Á sjötta tug látin í dag, þar af 25 börn Árni Sæberg skrifar 3. september 2022 13:39 Mikill fjöldi fólks hefur tapað heimilum sínum í flóðunum. AP Photo/Fareed Khan Ekkert lát er á hamfaraflóðum í Pakistan. 57 hafa látist í dag, þar af 25 börn. Óttast er að mikill fjöldi barna muni látast í hamförunum. Samhæfingarnefnd, sem forsætisráðherrann Shehbaz Sharif leiðir, kom saman í fyrsta sinn í dag til að fara yfir afleiðingar flóðanna. Í niðurstöðum nefndarinnar segir að flóðin hafi haft áhrif á 33 milljónir manna og orðið minnst 1.265 að bana. Þar af 441 barni. Flóðin orsakast af gríðarlegri rigningu sem kölluð hefur verið „monsúnrigning á sterum“. Þá hefur bráðnun jökla í norðanverðu Pakistan bætt gráu ofan á svart. Loftslagsbreytingum hefur verið kennt um flóðin. „Hættum að ganga í svefni í átt að eyðileggingu plánetu okkar vegna loftslagsbreytinga. Í dag er það Pakistan. Á morgun gætu það verið ykkur lönd,“ sagði Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, á dögunum. Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna gaf í gær út tilkynningu þar sem sagði að óttast væri að gríðarlegur fjöldi barna muni látast í hamförunum og af völdum útbreiðslu sjúkdóma eftir þær, að því er segir í frétt Reuters um málið. Yfirmaður almannavarna Pakistans sagði á fundi nefndarinnar að flóðin hafi sökkt um þriðjungi landsins. Fyrir flóðin hafi fjórar hitabylgjur og mikill fjöldi gróðurelda skollið á landinu. „Árinu 2022 hefur fylgt áminning um harkaleg áhrif loftslagsbreytinga fyrir Pakistan,“ sagði hann. Pakistan Loftslagsmál Náttúruhamfarir Tengdar fréttir „Monsúnrigning á sterum“ Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, segir Pakistan standa frammi fyrir „monsúnrigningu á sterum“. Tugir milljóna hafa orðið fyrir barðinu á miklum flóðum þar og er einn þriðji landsins sagður undir vatni, þó rigningarnar hafi hætt fyrir þremur dögum. 30. ágúst 2022 15:56 Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Fleiri fréttir Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Sjá meira
Samhæfingarnefnd, sem forsætisráðherrann Shehbaz Sharif leiðir, kom saman í fyrsta sinn í dag til að fara yfir afleiðingar flóðanna. Í niðurstöðum nefndarinnar segir að flóðin hafi haft áhrif á 33 milljónir manna og orðið minnst 1.265 að bana. Þar af 441 barni. Flóðin orsakast af gríðarlegri rigningu sem kölluð hefur verið „monsúnrigning á sterum“. Þá hefur bráðnun jökla í norðanverðu Pakistan bætt gráu ofan á svart. Loftslagsbreytingum hefur verið kennt um flóðin. „Hættum að ganga í svefni í átt að eyðileggingu plánetu okkar vegna loftslagsbreytinga. Í dag er það Pakistan. Á morgun gætu það verið ykkur lönd,“ sagði Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, á dögunum. Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna gaf í gær út tilkynningu þar sem sagði að óttast væri að gríðarlegur fjöldi barna muni látast í hamförunum og af völdum útbreiðslu sjúkdóma eftir þær, að því er segir í frétt Reuters um málið. Yfirmaður almannavarna Pakistans sagði á fundi nefndarinnar að flóðin hafi sökkt um þriðjungi landsins. Fyrir flóðin hafi fjórar hitabylgjur og mikill fjöldi gróðurelda skollið á landinu. „Árinu 2022 hefur fylgt áminning um harkaleg áhrif loftslagsbreytinga fyrir Pakistan,“ sagði hann.
Pakistan Loftslagsmál Náttúruhamfarir Tengdar fréttir „Monsúnrigning á sterum“ Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, segir Pakistan standa frammi fyrir „monsúnrigningu á sterum“. Tugir milljóna hafa orðið fyrir barðinu á miklum flóðum þar og er einn þriðji landsins sagður undir vatni, þó rigningarnar hafi hætt fyrir þremur dögum. 30. ágúst 2022 15:56 Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Fleiri fréttir Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Sjá meira
„Monsúnrigning á sterum“ Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, segir Pakistan standa frammi fyrir „monsúnrigningu á sterum“. Tugir milljóna hafa orðið fyrir barðinu á miklum flóðum þar og er einn þriðji landsins sagður undir vatni, þó rigningarnar hafi hætt fyrir þremur dögum. 30. ágúst 2022 15:56