Borgin á ekki að vera að opna á viðskiptatækifæri með barnæskuna Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar 26. ágúst 2022 15:00 Úttekt innri endurskoðunar á sjálfstætt starfandi leik- og grunnskólum var kynnt á fundi skóla- og frístundaráðs í vikunni. Ýmislegt kom fram í henni. Það sem kom mest á óvart er að einkareknir leikskólar hafa heimildir til þess að greiða sér út arð, og það án neinna skilyrða. Engar kvaðir eru af hálfu borgarinnar um arðgreiðslur eða hvernig rekstrarafgangur sem rekja má til opinberra framlaga skuli nýttur. Greiddur er umtalsverður arður út til eigenda sem jafnframt eru á launaskrá hjá leikskólanum. Peningur sem ætti að nýtast börnum er sogaður út. Yfir 100 milljónir í arðgreiðslur Sautján sjálfstætt starfandi leikskólar eru í Reykjavíkurborg sem hljóta samtals 2,9 milljarðar króna rekstrarframlags frá borginni auk húsnæðisframlags upp á 311 milljónir króna. Þetta eru háar upphæðir og því mikilvægt að við vitum að þær séu alveg örugglega að nýtast börnunum og starfi leikskólanna. Nokkrir þessara leikskóla eru félagslega reknir og því er tryggt að allt fé renni beint aftur í leikskólastarfið og ekki í neitt annað. En því miður gildir svo ekki um alla sjálfstætt rekna leikskóla. Hluti þeirra hefur á síðustu árum greitt sér út meira en 100 milljónir í arð samkvæmt skýrslunni. Það þýðir að í stað þess að fé sem borgin er að styðja leikskólanna með renni beint í leikskólastarfið er hluti þess að enda í vasa eigendanna. Hvernig erum við þarna að tryggja sem bestu gæði leikskólastarfs í borginni? Ég get ekki séð hvernig svo er. Fé rennur í vasa eigenda í stað þess að hlúa að börnum Þrír leikskólanna hafa greitt út rúmlega 20 milljónir í arð á síðustu árum. Einn þeirra sker sig sérstaklega úr og hefur greitt út 65 milljónir á tveimur árum. Auk þess er þar rukkað sérstakt aukagjald umfram það hámark á leikskólagjöldum sem leyfi er gefið fyrir í samningi við borgina. Annar leikskóli keypti íbúðarhúsnæði sem ekki er vitað til hvaða nota er ætlað. Dæmi eru um að leikskólar séu að greiða sér út arð í bullandi taprekstri. Útsvarinu okkar er ekki best borgið í að viðhalda arðgreiðslum og einhverju sem lítur út fyrir að vera íbúðabrask. Borgaryfirvöld leyfa þessu að viðgangast. Engin mörk virðast sett á hömluleysið. Heimildir borgarinnar fyrir skilyrðislausum arðgreiðslum eru að bitna á börnunum. Borgin á ekki að vera að opna á viðskiptatækifæri með barnæskuna. Við eigum að mæta grunnþörfum þeirra í stað þess að búa til gróðamaskínur í kringum þau. Gróðastarfsemi leikskóla bitnar á börnunum Sósíalistar hafa ekkert á móti því að til séu öðruvísi leikskólar en þeir sem borgin rekur. Sjálfseignarstofnanir eða félagslega reknir leikskólar vinna gott starf og það er gott að hafa fjölbreytni. Það er ekki í lagi að leikskólar séu reknir til þess að raka fé frá börnum. Gróðastarfsemi á ekki heima innan þeirra því það hefur í för með sér hvata til þess að draga úr þjónustu við börnin og setja aukið álag á starfsfólkið, sem getur auk þess ógnað öryggi barnanna. Hverjar eru okkar frumforsendur sem samfélags? Það er ekki þetta. Að börn séu nýtt sem viðskiptatækifæri. Í sjálfstætt reknum grunnskólum borgarinnar eru þau skilyrði sett að þeir megi ekki greiða sér út arð. Hvers vegna gildir hið sama ekki um leikskóla? Það minnsta sem meirihlutinn í borginni getur gert nú er að setja reglur um að arðgreiðslur ættu að fara beint aftur í skólana