Tapparnir fastir við gosflöskurnar Atli Ísleifsson skrifar 26. ágúst 2022 13:33 Breytingin á töppunum á að skila sér í að þeir skili sér örugglega í endurvinnslu. CCEP Plastflöskur þar sem skrúfutapparnir eru áfastir flöskuhálsinum munu hefja innreið sína á íslenskan markað á næstu mánuðum. Coca Cola á Íslandi stefnir að því að byrja að notast við nýju tappana í febrúar eða mars á næsta ári, en Ölgerðin stefnir á að gera slíkt hið sama á næsta ári. Breytinguna má rekja til Evrópureglugerðar sem snýr að einnota plasti sem sé ætlað að skila sér í að tapparnir skili sér einnig örugglega í endurvinnslu. Stefán Magnússon, markaðsstjóri hjá Coca Cola á Íslandi, segir að undirbúningur standi nú yfir og að vel sé fylgst með þeim mörkuðum þar sem breytingin hafi nú þegar komið til framkvæmda. „Coca Cola er að byrja með þetta í Noregi og þetta er þegar komið í Þýskalandi. Við lærum af reynslunni þar. Við höfum komist að því að þar hefði þurft af fræða neytendur betur um breytinguna.“ Stefán segist viss um að það muni taka neytendur stuttan tíma að venjast breytingunni. „Það þarf bara að snúa tappanum á ákveðinn hátt þannig að hann sé ekki fyrir þegar drukkið er úr flöskunni. Það venst. En það mikilvægasta er að þetta er breyting sem verður umhverfinu til góðs.“ Ölgerðin ætlar að koma nýju töppunum á markað á nýju ári.VÍSIR/VILHELM Tapparnir skila sér flestir Stefán segir að Coca Cola hafi upphaflega miðað við að ráðast í breytinguna hér á landi um mánaðarmótin september, október. „Við urðum þó að fresta því og miðum nú við febrúar, mars á næsta ári.“ Hann segir að Íslendingar séu almennt frekar duglegir að koma töppunum sem fylgja plastflöskum í endurvinnslu. Þannig skili tappinn sér í endurvinnslu í um 90 prósent tilvika samkvæmt gögnum frá Sorpu,“ segir Stefán. Ölgerðin ræðst sömuleiðis í breytingar Samkvæmt umræddri reglugerð á breytingin á töppunum að vera komin til framkvæmda í síðasta lagi árið 2024. Guðni Þór Sigurjónsson, forstöðumaður Vöruþróunar og gæðadeildar Ölgerðarinnar, segir að Ölgerðin stefni sömuleiðis á að koma nýjum töppum á markað á nýju ári. Umhverfismál Gosdrykkir Ölgerðin Mest lesið Ræða við „hrokafulla“ Kana vegna áhyggja af tollum Trumps Viðskipti erlent Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Viðskipti innlent Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent „Ég vaknaði alltaf með móral og leið aldrei vel“ Atvinnulíf Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Viðskipti innlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Viðskipti innlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Fleiri fréttir Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Hefði fengið rúmum tíu þúsundkalli meira í vasann í bankaútibúi „Þetta eru bara krakkar sem eru í þessu fyrir peningana“ Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Hvar er opið um páskana? Spotify liggur niðri Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Hafi ógnað öryggi flugsins en fær samt bætur Páskaegg allt að fjórðungi dýrari en í fyrra Tvö apótek sögðu pass við verðlagseftirlitið Kannast ekki við hafa tekið lán að nóttu til en þarf að borga Rangt að plástrarnir geti læknað sjúkleika eða röskun á líffærastarfsemi Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Sjá meira
Breytinguna má rekja til Evrópureglugerðar sem snýr að einnota plasti sem sé ætlað að skila sér í að tapparnir skili sér einnig örugglega í endurvinnslu. Stefán Magnússon, markaðsstjóri hjá Coca Cola á Íslandi, segir að undirbúningur standi nú yfir og að vel sé fylgst með þeim mörkuðum þar sem breytingin hafi nú þegar komið til framkvæmda. „Coca Cola er að byrja með þetta í Noregi og þetta er þegar komið í Þýskalandi. Við lærum af reynslunni þar. Við höfum komist að því að þar hefði þurft af fræða neytendur betur um breytinguna.“ Stefán segist viss um að það muni taka neytendur stuttan tíma að venjast breytingunni. „Það þarf bara að snúa tappanum á ákveðinn hátt þannig að hann sé ekki fyrir þegar drukkið er úr flöskunni. Það venst. En það mikilvægasta er að þetta er breyting sem verður umhverfinu til góðs.“ Ölgerðin ætlar að koma nýju töppunum á markað á nýju ári.VÍSIR/VILHELM Tapparnir skila sér flestir Stefán segir að Coca Cola hafi upphaflega miðað við að ráðast í breytinguna hér á landi um mánaðarmótin september, október. „Við urðum þó að fresta því og miðum nú við febrúar, mars á næsta ári.“ Hann segir að Íslendingar séu almennt frekar duglegir að koma töppunum sem fylgja plastflöskum í endurvinnslu. Þannig skili tappinn sér í endurvinnslu í um 90 prósent tilvika samkvæmt gögnum frá Sorpu,“ segir Stefán. Ölgerðin ræðst sömuleiðis í breytingar Samkvæmt umræddri reglugerð á breytingin á töppunum að vera komin til framkvæmda í síðasta lagi árið 2024. Guðni Þór Sigurjónsson, forstöðumaður Vöruþróunar og gæðadeildar Ölgerðarinnar, segir að Ölgerðin stefni sömuleiðis á að koma nýjum töppum á markað á nýju ári.
Umhverfismál Gosdrykkir Ölgerðin Mest lesið Ræða við „hrokafulla“ Kana vegna áhyggja af tollum Trumps Viðskipti erlent Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Viðskipti innlent Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent „Ég vaknaði alltaf með móral og leið aldrei vel“ Atvinnulíf Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Viðskipti innlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Viðskipti innlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Fleiri fréttir Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Hefði fengið rúmum tíu þúsundkalli meira í vasann í bankaútibúi „Þetta eru bara krakkar sem eru í þessu fyrir peningana“ Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Hvar er opið um páskana? Spotify liggur niðri Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Hafi ógnað öryggi flugsins en fær samt bætur Páskaegg allt að fjórðungi dýrari en í fyrra Tvö apótek sögðu pass við verðlagseftirlitið Kannast ekki við hafa tekið lán að nóttu til en þarf að borga Rangt að plástrarnir geti læknað sjúkleika eða röskun á líffærastarfsemi Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Sjá meira