri og Páli bara til þess að „redda hlutunum“. Við viljum framtíðarlausn á þessum málaflokki – þið eruð í alvöru að redda málunum með því að setja börn í gáma! Og talandi um leikskólavandann – það var borgin sem skapaði hann og enginn annar og ykkur ber að leysa hann. Hefði ekki verið vænleg að ráðfæra sig við leikskólakennara áður en loforð um leikskólavistun 12 mánaða barna voru sett fram? Hvernig væri að stofna samráðshóp með fulltrúum leikskólakennara? Væri það ekki upphaf af raunhæfri og faglegri framtíðarsýn á rekstri leikskóla í Reykjavík? Það má nefna til gamans að borgin hefur í áratugi sparað sér það fjármagn sem hefði átt að fara í launakostnað leikskólakennara þar sem leikskólakennarar hafa ekki fengist til þess að vinna við fagið sitt sökum… lágra launa. Þetta er svo öfugsnúið að það hálfa væri nóg. Hefur Reykjavíkurborg hag af því að ráða til sín ófaglært fólk á lágum launum? Eru hagsmunir Reykjavíkurborgar fólgnir í því að rústa endanlega stétt leikskólakennara sem hafa unun af starfi sínu og sinna börnum af kostgæfni og veita þeim öryggi og gæðamenntun? Hver er raunverulegur hagur Reykjavíkurborgar í málefnum sem snerta foreldra og börn þeirra? Hækkun launa er eina raunverulega lausnin sem hægt er að bjóða fram. Höfundur er leikskólakennari við Leikskólann Múlaborg í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Leikskólar Skóla - og menntamál Vinnumarkaður Mest lesið „Þetta er ekki hægt, en það verður samt að gera þetta“ Arnar Þór Jónsson Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Hvað er borgaraleg pólitík? Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Mýtan um sæstreng! Andrés Pétursson Skoðun Jólaskreytingafyllerí: Eru takmörk fyrir því hversu langt má ganga í jólaskreytingum? Hildur Ýr Viðarsdóttir Skoðun Það er ekki nóg að vera klár stelpa/strákur/stálp Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Milljónerí Hannes Örn Blandon Skoðun Bíp Bíp Bíp Ágúst Mogensen Skoðun Kvennaárið 2025 Drífa Snædal Skoðun Kosningum lokið og hvað nú? Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Skoðun Skoðun Fyrstu jólin eftir ástvinamissi. Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skyndihjálp: Lykillinn að öruggara samfélagi Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki nóg að vera klár stelpa/strákur/stálp Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Kosningum lokið og hvað nú? Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun „Þetta er ekki hægt, en það verður samt að gera þetta“ Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Mýtan um sæstreng! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Kvennaárið 2025 Drífa Snædal skrifar Skoðun Bíp Bíp Bíp Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Samviskufrelsi heilbrigðisstarfsmanna ekki vandamál þegar kemur að dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Milljónerí Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Jólaskreytingafyllerí: Eru takmörk fyrir því hversu langt má ganga í jólaskreytingum? Hildur Ýr Viðarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er borgaraleg pólitík? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn verðmætasköpunar Sigríður Mogensen skrifar Skoðun Þorlákshöfn - byggð á tímamótum Anna Kristín Karlsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunamál fyrirtækjanna í stjórnarsáttmála Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar Skoðun Lýðræði hinna sterku Jón Páll Hreinsson skrifar Skoðun Bleikir hvolpar Darri Gunnarsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Lifandi dauð! Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Það hafa allir sjötta skilningarvit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Skoðun mín á alþingiskosningum 2024 Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar Skoðun Hlustið á fólkið í skólunum? Dóra Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægasta atkvæðið Kristbjörg Þórisdóttir skrifar Skoðun Nálgunarbann Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Sjá meira
Kæri borgarstjóri (og staðgengill borgarstjóra) og borgarfulltrúar. Undanfarið hef ég horft upp á hrakfarir foreldra sem hefur verið lofað leikskólaplássum fyrir börnin sín en þurft að lifa í algjörri óvissu þegar loforð hafa ekki verið efnd. Á sama tíma heyri ég lausnir sem koma frá ykkar herbúðum, minnihluta eða meirihluta, sem eru svo ævintýralegar að mig sundlar og svimar. Ég er með fimm ára háskólanám að baki, ég er sérfræðingur hjá hinu opinbera og deildarstjóri á mínum vinnustað. Ég er með mannaforráð, ég sé um samskipti við foreldra og er í nánu samneyti við börnin á deildinni minni. Ég er hluti af stjórnendateymi leikskólans og tek faglegar ákvarðanir er varða leikskólastarfið. Ég hlakka til að mæta í vinnuna á hverjum degi. Ég hlakka til þess að mæta brosi og faðmlögum og heyra hvað börnin hafa að segja um lífið og tilveruna. Mér þykir samt leitt að það sé litið á starf leikskólakennarans sem