Gera tilraunir með breytingar á tístum Samúel Karl Ólason skrifar 1. september 2022 13:11 Í fyrstu munu eingöngu smáir hópar geta breytt tístum en seinna í mánuðinum stendur til að áskrifendur Twitter fái einnig aðgang að þessum nýja eiginleika samfélagsmiðilsins. Getty/Jakub Porzycki Verið er að gera tilraunir á samfélagsmiðlinum Twitter í dag. Einhverjir notendur miðilsins hafa fengið aðgengi að svokölluðum „Edit“-hnappi og munu þeir því geta breytt tístum sínum. Notendur hafa lengi kallað eftir breytingum sem þessum á Twitter en Facebook hefur til að mynda lengi leyft notendum að breyta færslum sínum. Í yfirlýsingu frá Twitter segir að þetta sé flestar beiðnir sem fyrirtækið fái snúi að því að gera fólki kleift að breyta tístum. Þar segir enn fremur að notendur muni fá nokkur tækifæri til að breyta tístum í þrjátíu mínútur eftir að nýtt tíst er birt. Þetta sé ætlað til þess að laga innsláttar- og stafsetningarvillur og mögulega bæta við töggum. Fáir hópar munu í fyrstu fá aðgang að þessum nýja eiginleika. Seinna í þessum mánuði munu áskrifendur Twitter fá aðgang að breytingarmöguleikanum og hjálpa til við að prufukeyra hann. Breytt tíst verða merkt og munu aðrir notendur geta séð hvernig tístunum er breytt. Forsvarsmenn Twitter segjast vonast til þess að þetta muni leiða til þess að notendur stressi sig minna yfir tístum sínum. if you see an edited Tweet it's because we're testing the edit buttonthis is happening and you'll be okay— Twitter (@Twitter) September 1, 2022 Twitter Samfélagsmiðlar Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Notendur hafa lengi kallað eftir breytingum sem þessum á Twitter en Facebook hefur til að mynda lengi leyft notendum að breyta færslum sínum. Í yfirlýsingu frá Twitter segir að þetta sé flestar beiðnir sem fyrirtækið fái snúi að því að gera fólki kleift að breyta tístum. Þar segir enn fremur að notendur muni fá nokkur tækifæri til að breyta tístum í þrjátíu mínútur eftir að nýtt tíst er birt. Þetta sé ætlað til þess að laga innsláttar- og stafsetningarvillur og mögulega bæta við töggum. Fáir hópar munu í fyrstu fá aðgang að þessum nýja eiginleika. Seinna í þessum mánuði munu áskrifendur Twitter fá aðgang að breytingarmöguleikanum og hjálpa til við að prufukeyra hann. Breytt tíst verða merkt og munu aðrir notendur geta séð hvernig tístunum er breytt. Forsvarsmenn Twitter segjast vonast til þess að þetta muni leiða til þess að notendur stressi sig minna yfir tístum sínum. if you see an edited Tweet it's because we're testing the edit buttonthis is happening and you'll be okay— Twitter (@Twitter) September 1, 2022
Twitter Samfélagsmiðlar Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira