Vegna truflana á flugsamgöngum þá tafðist KA á leið sinni til Reykjavíkur og því var ákveðið að fresta leiknum um eina klukkustund. Leikurinn er sýndur beint á Stöð 2 Sport og verður einnig í beinni textalýsingu á Vísi.
KA er í 2. sæti Bestu deildarinnar með 36 stig að loknum 19 leikjum á meðan Fram er í 7. sæti með 23 stig.