og nýtast börnunum, með því að fjölga kennurum, bæta leikvöllinn eða sinna viðhaldi á skólabyggingunni. Tryggjum gjaldfrjálsa leikskóla Ein af aðaláherslum Sósíalista er að börn eigi ekki að þurfa borga fyrir þjónustu borgarinnar. Það felur í sér að þau séu ekki rukkuð um leikskólagjöld. Með því að tryggja það komum við í veg fyrir að leikskólar geti sópað fé út úr starfinu og fært í vasa eigenda. Borgin á ekki að vera að niðurgreiða slíka starfsemi, heldur einfaldlega tryggja að það sé engin gjaldskrá. Við eigum öll að geta sammælst um það að börnin séu sett í fyrsta sæti og verið fullviss um að fé úr okkar sameiginlega sjóði sé að renna til barnanna og ekki neitt annað. Fyrir þá sem hafa áhuga á að kynna sér skýrslu innri endurskoðunar um úttekt á sjálfstætt reknum grunn- og leikskólum geta afritað þennan hlekk og límt á vafranum sínum: https://borgarvernd-web.cdn.prismic.io/borgarvernd-web/0820859a-5c9b-4b7d-8acf-df5883295013_Innri+endurskodun+skyrsla+leik+og+grunnskolar_24.03.2022.pdf Höfundur er borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Trausti Breiðfjörð Magnússon Sósíalistaflokkurinn Reykjavík Borgarstjórn Leikskólar Skóla - og menntamál Grunnskólar Mest lesið Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson skrifar Skoðun Færni til framtíðar Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lestu Gaza Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar Skoðun 10 ár og bull í lokin Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Opið bréf til atvinnuvegaráðherra: 48 daga, nei takk Gísli Gunnar Marteinsson skrifar Skoðun Á nú að opinbera það að ég veit í rauninni ekki neitt? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Höfuðborgarinnar, ekki Íslands Arent Orri Claessen,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Bætt skipulag fyrir stúdenta Aðalsteinn Haukur Sverrisson ,Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Frá sögulegum minjum til sviðsettrar upplifunar: Um sanngildi og Disneyvæðingu Sólheimasands Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði: Offramboð af röngu meðaltali Egill Lúðvíksson skrifar Sjá meira
Úttekt innri endurskoðunar á sjálfstætt starfandi leik- og grunnskólum var kynnt á fundi skóla- og frístundaráðs í vikunni. Ýmislegt kom fram í henni. Það sem kom mest á óvart er að einkareknir leikskólar hafa heimildir til þess að greiða sér út arð, og það án neinna skilyrða. Engar kvaðir eru af hálfu borgarinnar um arðgreiðslur eða hvernig rekstrarafgangur sem rekja má til opinberra framlaga skuli nýttur. Greiddur er umtalsverður arður út til eigenda sem jafnframt eru á launaskrá hjá leikskólanum. Peningur sem ætti að nýtast börnum er sogaður út. Yfir 100 milljónir í arðgreiðslur Sautján sjálfstætt starfandi leikskólar eru í Reykjavíkurborg sem hljóta samtals 2,9 milljarðar króna rekstrarframlags frá borginni auk húsnæðisframlags upp á 311 milljónir króna. Þetta eru háar upphæðir og því mikilvægt að við vitum að þær séu alveg örugglega að nýtast börnunum og starfi leikskólanna. Nokkrir þessara leikskóla eru félagslega reknir og því er tryggt að allt fé renni beint aftur í leikskólastarfið og ekki í neitt annað. En því miður gildir svo ekki um alla sjálfstætt rekna leikskóla. Hluti þeirra hefur á síðustu árum greitt sér út meira en 100 milljónir í arð samkvæmt skýrslunni. Það þýðir að í stað þess að fé sem borgin er að styðja leikskólanna með renni beint í leikskólastarfið