sjálfboðaliðastarf. Launin eru ekkert til þess að hrópa húrra fyrir auk þess sem margir leikskólakennarar ákveða að starfsaðstæður auk hlunninda sem eru í boði á grunnskólastiginu séu ákjósanlegri en þau sem standa okkur til boða hér í leikskólanum. Þar sem þetta er kvennastétt er ekki við öðru að búast eða hvað? Lausnir ykkar er snúa að leikskólanum eru í formi skammtímaúrræða. Ég vil að þið stefnið að því að uppfylla lög nr. 87/2008 um menntun og ráðningu kennara og skólastjórnenda við leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla þar sem að lágmarki 2/3 hlutar stöðugilda við kennslu, umönnun og uppeldi barna eru leikskólakennarar að mennt. Fagfólk innan leikskólanna á að fá að starfa með öðru fagfólki. Annað er óásættanlegt. Þangað til ætti að vera krafa um að fara fram á álagsgreiðslur til leikskólakennara þar sem að hvergi næst að uppfylla áðurnefnd lög. Það er álag að fá til sín nýtt ófaglært starfsólk, misáhugasamt, á hverju hausti og þurfa að byrja á því að leiðbeina fólki hvernig unnið er í leikskóla og hver sýnin er. Foreldrar sem sækja um leikskólavist fyrir börnin sín þurfa og eiga að setja fram kröfur um að lög um rekstur leikskóla séu virt. Þar sem börn eru í auknum mæli yngri en áður þegar þau hefja leikskólagöngu er þetta ekki síst mikilvægt þar sem að leikskólakennarar eru fagmenn og sérfræðingar í málefnum barna, líðan, þroska og námi. Leikskólakennarar eru þeir sem ættu að hafa umsjón með öllum deildum leikskóla borgarinnar. Eins og Haraldur Freyr Gíslason, formaður Félags leikskólakennara, nefnir í pistli sínum, er ör stækkun leikskóla að skapa óviðunandi aðstæður fyrir börn og leikskólakennara. Kæru borgarfulltrúar. Þið eruð kosin af fólki sem býst við meiru af ykkur. Leikskólamál snúast um meira en steypu og tölur á blaði. Þau snúast um börnin okkar – framtíð landsins. Þau snúast um fagstétt kennara – fólk sem hefur sérmenntun sem á að nýta til góðs. Starfsvettvangur minn, leikskólinn, er sífellt talaður niður í fjölmiðlum. Enginn vill vinna í leikskóla því að launin eru lág og álagið mikið. Ef laun leikskólakennara yrðu lagfærð myndi álagið minnka og mönnunarvandi sömuleiðis. Það væri langtímamarkmið sem eitthvað vit væri í. Það getur ekki hver sem er unnið í leikskóla. Þegar við tölum þannig erum við að gera lítið úr skjólstæðingum okkar, börnunum, og fagmenntuðu fólki. Það þarf að vera hvati fyrir fólk að fara í leikskólakennaranám og ég vil þakka Lilju Alfreðsdóttir, þáverandi mennta- og menningarmálaráðherra, fyrir að hafa unnið gott starf í þágu nýliðunar leikskólakennarastéttarinnar. En við þurfum líka að finna út úr því hvernig við höldum í þetta sama fólk. Uppi eru hugmyndir um að bakvarðasveit frá frístundaheimilum hoppi inn í leikskólana á morgnana áður en frístundaheimilin opna eftir hádegi. Hvar er framtíðarsýnin? Plástrar munu ekki skila neinum árangri og innantóm kosningaloforð ykkar eru að gera útaf við starfsstétt mína. Ég efast um að borgarfulltrúar væru til í að vinna með Pétri og Páli bara til þess að „redda hlutunum“. Við viljum framtíðarlausn á þessum málaflokki – þið eruð í alvöru að redda málunum með því að setja börn í gáma! Og talandi um leikskólavandann – það var borgin sem skapaði hann og enginn annar og ykkur ber að leysa hann. Hefði ekki verið vænleg að ráðfæra sig við leikskólakennara áður en loforð um leikskólavistun 12 mánaða barna voru sett fram? Hvernig væri að stofna samráðshóp með fulltrúum leikskólakennara? Væri það ekki upphaf af raunhæfri og faglegri framtíðarsýn á rekstri leikskóla í Reykjavík? Það má nefna til gamans að borgin hefur í áratugi sparað sér það fjármagn sem hefði átt að fara í launakostnað leikskólakennara þar sem leikskólakennarar hafa ekki fengist til þess að vinna við fagið sitt sökum… lágra launa. Þetta er svo öfugsnúið að það hálfa væri nóg. Hefur Reykjavíkurborg hag af því að ráða til sín ófaglært fólk á lágum launum? Eru hagsmunir Reykjavíkurborgar fólgnir í því að rústa endanlega stétt leikskólakennara sem hafa unun af starfi sínu og sinna börnum af kostgæfni og veita þeim öryggi og gæðamenntun? Hver er raunverulegur hagur Reykjavíkurborgar í málefnum sem snerta foreldra og börn þeirra? Hækkun launa er eina raunverulega lausnin sem hægt er að bjóða fram. Höfundur er leikskólakennari við Leikskólann Múlaborg í Reykjavík.
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Jólaskreytingafyllerí: Eru takmörk fyrir því hversu langt má ganga í jólaskreytingum? Hildur Ýr Viðarsdóttir Skoðun
Skoðun Samviskufrelsi heilbrigðisstarfsmanna ekki vandamál þegar kemur að dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Jólaskreytingafyllerí: Eru takmörk fyrir því hversu langt má ganga í jólaskreytingum? Hildur Ýr Viðarsdóttir skrifar
Skoðun Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar
Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Jólaskreytingafyllerí: Eru takmörk fyrir því hversu langt má ganga í jólaskreytingum? Hildur Ýr Viðarsdóttir Skoðun