Alonso: Hamilton er hálfviti Atli Arason skrifar 29. ágúst 2022 23:01 Lewis Hamilton á flugi eftir árekstur við Fernando Alonso. Getty Images Ökuþórinn Lewis Hamilton hjá Mercedes segist vera þakklátur fyrir að vera enn þá á lífi eftir árekstur við Fernando Alonso á fyrsta hring í belgíska kappakstrinum í gær. Hamilton segist bera ábyrgð á árekstrinum en Alonso var vægast sagt ósáttur við aksturslag Hamilton í aðdraganda árekstursins. „Hann keyrði á mig, þvílíkur hálfviti,“ sagði Alonso í kallkerfi Alpine teymisins. „Hann lokaði á mig eftir að hafa farið framhjá mér að utanverðu. Við byrjuðum kappaksturinn vel en þessi gaur [Hamilton] kann bara ekki að keyra nema þegar hann byrjar á ráspól,“ bætti Alonso við. Hamilton ætlaði að biðja Alonso afsökunar eftir kappaksturinn en hætti við eftir að hann heyrði ummæli Alonso. „Ég veit ekki hvað ég á að segja,“ sagði Hamilton eftir kappaksturinn. „Stundum segir maður eitthvað bara í hita leiksins en það er gott að vita hvað honum finnst um mig. Það er betra að allir vita það,“ bætti Hamilton við en Hamilton og Alonso voru liðsfélagar hjá McLaren árið 2007. „Ég var ekki að reyna að klessa á hann en ég tek fulla ábyrgð á þessu atviki, það er það sem fullorðið fólk gerir. Svo höldum við bara lífinu áfram,“ svaraði Hamilton aðspurður út í atvikið. Alonso endaði keppni í fimmta sæti en Max Verstappen vann kappaksturinn. Hamilton hélt keppni áfram í fyrstu en strax á öðrum hring neyddist hann til að draga sig úr leik vegna bilana í ökutækinu sínu eftir áreksturinn. „Ég man eftir því að horfa beint niður á malbikið en þá var ég kominn hátt upp í loftið. Ég er þakklátur fyrir að vera enn á lífi og í heilu lagi,“ sagði sjöfaldi heimsmeistarinn Lewis Hamilton. #F1 #BelgianGP Hamilton se cerró demasiado y Alonso tuvo un exabrupto verbal: “Me pegó, es un idiota, me cerró la puerta desde afuera, hice una mega largada pero este muchacho sólo sabe cómo manejar si larga primero”, dijo.Video @F1 pic.twitter.com/o8HVgmdeW2— Fernando Tornello (@F1Tornello) August 28, 2022 Akstursíþróttir Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni Körfubolti „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Fleiri fréttir Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Sjá meira
Hamilton segist bera ábyrgð á árekstrinum en Alonso var vægast sagt ósáttur við aksturslag Hamilton í aðdraganda árekstursins. „Hann keyrði á mig, þvílíkur hálfviti,“ sagði Alonso í kallkerfi Alpine teymisins. „Hann lokaði á mig eftir að hafa farið framhjá mér að utanverðu. Við byrjuðum kappaksturinn vel en þessi gaur [Hamilton] kann bara ekki að keyra nema þegar hann byrjar á ráspól,“ bætti Alonso við. Hamilton ætlaði að biðja Alonso afsökunar eftir kappaksturinn en hætti við eftir að hann heyrði ummæli Alonso. „Ég veit ekki hvað ég á að segja,“ sagði Hamilton eftir kappaksturinn. „Stundum segir maður eitthvað bara í hita leiksins en það er gott að vita hvað honum finnst um mig. Það er betra að allir vita það,“ bætti Hamilton við en Hamilton og Alonso voru liðsfélagar hjá McLaren árið 2007. „Ég var ekki að reyna að klessa á hann en ég tek fulla ábyrgð á þessu atviki, það er það sem fullorðið fólk gerir. Svo höldum við bara lífinu áfram,“ svaraði Hamilton aðspurður út í atvikið. Alonso endaði keppni í fimmta sæti en Max Verstappen vann kappaksturinn. Hamilton hélt keppni áfram í fyrstu en strax á öðrum hring neyddist hann til að draga sig úr leik vegna bilana í ökutækinu sínu eftir áreksturinn. „Ég man eftir því að horfa beint niður á malbikið en þá var ég kominn hátt upp í loftið. Ég er þakklátur fyrir að vera enn á lífi og í heilu lagi,“ sagði sjöfaldi heimsmeistarinn Lewis Hamilton. #F1 #BelgianGP Hamilton se cerró demasiado y Alonso tuvo un exabrupto verbal: “Me pegó, es un idiota, me cerró la puerta desde afuera, hice una mega largada pero este muchacho sólo sabe cómo manejar si larga primero”, dijo.Video @F1 pic.twitter.com/o8HVgmdeW2— Fernando Tornello (@F1Tornello) August 28, 2022
Akstursíþróttir Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni Körfubolti „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Fleiri fréttir Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Sjá meira