er hluti þess að enda í vasa eigendanna. Hvernig erum við þarna að tryggja sem bestu gæði leikskólastarfs í borginni? Ég get ekki séð hvernig svo er. Fé rennur í vasa eigenda í stað þess að hlúa að börnum Þrír leikskólanna hafa greitt út rúmlega 20 milljónir í arð á síðustu árum. Einn þeirra sker sig sérstaklega úr og hefur greitt út 65 milljónir á tveimur árum. Auk þess er þar rukkað sérstakt aukagjald umfram það hámark á leikskólagjöldum sem leyfi er gefið fyrir í samningi við borgina. Annar leikskóli keypti íbúðarhúsnæði sem ekki er vitað til hvaða nota er ætlað. Dæmi eru um að leikskólar séu að greiða sér út arð í bullandi taprekstri. Útsvarinu okkar er ekki best borgið í að viðhalda arðgreiðslum og einhverju sem lítur út fyrir að vera íbúðabrask. Borgaryfirvöld leyfa þessu að viðgangast. Engin mörk virðast sett á hömluleysið. Heimildir borgarinnar fyrir skilyrðislausum arðgreiðslum eru að bitna á börnunum. Borgin á ekki að vera að opna á viðskiptatækifæri með barnæskuna. Við eigum að mæta grunnþörfum þeirra í stað þess að búa til gróðamaskínur í kringum þau. Gróðastarfsemi leikskóla bitnar á börnunum Sósíalistar hafa ekkert á móti því að til séu öðruvísi leikskólar en þeir sem borgin rekur. Sjálfseignarstofnanir eða félagslega reknir leikskólar vinna gott starf og það er gott að hafa fjölbreytni. Það er ekki í lagi að leikskólar séu reknir til þess að raka fé frá börnum. Gróðastarfsemi á ekki heima innan þeirra því það hefur í för með sér hvata til þess að draga úr þjónustu við börnin og setja aukið álag á starfsfólkið, sem getur auk þess ógnað öryggi barnanna. Hverjar eru okkar frumforsendur sem samfélags? Það er ekki þetta. Að börn séu nýtt sem viðskiptatækifæri. Í sjálfstætt reknum grunnskólum borgarinnar eru þau skilyrði sett að þeir megi ekki greiða sér út arð. Hvers vegna gildir hið sama ekki um leikskóla? Það minnsta sem meirihlutinn í borginni getur gert nú er að setja reglur um að arðgreiðslur ættu að fara beint aftur í skólana og nýtast börnunum, með því að fjölga kennurum, bæta leikvöllinn eða sinna viðhaldi á skólabyggingunni. Tryggjum gjaldfrjálsa leikskóla Ein af aðaláherslum Sósíalista er að börn eigi ekki að þurfa borga fyrir þjónustu borgarinnar. Það felur í sér að þau séu ekki rukkuð um leikskólagjöld. Með því að tryggja það komum við í veg fyrir að leikskólar geti sópað fé út úr starfinu og fært í vasa eigenda. Borgin á ekki að vera að niðurgreiða slíka starfsemi, heldur einfaldlega tryggja að það sé engin gjaldskrá. Við eigum öll að geta sammælst um það að börnin séu sett í fyrsta sæti og verið fullviss um að fé úr okkar sameiginlega sjóði sé að renna til barnanna og ekki neitt annað. Fyrir þá sem hafa áhuga á að kynna sér skýrslu innri endurskoðunar um úttekt á sjálfstætt reknum grunn- og leikskólum geta afritað þennan hlekk og límt á vafranum sínum: https://borgarvernd-web.cdn.prismic.io/borgarvernd-web/0820859a-5c9b-4b7d-8acf-df5883295013_Innri+endurskodun+skyrsla+leik+og+grunnskolar_24.03.2022.pdf Höfundur er borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins í Reykjavík.
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar
Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar
Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Frá sögulegum minjum til sviðsettrar upplifunar: Um sanngildi og Disneyvæðingu Sólheimasands Guðmundur Björnsson skrifar
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun